Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 17

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 17
GEISLINN 17 „Ekki til þess að niðurbrjóia". Þegar frelsarinn við byrjun hinnar opinberu starfsemi sinnar hélt hina ó- dauðlegu ræðu, sem allir kristnir menn kannast við undir nafninu fjall- ræðan, sýndi hann fram á hin mikil- vægu grundvallaratriði kristindómsins öll í einu á þann hátt að það verður aldrei skýlu hjúpað. í því sambandi sem berlega sýnir, að hann vill leggja áherslu á það, sem á öllum tímum hefii verið hin mikla algilda regla fyrir öllu sönnu kristindómslífi, segir hann þessi alþektu orð: „Ætlið eigi, að ég sé kom- inn til þess að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina; ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla; því að sannlega segi ég yður: þangað til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða uns alt er komið fram“. Matt. 5, 17, 18 Með þessari ótvíræðu yfirlýsingu braut Jesús á bak aftur hinar röngu skoðanir, að hann væri kominn til þess að afnema lögmál Guðs. Hann var þvert á móti kominn til þess að sanna gildi þess og sjálfur að „fullkomna“, það er að skilja, uppfylla og halda það. Lif hans og því fremur dauði hans var ómótmælanlegur vitnisburður um, að lögmál föður hans gat einmitt ekki orðið afnumið. Þetta lögmál mundi ætíð standa í fullu veldi, og yfirtroðsl- ur þess mundu ætíð gera kröfu til lífs yfirtroðslumannsins (laun syndarinn- ar er dauði) Róm. 6, 23; þess vegna varð frelsarinn að deyja, þar eð hann „bar syndir vorar“ og „Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á hon- um“. (1. Pét. 2, 24; Es. 53, 6. 7.). Hefði verið mögulegt að lögmálið yrði afnumið, þá hefði það ekki verið nauð- synlegt að Jesús hefði dáið. Hvorki lög- málið í heild sinni eða nokkur hluti þess, jafnvel ekki hinn allra minsti, smástafur eða stafkrókur, getur lið- ið undir lok eða hann verið tek- inn burt, sem og kemur mjög skýrt í ljós af orðum frelsarans þegar hann tveimur til þremur árum eftir að hann hélt fjallræðuna leggur áherslu s þetta sama atriði með þessum áhrifamiklu orðum: „Auðveldara er að himinn og jörð líði undir lok en að einn stafkrók- ur lögmálsins gangi úr gildi“. (Lúk. 16, 17.). Þessi yfirlýsing Jesú hjá Lúk- asi sýnir ennfremur, að hann hafði engan veginn skift um skoðun á hinu eilífa gildi lögmálsins á þessum árum sem voru liðin. Og fyrir oss sem nú lif- um gildir það, að tilvera himins og jarðar er þann dag í dag augljós vitnis- burður um, að lögmálið óskert er enn við líði og hefir framvegis sitt fulla gildi. „Ef þú vilt inn ganga til lífsins------“ Undir lok starfsemi frelsarans hér á jörðunni, voru lagðar fyrir hann nokkr- ar spurningar, er kröfðust nýrra yfir- lýsinga af munni hans um þetta mál. Ungur maður kom og spurði hann: „Meistari, hvað gott á eg að gera til þess að eignast eilíft líf?“ Matt. 19, 16. Svar Jesú við þessari einföldu spurn- ingu vekur undrun, þegar það er borið saman við það álit, sem alls ekki er svo óalment, sem sé þetta, að einmitt á þessum tíma hafi verið alveg að því komið að lögmálið skyldi numið úr gildi, því hann segir: „Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin“. Hann sagði ekki: „Um boðorðin þarft þú að minsta kosti ekki að skifta þér, þar eð þau að fáum mánuðum liðnum verða numin úr gildi“. Nei, „haltu boð- orðin“, ef þú vilt inn ganga til lífsins. Og hvaða boðorð það eru sem Jesús á við, á því getur enginn efi verið, með því að hann telur beinlínis upp fimm af hinum tíu boðorðum í lögmáli Guðs. (Sjá Matt. 19, 18, 19). Nokkru seinna lagði annar maður

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.