Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 Fréttir 0V laugar A " Svarthöfði sér starf drekabana og kastað ffam frumvarpi sem hrekur reykingafólk út á götu. Líkt og fimir frjálshyggjumenn segja kýs Svarthöfði að fara á veit- ingastaði sem flestir eru reykmett- aðir. Þar með er hann, samkvæmt frjálshyggjumönnum, að kjósa að anda að sér reyknum. En þótt Svart- höfði sé með þessum hætti verður ekki sama sagt um alla aðra. Margir myndu kjósa það, ef þeir gætu, að anda ekki að sér reyk á þessum Guðni selur laxveiðijörð Sala landbúnaðarráðu- neytisins á ríkisjörðum heldur áfram þótt hægt fari. Að þessu sinni auglýsa Rík- iskaup til sölu hluti úr jörð- inni Skógum II í Húsavíkur- bæ. Með í kaupunum fylgir 78 fermetra íbúðarhús frá 1938 og 83 fermetra við- bygging byggð 1984 ásamt hlöðu, fjárhúsi og 30 hekt- urum af ræktuðu landi. Einnig eru laxveiðiréttindi í Mýrarkvísl, sem er ein þver- áa Laxár í Aðaldal. Áhuga- samir þurfa að gera tilboð fyrir klukkan ellefu í dag. Svikari borgi 30 milljónir Sævar Þór Carlsson, sem sveik samtals 14,6 milljónir undan skatti í sjálfstæðum atvinnu- rekstri á árunum 1997 til 2000, hefur verið dæmd- ur til að greiða 29,2 milljóna króna sekt. Upphæðin samsvarar tvöföldum vanskilum Sævars Þór á skattinum, sem er lágmarkssekt. Sævar sem játaði brot sín var að auki dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Sá dómur er skilorðs- bundinn til tveggja ára. Greiði Sævar sektina ekki innan íjögurra vikna verður honum sam- kvæmt dómi Héraðs- dóms Reykjaness stung- ið í fangelsi í eitt ár. Péturfékk eftirlit með skattfé Þing aðildar- þjóða öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu samþykkti fyrir skemmstu að ffumkvæði Péturs H. Blöndal, alþing- ismanns og for- manns íslands- deildar ÖSE, að skipa nefnd sem hefði eftirlit með fjármál- um ÖSE. Þessi hugmynd Péturs var samþykkt ein- róma á ársfundi ÖSE- þingsins í Edinborg og hefur nefndin nú hafið störf. í skýrslu íslandsdeild- arinnar sem hefur verið lögð fram á Alþingi kemur fram aö miklar vonir séu bundnar við að þingmenn geti haft eftirlit með með- ferð skattfjár hjá þessari al- þjóðastofnun. iSí ' Góa-Linda má ekki kalla karamelludýr sín karamelludýr að mati Samkeppnisráðs. Móna sakaði Góu um að hafa stolið karamelludýrunum frá sér. Samkeppnisráð klofnaði en tók ekki afstöðu til þess atriðis hjá Mónu að Góusælgætið væri verra. Samkeppnmið klofnaOi í karamellustríöi Góu og Mónn stöðum. Þetta fólk vill fara á skemmtistaði en svo vill nú til að allir leyfa reykingar. Undarlegt er að enginn frjálshyggjumaður hafi stig- ið fram og vakið athygli á því að þetta fólk hefur í raun ekkert val, þegar kemur að því að fara á skemmtistaði. Einhver hinna frjálsu hyggju- manna sagði við Svarthöfða af þessu tilefni að líkja mætti nöldri reyklausra á skemmtistöðum við fólk sem fer í sund og vælir undan því að vökna. Svarthöfða þykir nú eðlilegra að líkja nöldurseggjunum við þá sem mæta í sund og kvarta undan því að fólk sé að míga í laugina. Nú viU svo til að í þessum skiln- ingi hefur Svarthöfði kosið að baða sig í þvagi og hann er ekkert annað en þakklátur þeim sem míga í laug- ina. Og ef fólk er háð því að míga í laugarnar þá hefur það fullan rétt á því og aðrir geta bara farið upp úr. Svarthöfði Góa-Linda má ekki kalla súkkulaðidýr með karamellubragði Kar- amelludýrin. Samkeppnisráð kvað upp þann úrskurð í gær. Tveir ráðsmenn bókuðu að þeim þætti ekki ástæða til að taka afstöðu í málinu þar sem orðið Karameliudýr væri ekki einkennandi. „Þetta heldur áffam, við áfrýj- um,“ segir Helgi Vilhjálmsson, for- stjóri Góu-Lindu. „Þetta eru saklaus karamelludýr. Maður er búinn