Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005
Fréttir DV
Guðni Bbpossíijl-
Guðni Bergsson er einn af
þessum mönnum sem alltaf
gengur allt í haginn. Hann er
leiðtoginn í vinahópnum,
þykir skemmtilegur og snjall.
Ævisaga hans yrði örugglega
ekkert skemmtileg enda hafa
veriö 100 sigrar fyrir hvert tap
I llfi Guðna.
Guðni á það til að vera
kærulaus, hann stressar sig
ekkert um ofá smáatriðun-
um. Hann er líka striðinn og
er duglegur skjóta á félaga
sína.
„Guðni er alveg sérstakt Ijúf-
menni, hann hefur mikinn
húmor og er með ein-
dæmum strlðinn. Hann
er líka skemmtilega af-
slappaður og er ekkert
að stressa sig að
ástæðulausu. Guðni er
hrikalega ótæknilegur, ég held
að hann sé nýbúinn að læra á
lyklaborð og það er varla að
hann kunni á gemsann sinn.
Heimir Karlsson sjónvarpssmaður.
Ég rúllaði nú nokkrum boltum á
hann I Val þegar hann var patti
og hann býr enn þá að því
strákurinn. Þaö er frábært
hvaö það hefur ræst úr
honum, náð svona langt
bæði I sportinu og I nám-
inu. Hann nýtur mikillar
virðingar félaga sinna og
það er aðallega vegna þess að
Guöni er samkvæmur sjálfum
sér. Þetta er hreinn og beinn
strákur, svo á hann líka gullfal-
lega konu og yndisleg börn.
Hemml Gunn dagskrárgerðarmaður.
Að vera I félagsskap Guðna er
eitthvað það skemmtilegasta
sem ég veit, hann hefuralltaf
verið duglegur við að gera grín
að sjálfum sér og öðrum.
Guðni ætti að vera til í
fleiri eintökum, heil-
steyptur mannvinur með
léttleikann i fyrirrúmi.
Það er til smáleti íhon-
um en hann fer fint Iþað og svo
getur hann llka verið svoiítið við-
kvæmur fyrir gagnrýni.
Þorgrimur Þráinsson vinur Guðna.
i'Sass Æ*
Guðni Bergsson ereinn afvirtustu mönn-
unum sem íslenska iþrótthreyfmgin hefur
alið afsér. Hann á langan og farsælan feril
við góöan orðstír að baki I einni erfiðustu
atvinnumanndeild heims. Hann hefurlokið
lögfræðiprófi og starfar nú sem sérfræðing-
ur hjá Landsbankanum ásamt því að vera
sjónvarpsmaður.
Guðni er gifur Elínu Konráðsdóttur félags-
ráðgjafa og eiga þau tvö börn, Berg Guðna
og Páldlsi Björk.
Þjófurfær
4 mánuði
Jóhann Helgi Krist-
insson var í gær
dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness fyrir
tvö innbrot, fjársvik og hylm-
ingu. Hann braust meðal
annars inn í íbúðarhúsnæði
að Sólheimum og stal til
dæmis DVD-spilara, blóð-
þrýstingsmæli, leikjatölvu,
myndbandsupptökuvél, gít-
armagnara og Nokia-farsíma,
samtals að verðmæti 104.500.
Einnig keypti hann vörur
með stolnu greiðslukorti ffá
fyrirtækinu Vivo ehf og keypti
meðal annars föt úr verslun-
inni Blend í Smáralind fyrir
kr.10.980.
Hundinum Mítrasi var rænt fyrir framan hús eiganda síns, Björns Ragnarssonar,
klukkan hálf fjögur að nóttu til. Sex tímum síðar var honum skilað á sama stað.
Björn segir þjófinn líklega hafa sóst eftir hundinum til undaneldis.
Smáhundur numipn á
brott um miðja nott
annað sá ekki á honum. Þetta
virðist nú eitthvað hafa sest á sál-
ina á honum því hann svaf uppi í
rúmi hjá okkur nóttina á eftir en
ekki á sínum venjulega stað f
anddyrinu. Það er nú samt gott að
hann skyldi koma til baka en þetta
er náttúrlega bíræfni að gera
svona," telur Björn Ragnarsson.
Ljósadróttinn missir svein-
dóminn
„Svo er spuming hvort hann hafi
misst sveindóminn í þessu ævin-
týri, því hingað til hefur hann ekki
farið upp á neina tík svo ef tilgang-
urinn þjófsins var að ala undan
honum má leiða líkur að því að
Mítras sé ekki lengur hreinn sveinn.
Annars er það hálfskrítið að undan-
eldi sé tilgangurinn því það þarf að
staðfesta ættir svona hreinræktaðra
hunda til þess að hægt sé að selja
þá,“ segir eigandi þessa smáhunds
sem upphaflega kom frá Dalsmynni
en fékk nafn sitt úr rómverskri
goðafræði. Þar segir að Mítras sé
persneskur guð hermanna og gangi
undir heitinu Ljósadróttinn.
tj@dv.is
„Hann var gripinn á forstofumottunni eða í garðinum því við
heyrðum hann reka upp vein," segir Björn Ragnarsson, eigandi
smáhundsins Mítrasar sem var rænt að næturlagi fyrir
skemmstu. Mítras er rúmlega fjögurra ára amerískur Pomerani-
an-hundur sem hingað til hefur lifað fábrotnu lífi með eigend-
um sínum í Keflavík.
