Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 20
20
GEISLINN
(sumir lialda að það muni hafa verið
nálægt árinu 42 eftir Kr. og aðrir að
það hafi verið seinna eða um árið
62 eftir Kr.). Þessi heilagi rithöfundur
talar mjög skýrt uin gildi lögmálsins
og ætlunarverk á hans tíma. Hér skulu
tilfærð nokkur af orðum hans:
„Vitaskuld — ef þér uppfyllið liið
konunglega hoðorð samkvæmt Ritning-
unni: Þú skalt elska náunga þinn eins
og sjálfan þig, þá gerið þér vel; en
ef þér farið í manngreinarálit, þá
drýgið þér synd, og lögmálið (nomos)
sannar upp á yður, að þér séuð yfir-
troðslumenn“. Og tökum svo eftir því
hvaða rök hann færir fyrir þessum orð-
um: „Því að þótt einhver héldi alt lög-
málið (nomos), en hrasaði i einu at-
riði, þá er hann orðinn sekur við öll
hoðorð þess. Því sá sem sagði: Þú skalt
ekki hórdórn drýgja, hann sagði líka:
þú skalt ekki morð fremja. En þótt þú
drýgir ekki hór, en fremur morð, þá
ertu orðinn yfirtroðslumaður lögmáls-
ins. Talið því og hreytið eins og þeir,
er dæmast eiga eftir hinu fullomna lög-
máli frelsisins". (Jak. 2, 8—12). Síðan
heldur hann áfram rökfærslu sinni og
segir ákveðið, að sú „trú“, sem ekki
sýni sig í samsvarandi verkum, sé dauð
og einskis verð: „Því að eins og líkam-
inn er dauður án anda, eins er og trú-
in dauð án verka“. Sjá vers 14, 17, 20,
26; og ennfremur kap. 1, 25.
Jakob var einn af fulltrúum hins
nýja sáttmála, einn af þeim, sem héldu
uppi kenningum og regluin hins nýja
sáttmála. Sem slíkur hélt hann fram
tíu boðorðunum og sýnir fram á að
þau séu framvegis í sínu fulla gildi á
hans dögum, og kallar þau ,.lögmál
frelsisins", sem oss ber að skygnast inn
i, „ hið konunglega boðorð samkvæmt
Ritningunni“, sem vér eigum allir að
uppfylla. (Jak. 1, 25; 2, 8, 12). Ættum
vér sem kristnir menn nútímans að
kenna öðruvísi?
Kærleikur og lögmál.
Kærleikspostulinn, Jóhannes, lagði
mikla áherslu á lögmál Guðs og boð-
oi ð Guðs (skipanir). Að líkindum hef-
ir hann skrifað bréf sín kringum árið
90 eftir fæðingu Krists, eða ekki skem-
ur en 60 árum eftir dauða hans og byrj-
un hins nýja sáttmála. Hann þekti
ekkert til og trúði því augljóslega held-
ur ekki, að lögmál Guðs væri afnumið
eða að gildi þess hefði rýrnað. Þegar
í guðspjalli sínu Jeggur þessi elskaði
lærisveinn frelsarans áherslu á það sem
Jesús sjálfur talaði um þetta mál, með
því að hann tilfærir slík orð af munni
hans sem þessi: „Eg hefi haldið boðorð
föður míns og stend stöðugur í elsku
hans“, og „ef þér haldið boðorð mín,
þá standið þér stöðugir í elsku minni“.
(Jóh. 15. 10). Elska til Guðs og elska
til boðorða hans er óaðskiijanlegt. Þetta
kemur berlega fram í þessum orðum
Jesú lil lærisveinanna: „Ef þér elskið
mig, þá munuð þér halda boðorð mín“;
„sá sem hefur mín boðorð og heldur
þau, hann er sá sem elskar mig“. (Jóh.
14, 15, 21). í fyrsta hréfi sínu talar
Jóhannes um þessi sömu sannindi með
mjög skýrum orðum, þegar hann segir:
„Af því þekkjum vér, að vér elskum
G,uðs börn, þegar vér elskum Guð og
breytum eftir boðorðum hans“ (boðorð-
um; því að „boðorð“ stendur hér í
fleirtölu). Þetta er þannig auðkennið,
sönnunin: þegar vér elskum Guð og
höldum boðorð hans, þá er talið vist að
vér einnig elskum Guðs börn. Grund-
vallarregluna í þessu sambandi sýnir
hann fram á sem sönnun, þegar hann
bætir við: „því að í því sýnir sig elsk-
an til Guðs, að vér höldum hans boðorð
(skipanir), og hans boðorð eru ekki
þung“. 1. Jóh. 5, 3. 4. Þeim sem er af
Guði fæddur og yfirvinnur heiminn,
verður hvorki vandasamt né þungbært
að halda boðorð Drottins. Fyrir trúna
á Guð sigrum vér heiminn, og þar með