Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 3
GEISLINN
3
breyttar, að þeir eru á þönum fram
og aftur. Mannlífið er orðið eins og ein
stór hringiða undir fossi, sem rykmökk-
ur, sem hálmleggir fyrir vindi“.
Og það er ekki komið að endanum
enn. Fallið verður enn þá brattara og
hraðinn eykst ennþá. Vísindamennirnir
á hinum kyrlátu tilraunastofum sín-
um eru að undirbúa eitt og annað til
þess að fá oss til að staðnæmast af
undrun næstu daga, ef þeir mögulega
geta. Eftir nokkra mánuði eða ár verð-
ur fjarsjón og annað álika merkilegt
orðin eign manna i menningarlöndun-
um. Það verður hægt að fara í flugvél
fyrir hvern sem er að heita má. Aukin
framleiðsla mun hafa það í för með
sér að þær verði ekki dýrari en bifreið-
ar. Aflið til þess að reka þær verður
sent með þráðlausu tækjunum, og hin-
ar miklu orkulindir „atomsins“ verða
leystar.
I hinni síðustu bók sinni, sem hefir
mikið efni inni að halda og sem hann
nefnir „The Daj' After To-morro'\\“
(Dagurinn eftir daginn á morgun) seg-
ir Sir Philip Gibbs: „Vísindin eru nú
að komast að ótæmandi orkulindum.
Bráðin sjest nú í fjarlægð, og að ýms-
um leiðum reyna uppgötvunarmennirn-
ir að ná í þær, hinar framúrskarandi
þýðingarmiklu tilraunir, rannsóknir og
mælingar, sem breskir, amerískir og
þýskir vísindamenn starfa að eins og t.
d. Sir William Ramsay, Rutherforh við
McGRl háskólann, prófessor Richards
við Harvard háskólann, Becquerel frá
París og hinn þýski efnafræðingur Dr.
Giesel, sem hafa uppgötvað hin ógur-
legustu öfl og að nokkru leyti náð að
hagnýta þau með hinum svokölluðu
geislandi efnasamsetningum.......Ef
vísindamennirnir ná að beisla þessi öfl
tl fulls, sem fást með því að greina í
sundur atomin, munu menn hafa yfir
svo miklum orkulindum að ráða, að
fyrri lindir eins og kol, olía og vatn,
verða talin lítils virði, og menn verða
sjálfir lindir kraftarins og stjórnendur
hans“.
Sir Philip heldur áfram að tala um
hinar víðtæku framfarir, sem eiga sér
stað á sviði viðboðsins. „Við erum“,
segir hann, „nærri þeim leyndardóm-
um, sem munu láta mönnum í té yfir-
náttúrlegt afl. Menn og konur munu
brátt geta talað saman jafn auðveldlega
frá öllum löndum innan hins enska víð-
lenda ríkis eins og nú er talað innan
bæjar og borgar. Þegar þetta er kom-
ið í kring í enska ríkinu, mun það og
komast á í Bandaríkjunum í Norður-
Ameríku og öðrum löndum jarðarinn-
ar. Jörðin mun þá verða ein stór tal-
stöð, þar sem miljónir tala saman
fram og aftur í gegnum Ioftið“. Þegar
fjarsjónin er komin í lag mun verða
hægt að láta koma fram á léreftið í
stofu manns alt, sem við ber þann og
þann daginn, sem markvert þykir.
Tími og fjarlægðir hafa þá ekki lengur
áhrif á sama hátt og áður, með því að
orð og verk manna verða borin til
manns þúsundir mílna á sama augna-
blikinu.
Loftöldin btjrjuð.
„Loftöldin er aðeins byrjuð“, segir
Sir Philip. Þó maður geti ekki annað
en undrast dugnað manna, að því leyti
hve þeir fljúga langt og geta haldið sér
lengi í loftinu, þá hefir hraðflug með
póstflutninga mesta þýðingu hvað
snertir þessi nýju flutningstæki. „Nú
þegar í Ástralíu“, skrifar hann, „er lífi
hinna einmana nýbyggja breytt, er áður
lifðu langt frá umheiminum. Nú fá
þeir bréf og böggla frá vinum og kunn-
ingjum með flugvélum. Einveran er
ekki lengur eins og var. í Queensland,
þar sem einstakir menn eiga stærri
landflæmi en alt England hafa nýbygg-
endur fengið sér flugvélar til þess að
Hta eftir hjörðum sínum, og ekki alls