Hvarf í sex tíma
„Við höfum átt þennan hund í
rúm fjögur ár og hann fer aldrei út
af lóðinni, svo ég gerði mér strax
grein fyrir að honum hafði verið
stolið. Ég fór strax að spyrjast fyrir
um hann og setti mig í samband
við leigubílstjóra og aðra sem ég
vissi að voru á ferðinni svona seint
en ekkert hafði til hans sést. Um
morguninn fór ég strax á stjá en
um klukkan hálf tíu er konan í
símanum þegar hún heyrir í bíl-
hurð skella og lítur út í garð og þar
er hann kominn en bfllinn rfkur í
burtu," segir Björn og bætir við að
eina getgátan sem virðist vera
rökrétt á bak við þjófnaðinn sé að
Mítrasi hafi verið stolið til undan-
eldis því „þetta virðist hafa verið
þaulskipulagt allt saman og hann
var í burtu í rúma sex tíma."
Svaf uppi í rúmi nóttina
eftir
„Hann virðist nú samt hafa haft
það gott í vistinni, þó að hann hafi
verið svolítið hvekktur og þreyttur
þá var hann alveg þurr og fínn. Að
vísu var hann ákaflega þyrstur en
„Við hjónin vorum að spila inni
f eldhúsi og höfðum hleypt hund-
inum út til að hlaupa og létta á
sér, svo heyrum við hann gefa frá
sér eitthvað vein, sem er ekkert
óvenjulegt þar sem hann hefur
verið að kveinka sér eitthvað í
mjöðminni, en þegar hann kom
ekki strax inn eins og hann er van-
ur fór ég beint út og þá var hann
horfinn," segir Björn Ragnarsson
eigandi hundsins Mítrasar sem
stolið var laugardagsnóttina úr
garðinum heima hjá sér.
„Við höfum áttþenn-
an hund í rúm fjögur
ár og hann fer aldrei
út aflóðinni"
Slegin vegna ránsins
Eigendur smáhundsins
Mltrasar eru slegnir eftir
að hann var numinn á
brott úr garðinum um
miðja nótt.
Húsnæöi Skátasambands Reykjavíkur auglýst í nauðungarsölu
Sýslumaðurinn á eftir Skátasambandinu
Það vakti athygli í Lögbirtinga-
blaðinu sem kom út 15. febrúar að
Tollstjóraembættið hefur farið fram
á að húsnæði Skátasambands Rey-
kjavíkur að Arnarbakka 2, verði selt
á nauðungarsölu. f blaðinu segir:
„Eftirtaldar beiðnir um nauðugar-
sölu til fullnustu kröfum um pen-
ingagreiðslur verða teknar fyrir á
skrifstofu embættisins að Skógar-
hlíð 6, Reykjavík, fimmtudaginn 17.
mars 2005 kl. 10.00, hafi þær ekki
verið felldar niður." Svo er tekið
fram að krafan sé upp á 482.320
krónur.
Hjá Skátasambandinu fengust
þau svör að þetta hafi verið mistök
og búið sé að ganga frá öllum laus-
um endum. Skátaforinginn sem tjáði
sig um málið sagði að þetta væri ekk-
ert fréttnæmt þar sem skrif-
finnskumistök hafi átt sér stað og
málið væri leyst.
Á lögfræðiskrifstofu Tollstjóra-
embættisins var efast um að þeir
þyrftu að ganga á eftir skátunum
með uppboðið en engin staðfesting
fékkst á því hvort krafan hefði verið
felld niður.
Hjá Sýslumannsembættinu í Rey-
kjavík fengust hins vegar þau svör að
ekkert hefði enn borist til þeirra frá
Tollstjóraembættinu um að málið
hefði verið látið niður falla. Þeir hjá
sýslumanni gera sem minnst úr mál-
inu þar sem það er ekki komið í inn-
heimtu og langt sé £ hana.
Segir hvíta duft-
ið vera flórsykur
Lögreglumenn í umferðareftir-
liti höfðu um helgina afskipti af
ökumanni á leið um Suðurlands-
veg í Ölfusi. Gmnur vaknaði um
að maðurinn hefði undir hönd-
um fikniefni og var gerð leit í bif-
reiðinni og á manninum. Á
manninum fannst hvítt duft sem
við skoðun reyndist vera am-
fetamín. Maðurinn var handtek-
inn og færður á lögreglustöð. Við
yfirheyrslu neitaði maðurinn að
efnið væri amfetamín og sagði að
um flórsykur væri að ræða. Efriið
verður sent til efnagreiningar á
rannsóknarstofu og afstaða um
framhald málsins ræðst af þeirri
niðurstöðu.