að búa til karamellur í fjörutíu ár og nú setjum við karamellur í mót sem líta út eins og dýr og það má þá ekki. Við erum búnir að kaupa mótin og dýr verða alltaf dýr, það er ekki hægt að kalla þau eitthvað annað. Hvað gera þeir næst? Ætla þeir að skrásetja malbikið og banna öðrum að nota það?" Gögnin ekki lesin nógu vel Helgi segir að fulltrúar í Sam- keppnisráði hafi ekki lesið gögnin nógu vel. „Ég held að þessir höfð- ingjar sem hafa lært í háskólanum þurfi að vanda sig betur,“ segir Helgi, sem er mjög ánægður með dýrin sem hann selur. „Þau eru góð eins og allt frá Góu.“ Sælgætisgerðin Móna vann málið fyrir Sam- keppnisráði í gær. Móna kærði Góu-Lindu til Samkeppnisráðs fyrir að setja á markað kara- melludýr sem væru eins og karamellu- dýrin sem Móna hefur fr amleitt um skeið. Hvort tveggja er kara- mellufyllt súkkulaði í formi dýra. Að mati Mónu veldur notk- ; un Góu-Lindu á orðinu Karamellu- dýr ruglingshættu m við samnefnda vöru Mónu og skaðar ímynd karamelludýra Mónu. Móna á undan Samkeppnis- ráð telur óumdeilt að Móna hafi fyrst framleitt Karamelludýr og verið á undan að skrásetja vörumerki sitt, á árinu 1999, en Góa-Linda gerði það fýrst eftir að mál þetta hófst eða í nóvember 2002. Sam- keppnisráð er sammála því að orðið Karamellu- dýr sé lýsandi fyrir þá vöru sem um ræðir en um leið er það einnig ein- kenn- andi fyrir vöru keppinautarins sem var fýrri til með framleiðslu og markaðssetningu. Brot á lögum Samkeppnisráð telur að umbúðir Góu-Lindu svipi -i til umbúða Kara- , iMifebL, ■ mellu- og Sirkus- dýranna frá Mónu og að þar sem varan sé seld í lausu er ekki hægt að greina aðra frá hinni. Neytendur muni því í flestum tilvikum halda að um sömu Þetta eru saklaus kar- amelludýr. Maður er búinn að búa til kar- amellur í fjörutíu ár og nú setjum við kar- amellur í mót sem líta út eins og dýr og það má þá ekki. vöru væri að ræða. „Að mati Sam- keppnisráðs er nafngift Góu-Lindu því til þess fallin að hafa áhrif á eftir- spurn, til þess að villst verði á vörun- um og gefur til kynna að um tengsl sé að ræða á milli fyrir- tækjanna k sem 'UUDYRIN' >.,FRa °Ou Helgi I Góu meö karamellu- dýrin sín Ætlar ekki aö láta Sam keppnisráð segja sér fyrir verkum og heldur áfram meö málið fram- leiða vörurn- ar.“ Niðurstaðan af þessu er að notkun Góu-Lindu á orðinu Karamelludýr brjóti í bága við samkeppnislög og að Góa-Linda hafi með því að velja vöru sinni sama nafh og sama útht og keppi- nauturinn hafði áður gert brotið í bága við góða viðskiptahætti. Ráðið var ekki einhuga og tveir ráðsmenn, Atli Freyr Guðmundsson og Ólafur Bjömsson, bókuðu að þeir teldu ekki ástæðu til að aðhafast í málinu enda þætti þeim orðið Karamellu- dýr ekki sérkennandi. kgb@dv.is Að pissa í Frá því Svarthöfði hætti að reyk- ja vegna ofurálagningar á tóbak hef- ur hann lagt í vana sinn að standa þétt að baki reykingamönnum. Hann hefur sem sagt smokrað sér inn í reykinn til þess að taka fríh- endis til sín þau áhrif sem reyking- amenn sækjast eftir. Svarthöfði er í þessum skilningi sníkjudýr. Yfirleitt hefur dugað að rölta inn á næsta kaffihús þar sem reykinga- menn sitja sveittir við að spúa út nikótíni, brennisteinslofttegundum og fleiru sem áður þekktist úr and- remmu dreka. Nú hafa nokkrar konur á hinu háa Alþingi tekið að Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö rosalega flnt,"segirJói Fel bakari.„Reyndar aldrei haftjafn mikið að gera vegna þess að ég er I upptökum frá sex á morgnana til tíu á kvöldin vegna nýrrar þáttaraðar sem sýnd verður áStöð 2 fyrir páska; Eldsnöggt meö Jóa Fel. Ég hefekki tíma til að baka á meðan."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.