Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 19

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 19
GEISLINN 19 í Róm. 7, 7 ber hann upp þessa spurningu: „Hvað eigum vér þá að segja? Er lögmálið synd?“ Hann svar- ar sjálfur greinilega: „Fjarri fer því“. Hann hefir þegar áður (kap. 3, 20) bent á, að það er einmitt lögmálið, sem sýnir oss syndina: „Því að fyrir lögmál keniur þekking syndar“. Á þetta ein- falda samband leg'gur hann á ný á- herslu í svari sínu við spurningunni í sjöunda kapítulanum og skýrskotar hér til hinnar persónulegu reynslu sinnar: „Eg þekti ekki syndina nema fyrir lög- málið“ (nomos). Og hann segir enn- l'remur, hvaða lögmál það sé, sem hann á við, með því að hann bætir við: „Því að eg' hefði ekki vitað um girndina hefði ekki lögmálið sagt: „þú skalt ekki girnast". Vér vitum allir, að boðið: „Þú skalt ekki girnast", er eitt af tíu boðorðunum. Og það var einmitt þetta boð, sem kom til .vegar „allri girnd“ hjá honum; „þ v í“ (þetta er rökstuðn- ingur hans) „án lögmáls (nomos) er syndin dauð“ .... hún er ekki til, svo l'ramarlega sem lögmálið er ekki til með kröfur sínar. Þetta er alls ekki svo að skilja, að það sé lögmálið (noinos), sem framleiðir, eða i fyrstunni kemur til vegar syndinni sem slíkri hjá oss. Páll vísar mjög ákveðið slíkri hugsun á bug i því svari, sem hann gaf við spurning- unni: „Er lögmálið synd?“ og þegar hefir verið tilfært hér. En það er lög- málið, sem fyrir verkanir Heilags anda á hjarta, huga og sál kemur því til veg- ar, að syndin, sem var þar fyrir, án þess að vér værum oss þessi fyllilega meðvitandi, verður nú lifandi fyrir vor- um andlegu augum —• fyrir samvisku vorri getum vér gjarnan sagt; því að samviskan talar i samræmi við það þekkingar ljós, sem hver einstakur hef- ir. Á því augnabliki sem lögmálið fær tækifæri til að varpa liinu bjarta, guð- lega ljósi inn í hjartað og á þennan hátt upplýsa hina andlegu meðvitund vora, mun samviskan tala samkvæmt því og maður verður fyrir nákvæmlega sömu reynslu og Páll: „En er boðorðið kom, lifnaði syndin við“. Róm. 7, 9. Þá fyrst fáum vér verulega að sjá hana sem staðreynd. Án þess að vér liöf- um lögmálið á meðvitund vorri finn- um vér ekki til syndarinnar þar eð hún hefir ekki tækifæri til að koma fram sem ákveðin lögmálsbrot, syndarinn veit þá elcki af henni þó að hann hafi hana í hjarta sinu“, þannig lesum vér í skýringu Otto von Gerlach á Nýja- testamentinu. Þannig verður það að ævarandi og bókstaflegum sannindum, að „á n 1 ö g m á 1 s i n s e r s y n d i n d a u ð“. Á öðrum stað í sama bréfi skrifar Páll: „Skuldið ekki neinum neitl nema það citt að elska hver annan; því að sá sem elskar náunga sinn, hefir upp- fylt lögmálið (nomos). Því að þetta: Þú skalt ekki drýgja hór; þú skalt ekki inorð fremja; þú skalt ekki stcla; þú skalt ekki girnast, og hvert annað boð- orð er í þessari grein innfalið í þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Róm. 13, 8, 9. Hvaða lögmál það er, sem postulinn á hér við, getur enginn efi verið á. Hann tilfærir fjögur boðorðin orðrétt eins og þau standa og vitnar til hinna, með því hann bætir við:“ .... og hvert annað boðorð er“. Og tökum eftir: hann skrif- ar ekki: ...... og hvert annað boðorð v a r“, heldur „e r“ .... öll boðorðin voru þannig i gildi enn, hér um bil 00 árum eftir Kr. Ef þau eru af- numin nú, þá hlýtur það að hafa skeð seinna á tímum. Hvenær skeði það? Og hver hefir gert það? Biblían segir ekk- ert um það. Hið konunglega lögmál frelsisins. „Jakob, þjónn Guðs og Drottins Jesú Krists“, skrifaði bréf sitt að líkindum h. u. b. 15—20 árum eftir dauða Krists

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.