Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 24
24
GEISLINN
halds öðru. Þar sér maður stöðuga
fórn og þjónustu — öðrum til handa
— og það er kallað fórnfýsi í daglegu
tali. Það er óhætt að segja að þjónusta
er lögmál náttúrunnar. Fegurð cg ilm-
ur blómanna eru mönnunum' til þægi-
legrar gleði. Trén eru skjól mönnum og
dýrum. Margar jurtir og ávextir bæði
mönnum og dýrum til fæðu. Af sum-
um dýrum hafa menn til fatnaðar,
önnur eru til fæðu og enn önnur eru
beinlínis sem sorphreinsarar. Sum eru
líka félagar manna. Fuglarnir skemta
með söng sinum og eru nytsamir á
margan hátt.
Sólin, tunglið og stjörnurnar hafa
það hlutverk að lýsa. Frá fjöllunum
falla lækir og ár, sem eru eins og lífs-
æðar hvar sem þær koma fram og
renna svo að lokum í hafið. Hafið gef-
ur aftur skýjunum með því það gufar
upp óaflátanlega og vindurinn flytur
svo þetta vatn yfir meginlöndin.
Hvað eigum við að segja um tilgang
hins mannlega lífs? Ætli það sé undan-
tekning frá því sem sjá má í náttúr-
unni? Skyldi takmark mannsins vera
að lifa aðeins fyrir sjálfan sig? Skyldi
manni vera ætlað að taka á móti „lífi
anda og öllum hlutum“ aðeins lil þess
að svala eigingirninni? Ætli maður eigi
ekki miklu fremur að veita öðrum og
hjálpa eftir þörfum þeirra?
Mannsins-sonurinn — fyrirmynd allra
— kom ekki til þess að láta þjóna sér,
heldur til þess að þjóna öðrum.
Tilgangur lífs vors verður að vera,
að þroska alla vora hæfileika til hins
itrasta í því skyni að'þeir mættu verða
öðrum að liði á einhvern hátt.
Skáldið ætti að auka kraft sinn til
þess að geta vakið göfugar hugsjónir
hjá öðrum. Stjórnmálamaðurinn ætti
að hafa það efst í huga á hvern hátt
hann hest gæti orðið þjóð sinni til
gagns. Læknirinn að lesa og rannsaka
til þess að geta orðið enn hæfari til
þess að hjálpa hinum veiku. Prédikar-
inn þarf að hafa það í hyggju að áheyr-
endur hans fái þá andlegu fæðu, sem
geti orðið þeim til varanlegrar upp-
byggingar og gagns í lífinu. Iðnaðar-
maðurinn getur kappkostað að vanda
verk sitt, sem hann vinnur öðrum.
Þannig geta allir þroskað hið besta,
sem þeir hafa að bjóða öðrum til
heilla.
Geri maður það gengur maður ham-
ingjuleiðina, sem er að gleðja aðra,
lifa svo skaparanum sé velþóknun að,
og sýna með því að við höfum tilveru-
rétt. F. C. B.
„GEISLINN"
Hér með sendum við út fyrsta hefti
blaðs þess er ber ofanritað nafn. í
sjálfu sér er „Geislinn" framhald af
blaðinu „Ljósvakinn“, sem um síðustu
áramót endaði 6. árg. sinn og hætti þá
að koma út.
Þetta blað mun að engu standa hinu
fyrra að baki. Það mun leitast við að
verða það, sem nafn þess hendir til.
í von um að þetta takist, sendum við
frá okkur þetta fyrsta hefti blaðsins
með hinu nýja nafni. Útg.
„Vér liöfum enga ástæðu til þess að efast
um orð Guðs, þó að vér getum ekki skilið
leyndardóma forsjónar lians. Leyndardómar
sem vér getum ekki skilið, eru alt i kringum
oss í náttúrunni. Einfaldasta form lífsins er
gáta, sem vitrustu heimspekingar geta ekki
ráðið. Alstaðar eru furðuverk, sem meiri eru
en svo, að vér fáum skilið þau. Ættum vér þá
að furða oss á þvi, þótt einnig væru leyndar-
dómar i hinum andlega heimi, sem vér get-
um ckki skilið? Erfiðleikarnir eru aðeins
sprottnir af veikleika og þröngsýni mannlegr-
ar skj’nsemi“. — E. G. IV.
Phentsmiðjan Gutenberq