Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 13

Geislinn - 01.01.1929, Blaðsíða 13
12 GEJSLINN GEISLINN 13 „Rannsókn spádómanna", sagði hann, „hefir komið konungi heimspeking- anna til að gera sjálfan sig að fífli“. Hann tilfærði það sem Newton hafði sagt fyrir sem sönnun þess, hvílík fjar- stæða það væri að trúa spádómum Bibjíunnar. En ef Voltaire gæti séð heiminn í dag, þá mundi hann ekki einungis sjá hraðlestir svo þusundum skiftir, sem fara hjer um bil 100 kílómetra á klukkustund, og skip, sem hafa jafn mikinn hraða, heldur einnig mótor- vagna í miljónatali, sem auðveldlega geta farið þá 83 km., sem Newton tal- aði um, og þúsundir flugvéla, sem þjóta um loftið með þeim hraða sem er tvis- var, þrisvar, fjórum, fimm, já jafnvel sex sinnum eins mikill og sá, sem Vol- taire taldi að væri fjarstæða að hugsa sér. Hvor gerði sig hlægilegan? Var það Newlon, eða var það Voltaire? Vér erum ná orðnir svo vanir hrað- skreiðum samgöngutækjum, að það er tæpast að vér getum skilið hversu efa- gjarnt og þröngsýnt fólk var fyrir hundrað árum, þegar talað var um sam- gönguhraða, er væri meiri en hestsins, sem dregur vagninn. Þegar George Stephensen fann upp hina fyrstu eim- vél árið 1814, hélt fólk því fram, að það bryti í bága við Guðs orð, því að „það mundi hindra kýrnar í því að bíta, hænsnin i því að verpa, og það mundi verða orsök í því að mæður fæddu fyrir tímann, þegar þær sæju hluti hreyfast með slíkum geysihraða. Hraðar samgöngur gerðar hlægilegar. Enn þá árið 1825, hundrað árum eftir daga Newtons, þegar hin fyrsta eimlest heimsins byrjaði ferðir sínar milli Stockton og Darlington, töldu menn það ómögulegt að eimlest gæti farið jafnvel með aðeins helmingi meiri hraða en póstvagn. Fréttablöðin gerðu undantekningarlítið gys að hug- myndinni um slikan hraða, með því þau kváðu hann ómögulegan, og lýstu þessu sem uppátæki geðveiklaðra og of- stækisfullra manna. Blaðið „Quarterly Review“ í Lund- únum flutti árið 1825 aftirfarandi hug- Neðrí nujndin er af slærslii eim- lesl Brellandseyja, eða ef lil vill alls heimsins. Pella ferliki, sem kall- að er „1600 Norlherniilhey ir „den kanadiske Nationalbane“ og vegur 326 tonn. Pessi utji járn- hest.ir er yfir 28 mclra langur og gelur framleilt yfir 3200 heslöfl. sem það veitir Jeyfi fyrir. Þetta er sá hraði, sem Mr. Sylvester með réttu heldur fram að sé svo hæfilegur, að menn geti vogað slikt“. Menn óskuðu eftir lagabanni gegn hraða, er væri meiri en 13—14 km. á Efri myndin er af járnbraularvagni eins og peir voru á fyrslu limum jdrnbrautanna, og sýnir hún glögt hinn geysimikla mismtin sem er á peim og hiiuim risavöxnn eim- leslttm nútimans leiðingar viðvíkjandi þeim hraða, sem menn álitu mögulegan og trúlegan á hinni fyrstu járnbraut. „Hvað getur verið heimskulegra, og hlægilegra en hugmyndin um eimlestir, sem fara helmingi hraðara en póstvagn- inn“. Eftir að hafa með áhrifamiklum orðum varað fólk við því að trúa „slíkri vél fyrir sér“, er færi með svo níiklum hraða, heldur blaðið áfram: „Vér vonum, að parlamentið vilji tak- marka hraðann við 8 til 9 enskar mil- ur á klst. á öllum þeim járnbrautum, klst. Á vorum dögum mundu ekki margir hafa þolinmæði til að aka með eimlest, sem færi svo hægt. í ritverki sinu um járnbrautarmál, komst Mr. Nicholas Wood að þeirri niðurstöðu að 10 kílómetra hraði á ldst. á sléttri braut væri hæfilegur fyrir 40 tonna lest, og hann taldi það hreinustu fjarstæðu að tala um eimlestir, sem ætlu að geta farið 20, 25, 30 eða fleiri km. á klst. En vísindin hafa svo oft orðið að gera endurskoðun á áliti sinu. Fyrst þegar menn byrjuðu að tala um eimlestina, héldu þeir, sem þá voru taldir „verulegir vísindamenn“ því fram, að það mundi verða nauðsynlegt að hlaða háan steinmúr beggja megin við járnbrautarteinana, svo að sú „voða- lega loftþrýsting, er mundi koma við 40 kin. hraða á klst., dræpi ekki áhorf- endurna“. Og undir öllum kringum- stæðum, var sagt, mundi slíkur geysi- hraði, ef honum væri haldið áfram til lengdar, drepa farþegana, þar eð þeir mundu ekki geta dregið andann. Fyrst þegar menn fóru að tala um að byggja járnskip, var það álitið, að jafnvel þótt hægt væri að fá þau til að fljóta, sem „óinögulegt“ væri, þá mundi þáu ekki geta flutt með sjer nægileg kol til einn- ar ferðar. Slíkt tal heyrum vér ekki nú á dögum. Merkilcgt kapphlaup. Á þeim tímum, þegar menn byrjuðu fyrst að smíða járnbrautir, héldu sumir því fram, að eimlestin mundi ekki geta farið hraðara en akhestur. Þetta var á þeim tíma, er Peter Cooper smíðaði eimlest, sem var nefnd „Tom Thumb", og átti að ganga eftir Baltemora-braut- inni. Þessi eimlest átti eitt sinn að keppa við gráan hest, sem var mesta ágætis skepna og var eign tveggja öku- manna. Hesturinn var spentur fyrir vagninn, sem stóð á annari braut; þessu kapphlaupi er þannig lýst: „Hesturinn og vélin fóru af stað. í byrjun gekk hestinum betur, hann komst hálfan km. á undan meðan vél- in herti á gufunni, blásturpípan hvein, gufan þeyttist út i hvítleitum skýjum, hraðinn ókst, farþegarnir hrópuðu. Vél- in komst nær og nær hestinum, nú voru þau hvort við hliðina á öðru, og svo fór vélin fram fyrir hestinn, og sigur- vegaranum var heilsað með öflugu húrrahrópi. En einmitt þegar ökumað- urinn með gráa hestinn var að gefast

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.