Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 22

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 22
22 GEISLINN 7). Höfum vér, eins og Páll, mætur á lögmáli Guðs? Höfum vér það ritað í hjörtu vor á þann hátt sem Guð segir að hans börn eigi að hafa það undir hinum nýja sáttmála (Hebr. 8, 6—10; Jer. 31, 31—33)? Eða erum vér and- stæðingar hins ævarandi lögmáls hins Hæsta? „En sá, sem skygnist inn í hið full- komna lögmál frelsisins og heldur sér við það, og er ekki orðinn gleyminn heyrandi, heldur gerandi verksins, hann mun sæll verða af framkvæmdum sin- um“ (Jak. 1,25) ekki af því að verk hans geti frelsað hann á nokkurn hátt, lield- ur vegna þess að verk hans eru aug- Ijós og óhrekjandi sönnun þess, að hann er frelsaður frá syndum sínum, frelsaður frá yfirtroðslum. Slíkur mað- ur er í sannleika sæll. Hann gengur eftir hinu „fullkomna lögmáli frelsis- ins“. Og þetta frelsi er það, sem marg- ir „kristnir“ kalla þrældóm. „Óskiljan- leg er sú hugmynda-truflun. „Eg vil skunda veg boða þinna því að þú hefir gert mér létt um hjartað". „Eg mun ganga um víðlendi, því að eg leita fyrirmæla þinna“. „Gnótt friðar hafa þeir, er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt“. Sálm. 119, 32, 45, 165. Að verða undir í baráttunni gegn syndinni (yfirtroðslum lögmálsins) eða að sigra hana (ganga eftir lögmáli Guðs) — er eitt af tvennu. Hið þriðja er ekki til. E. A. Leyndardómar Biblíunnar. „Það er svo lan}!t frá þvi að leyndardómar Bibliunnar mæli í gegn henni, ])e>r eru ein- hver kröftugasta sönnunin um liinn guðiega innblástur hennar. Ef hún hefði ekki að geyma aðrar frásagnir um Guð en þacr, sem við get- um sliilið, og ef mannsandinn gæti gripið mik- illeika hans og hátign, þá mundi Biblían ekki cins og þó er, hafa að geyma óhrekjandi vitn- isburð um guðdómleikann. Mikilleiki þeirra cfna, sem hún fjallar um, ætti að hvetja til trúar á hana sem Guðs orð“. — E. G. W. Guð vill að mennirnir noti skynsemi sina. Bannsókn Ritningarinnar mun styrkja og göfga sálina fremur sérhverju öðru fræði- námi. Vér verðum samt að varast að oftigna skynsemina, þvi að hún cr undirorpin mann- legum veikleika og breyskleika. Ef vér viijum ckki eiga það á liættu að Ritningin verði myrk fyrir skynscnii vorri, svo að vér skilj- um ekki liin ljósustu sannindi, þá verður trú vor að vera cinföld eins og litils barns, og vér verðum að vera fúsir á að læra og biðja um aðstoð Héilags anda. Tilfinningin nm speki Guðs og mátt og vanmátt vorn til að skilja mikilleik lians á að fylla oss auðmýkt. Þcg- ar vér lesum Ritninguna, verður skynsemin að kannast við myndugleika, sem lienni er æðri, og lijartað og skynsemin verður að beygja sig fyrir hinum mikla, sem scgir: „ E g e r s á , sem eg er“. „Sönn mentun litilsvirðir ekki verðmæti vísindalegrar þekkingar eða bóklegrar mentun- ar. En hún tckur máttinn fram yfir þekking- una, gæskuna fram yfir máttinn og lundern- ið fram yfir greindina. Heimurinn hefir ekki eins mikla þörf fyrir skarpar gáfur eins og göfugt lunderni. Hann hefir þörf fyrir menn, sem láta fastar reglur stjórna hæfileikum sínum. — E. G. IV. 1. árg. GEISLINN 1929. „GEISLINN", blað S. D. Aðventista á íslandi kemur út fjórum sinnum á ári og kostar: hér á landi 3 kr. 75 aura, um árið, erlendis 4 kr. 50 aura. — Gjalddagi fyrirfram. Úrsögn er bundin við áramót. Útg.: Trúboðsstarf S. D. A. Ritstjóri: O. J. Olsen. Sími 899. Póst- liólf: 262. Afgreiðsluinaður: J. G. Jónsson, Ingólfsstræti 19, Rcykjavik,

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.