Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 3 Þær voru hressar og kátar fyrir framan Bónus uppi á Nesi, þær Sesselja Ómarsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir, enda gamlar vinkonur sem voru að hittast Skyndimyndin eftir langan aðskilnað. „Við höfðum ekki sést síðan í ferm- ingarafmæli frá í mars og vorum að komast að því að við værum fluttar í næstu götu hvor frá annari og þannig orðnar nágrannar," sagði Jóhanna. „Við vorum bara að versla og rákumst svo á hvor aðra og fórum að kjafta og rifja upp gamla tíma enda vorum við saman í bekk í grunnskóla í fjölda ára,“ bætir Sesselja við. Drengirnir á myndinni eru Guðmundur Breiðfjörð, sá sem situr inni í bílnum, og er hann sonur Jóhönnu. Ómar Ingi Hall- dórsson er hins vegar í sætínu í innkaupakörfunni hjá móður sinni Sesselju. „Svo er ég með einn þriggja mánaða sofandi inni í bfl," segir Jóhanna og greinflegt er að þessar bekkjarsyst- ur höfðu gleði af því að hittast og ræða um lífið,- tílveruna og móðurhlutverkið, svo eitthvað sé nefnt. Spurning dagsins Er heimurinn að verða verri? Fólki aldrei liðið verr „Klárlega. Stríð, hörmungar og fátækt tröllríða öllu. aldrei liðið verr og samt er öllum skitsama." Haukur Jóhannsson nemi í MH. „Já, eru menn ekki að tala um að allt verði bráðnað eftir nokkur hundruð ár. Það er líka allt að verða dýrara." Ásdís Auðunsdóttir nemi í Verzló „Heimurinn hefur farið versnandi síð- an Sókrates sagði „heimur versnandi fer". Við sjáum það bara á loftslagsbreytingum og hækkun hitastigs." Birgir Sigurðsson, fyrrver- andi prentari og ritstjóri. „Svarið er já, það virðist allt vera að fara á versnandi veg. Stríðin núna og svo ný HlV-veira." Inga Dóra Magnúsdóttir nemi í MK. „Já, mér finnst það klárlega." Guðrún Alda Einarsdóttir húsmóðir Margir hafa haldið því fram í gegnum mannkynssöguna að heim- urinn fari versnandi. Aðrir halda því fram að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Menn eru ekki á eitt sáttir í þessum efnum. Edda var Edith Piaf á Akureyri Málið Grænn eyrír„Að eiga ekki grænan eyri" þýðir hið sama og að vera á hvínandi kúpunni fjárhagslega. Orðið grænn I merkingunni er fyrir spanskgrænu sem fellur til á koparpeninga eftir þvl sem þeir eldast og eru undir beru lofti en súrefnið í andrúmsloftinu veldur græna litinum. Því þýðir það að „Þetta sló algjörlega í gegn. Ég held að sýningin hafi örugglega með þeim aðsóknarmestu hjá leikfélag- inu. Þetta voru að minnsta kostí 70 sýningar, ef ekki fleiri," segir Edda Þórarinsdóttir leikkona, sem á árinu 1985 lék Edith Piaf hjá Leikfélagi Alarreyrar. „Sýningin og hlutverkið voru mjög skemmtileg. Það náð ist einhvem veginn mikil stemmn- ing fyrir því að fara norður og sjá þessa sýn- ingu. Það varð að tísku að eiga skemmtilega helgi fyrir norðan. Von- andi næst það upp aftur,“ segir Edda. Leikhópurinn lagði land undir fót og hélt sýningum áfram á vegum Hins leikhússins í Gamla bíói. Edda bendir á að þessi sýning hafi verið byggð á verki bresks höfundar. Sýn- ingin sem nú sé á fjölun- um í Þjóðleikhúsinu sé á hinn bóginn eftir Sigurð Pálsson - sem reyndar leik- stýrði sýn- ingunni á Akureyri á sínum tíma. eiga ekki grænan eyri að viðkomandi er svo blankur eða fátæk- uraðhann getur ekki einu sinni fundið gamla úr sér gengna myntíeigu sinni. ÞEIR ERU BRÆÐUR Þokkapiltur og bankamaður Frosti Reyr Rúnarsson, sem var valinn kyn- þokkafyllsti karlmaður landsins afhlustend- um Rásar tvö á bóndadaginn, er bróöir Guð- jóns Rúnarssonar sem er framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Frosti starfar Ifka i bankaheiminum, hefurstarfað hjá KB banka undanfarið. Hann er sjö árum yngri en Guðjón. Þetta er mikil bankafjöl- skylda en kona Frosta, Guðmunda Kristjáns- dóttir, vinnur hjá Landsbankanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.