Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 16

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 16
16 GEISLINN þann, er það áður hafði. Þetta er svo þýðingarmikið atriði fyrir sérhvern af oss, að enginn, sem vill vera Guðs barn, ætti að gera sig ánægðan með óskýrar og ósannaðar hugmyndir og ágiskanir um málið. Sérhver maður ætti sjálfur að rannsaka alvarlega hvað Heilög ritning kennir þessu viðvíkjandi. Eng- inn ætti að láta sér nægja uð taka gild annara ummæli. Vér trúum því, að Heilög ritning sé opinberun til allra manna. í henni opin- berar Drottinn oss vilja sinn. Þessi op- inberun er bæði í ritum Gamla og Nýja- testamentisins. Siðalögmálið er engu síður en aðrir hlutar Ritningarinnar op- inberun um vilja Guðs. Ummæli Nýja- testamentisins um þessi lög eru alveg eins áreiðanlega opinberun um vilja Guðs og hvert annað orð í Ritningunni. Vér trúum og tökum gild ummæli Gamla-testamentisins um ævarandi gildi Guðs lögmáls og berum engan efa þar á. Vér trúum þvi einnig, að hin samhljóða ummæli Nýja-testamentisins um að lögmálið sé eins bindandi undir hinum nýja sáttmála, séu eins áreiðan- leg og alt annað í þvi. Samkvæmt vor- um skilningi gera orð Ritningarinnar enda á allri þrætu. Það er sannfæring vor, að spurning- unni um gildi eða ekki gildi siðalög- málsins á hvaða tímabili sem er, sje auðsvarað samkvæmt skynsamlegri og rökrjettri leið. Hver og einn getur lesið sjerhvert hinna tíu boðorða hvert út af fyrir sig og síðan lagt þessa ein- földu spurningu fyrir sjálfan sig: „Get- ur þetta boðorð orðið afnumið? Hver mundi afleiðingin verða, ef innihald þess væri afnumið?" Hversu mörg boð- orð eru það, sem mennirnir gætu ver- ið án og hið reglubundna fyrirkomu- lag samt haldist?" — En vér skulum ekki tala um þetta atriði, sem í sjálfu sér er þó þýðingarmikil sönnun, en halda oss við annað enn áreiðanlegra, sem sé hin skýlausu orð Heilagrar ritn- ingar um málið. Og það er alveg eðlilegt, að vér í þessu sambandi höld- um oss eingöngu við vitnisburð Nýja- testamentisins. Vér viljum hugleiða ýmislegt af því, sem frelsari vor og postularnir hafa sagt þessu viðvíkjandi, og vér gerum það í þeirri von, að Hei- lagur andi, sem samkvæmt loforði Jesú á að leiða oss í allan sannleika og kenna oss alt og minna oss á öll orð Krists (Jóh. 16. 13; 14, 26), fái að leiða lesarann til þess að sjá og viður- kenna áreiðanleik Guðs orðs. Vitnisburður frelsara vors. Jesús var borgunarmaður og meðal- gangari hins nýja sáttmála. Hebr. 8, 6; 7, 22. Hann kom fram sem fulltrúi nýja sáttmálans, hann var fram- kvæmdamaður þess að hann komst á og hann vísar oss þar á ofan veginn — veg hins nýja sáttmála. Með koimi hans urðu ný tímamót. Hann var raun- veruleikinn og framkvæmdin í eftir- líkingarþjónustu Gamla-testamentisins. Hann var „líkaminn", sem öll þessi eftirlíking eða „skuggar" voru af, (Kól. 2, 16. 17.) og kom fram sem sá, er var sér alls þessa meðvitandi. Þess vegna uppfræddi hann læri- sveina sína hafandi fyrir augum ætl- unarverk þeirra sem talsmanna hins nýja sáttmála. Sú uppfræðsla, sem hann veitti þeim átti við hinn nýja sáttmála; því að gamli sáttmálinn, sem hafði i margar aldir haft sína fullgildu talsmenn og fulltrúa, hafði nú lokið hlutverki sínu og nálgaðist endalok sín. „Likam- inn" var kominn. Vér skulum hafa þetta í huga: Uppfræðsla Jesú var ekki gefin með tilliti til hins gamla sátt- mála, heldur var miðuð við hinn nýja, hvers fulltrúi, meðalgangari og borg- unarmaður hann sjálfur var.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.