Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 6

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 6
6 GEISLINN Lífsgleði og óánægja. Ríkur maður, sem virt- ist ganga veg virðing- ar og frægðar fann ekki annað en von- brigði, en fátækur maður, sem fórnaði sér fyrir aðra og þoldi þjáningar, fann lífsgleðina. Eftirsókn eftir lífsgleði rná sjá hjá inamikyninu á ölluni ölchim. Frá upp- hafi vega sinna lil dagsins í dag hefir mannkynið verið að leita hamingjunn- ar. Og margar leiðir hafa menn farið í því skyni. Sérstaklega hefir verið álit- ið eftirsóknarvert að verða ríkur, mik- ill og frægur, því menn hafa hugsað að því væri lífsgleðin samfara. Menn hafa alt af leitast við að komast „hátt“ i Ieit sinni eftir lífsgleðinni. Biblían — þessi undraverða bók, scm hefir svo margt inni að halda bókin sem fjallar um alt sem viðkemur manninum frá öllum hliðum, talar einnig um þelta alriði. Hún færir oss frásögur af tveim mönnum, sem báðir leituðu hamingjunnar og lífsgleðinnar, en á mismunandi hátt. Annar fann Iífs- gleðina, en hinn varð fyrir vonbrigð- um í leit sinni — og gjörðist leiður á lífinu. „Aumasti hégómi, .... aumasti hé- gómi, alt er hégómi". Hvað liggur á bak við þessa yfirlýsingu „Prédikar- ans“? Hvað er það sem er aumasti hé- gómi hér í heimi? Hann segir ennfrem- ur: „Hvaða ávinning hcfir maðurinn af öl 111 striti sínu er hann streitist við und- ir sólunni?“ Merkileg spurning? Hefir maður þá ekkert gagn af því sem mað- ur stritar? Jú, sannarlega. Og það hef- ir „Prédikarinn“ sagt i byrjun — en hann hefir smámsaman komist á aðra skoðun. Þekking af rcynslu. Hann lítur til baka og atlnigar líf sitt. Hann athugar rás viðburðanna og sér að kynkvíslir koma og hverfa á jörðunni. Alt gengur stöðuga hringrás að því er virðist. „Sólin rennur upp og sólin gengur undir og hraðar sér til

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.