Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 18

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 18
18 GEISI.INN Jiessa spnrningu fyrir Iiann: „Hvert er hið æðsta hoðorð í lögmálinu?“ Matt. 22, 36. Svarið var, að elskan til Guðs væri hið mesta og æðsta boðorð; en það væri annað boðorð, sem væri líkt þessu, sem sé þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og' sjálfan þig“. „Ekkert ann- að boðorð er þessum meira“, segir hann (Mark. 12, 28—31) og bætir svo við, að á þessum „tveimur hoðorðum hvggist alt lögmálið og spámennirnir“ (Matt. 22, 40). Lögmálið er þannig óað- skiljanlegt frá kærleikanum. Hið full- komnasta stig, sem kristilegur kærleik- ur getur komist á, cr þegar hann kem- ur oss til að elska Guð þannig, að vcr höldum þau hoðorð, sem hanii liefir gefið oss; „því að i jiessu hirtist elskan til Guðs að vér höldum hans boðorð“, segir postulinn (1. Jóh. 5, 3). Jesús sannaði þetta með lífi sínu og eltirdæmi; því að í síðustu ræðunni, scm hann hélt fyiir lærisveinum sínuin rétt áður en hann dó, gat hann vottað þctta: „Eg hefi haldið boðorð föður míns“. Á þessum sama grundvelli voru líka þessi orð hans til lærisveinanna hygð: „Ef þér haldið boðorð mín, þá standið þér stöðugir i elsku minni“. Og ennfremur: „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá sem elskar mig“. (Jóh. 15, 10; 14, 15, 21). Þetta er hinn sanni úrslita prófsteinn. Eng- inn getur elskað Guð og litilsvirt boðorð hans. Hin heilögu hoðorð Drottins eru afrit af eiginlegleikum hans, og að hata boðorð Guðs er að hata Guð sjálfan. Um þá sem víkja frá þessum boðorðum, talar Jesús t. d. i Mark. 7, 7—13. Afstaða postulanna. þegar maður, í efni eins og því, sem hér liggur fyrir, hefir ástæðu til að taka sérstaklega til greina ummæli post- ulanna, þá kemur það til af því, að þeir ræddu um inálið löngu eftir að tímabil hins nýja sáttmála var upprunnið. Með fórnardauða Jesú var skilið á milli hins gamla og nýja sáttmála. Öll bréf post- ulanna voru því skrifuð á tíma nýja sáttmálans. Látum oss í stuttu máli rannsaka, hvernig þessir sendiboðar Ivrists hafa staðið gagnvart þessu mik- ilvæga máli um gildi lögmálsins eftir dauða Krists. Vér byrjum á Páli, hin- um mikla lieiðingja postula. Enginn af hinum heilögu höfundum Nýja-testamentisins notar orðið „lög- mál“ (á grísku: ,,nomos“) eins oft og Páll. í bréfi sínu til Rómverja notar hann það h. u. h. 70 sinnuin í liinum ýmsu merkingum, sem þctta orð getur haft, stundum notar hann það um Móselögin í heild sinni og stundum um tíu hoðorðin og er það lang oftasl. í Galatabréfinu notar hann það yfir 30 sinnum. Þar að auki notar hann nokkr- um sinnum orðið „hoðorð“ (entole), þar sem hann bendir greinilega á ein- stakar fyrirskipanir í tíu boðorð- unum. Bréfið til Rómvcrja var skrifað ná- lægt árinu 60 eftir Kr„ eða h. u. h. 30 árum cftir hyrjun hins nýja sáttmála. Páll skrifaði það því út lrá hinu post- ullega sjónarmiði, sem hlaut að hafa gildi á tíma hins nýja sáttmála; því að hann skrifaði um aðstöðuna cins og hún er enn þann dag í dag, livað kristi- lega trú og' kehning snertir. Hér skulu athugaðir nokkrir staðir, sem snerta þetla mál, sem er efnið í þessari grein. Minnumst fyrst orða postulans í Róm. 4, 15: „Því að lögmálið (nomos) verkar reiði; en þar sem ekki er lögmál, þar er ekki heldur yfir- troðsla“. Og í kap. 5, 13: ....en synd tilreiknast ekki nema lögmál (nomos) sé til“, Að halda því fram, að lögmál- ið sé ekki lengur i gildi, er sam- kyæmt orði Drottins, sama sem að segja, að synd sé ekki til á tíma hins nýja sáttmála. En Páll talar mikið um og á móti synd.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.