Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 32
-T1 J* CÍ £ í Clj jCO t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur.Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar J^nafnleyndar er gætt. j-* q r-* Qr) Q SKAFTAHUÐ24, WSREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMISS05000 5 690710 1111171 • Allt fór í háaloft hjá sjónvarpsparinu Svanhildi Hólm Vals- dóttur og Loga Berg- manni Eiðssyni þeg- ar Séð og heyrt birti mynd af baðherbergi sjónvarpsparsins. Þau hótuðu að kæra tímaritið fyrir birting- una undir því yfírskini að verið væri að sturta einkalífi þeirra niður klósettið. Athygh vakti að skömmu eftir uppnámið hleypti Svanhildur Audda og félögum í Strákunum okkar aUa leið upp í rúm til Loga með myndavél til að vekja hann. Nú • « hefur heyrst að Svanhildur og Logi hafí ákveðið að kæra ekki Séð og heyrt. Það virðist því hafa verið ys og þys út af engu þegar þau reiddust vegna myndbirt-' ingar af Gustavsberg... Hverjir slást nema vitleysingar? ---— Brasilísk bardagaíprótt tHÍslands Bæði tyrir litla og auma Ný bardagaíþrótt er að hefja innreið sína á íslandi sem er þeim kostum gædd að hún hentar bæði Utlu fólki og þeim sem ekki eru Ukamlega sterkir. Jón Gunnar Þórarinsson og nokkrir félagar hans hafa stofnað félagsskap í tengslum við æfingar og keppni í brasilísku jiu-jitsu. Þeir segja að íþrótt- in ætti að draga úr slagsmálum frekar en auka þau. Raunar banna þeir vit- leysingum af öUum gerðum að vera með. Jón Gunnar útskýrir auglýsingarnar þannig: „Við settum það inn í eina aug- lýsinguna að sportið hentaði ekki vit- leysingum og áttum þá bara við að við værum ekki að fara að þjálfa upp menn sem ekki höndla svona kunnáttu," segir bardagaþjálfarinn Jón Gunnar og lilær. „Annars hentar brasUískt jiu-jitsu nær öUum, óháð aldri, kyni eða stærð, og það góða við það er reyndar að maður þarf hvorki að vera stór eða sterkur tU að ná góðum árangri í því.“ Jón Gunnar fékk sjálfur áhuga á sportinu eftir að hafa séð það í sjón- varpinu. í ffamhaldinu lýsti hann eftir áhugasömum aðUum tfí að iðka sport- ið og þar með varð félagsskapur tú um æfingar og keppni í hinu brasilíska jiu- jitsu, sem Jón Gunnar segir að sé ekki óhkt júdó. „Þetta er mjög svipað sport í rauninni. Markmiðið er að fá and- stæðingin til að gefast upp með fastatökum í gólfinu en um leið laéra menn að verjast höggum og spörk- um,“ segir Jón Gunnar en á heima- • síðum á netinu má lesa yfirlýsingar um að bardagaíþróttin sé kölluð slagsmál aUra slagsmála, og er þar átt við að þegar keppendur með bakgrunn úr hinum ýmsu bardaga- íþróttum komi saman og sláist hafi íþrótt Jóns Gunnars ævinlega vinn- ingin. Nú er bara að sjá hvort vide- ysingarnir láti sig ekki vanta í Laug- ar þar sem Jón Gunnar og félagar veltast um og freista þess að festa andstæðinginn í brasilískum lás. gj Horkuhnoð Eins og ■ sjá má á þessari mynd I eru vettlingatök víðs | fiarri þegar tekist erái I brasilísku jiu-jitsu. 1 -------------—-------— Vill ekki vitleysinga Jón Gunnar Þórarinsson segir brasilísktjiu-jitsu henta fólki aföllum stærðum og gerðum - öllum nema vitleysingum. Borgin hjálpar fólki úr skápnum Reykjavíkur- borg hefur undir- ritað samning við .. Samtökin ‘78 um að samtökin lið- sinni meðal ann- ars fólki sem kem- ur út úr skápnum. Borgin hyggst verja um milljón krónum á ári í starfsemi samtak- anna. Hrafnkell Tjörvi Stefáns- son, hjá Samtökunum ‘78, segir samninginn fela í sér viður- kenningu á þeirri þjónustu sem veitt sé samkynhneigðum. „Svo ég nefni t dæmi greiðir borgin ákveðinn hluta af viðtölum við félagsráðgjafa sem fara fram og hluta af umsjón unglið- astarfs. Ég er með skrifstofutíma all- an daginn og margir leita til mín með persónuleg vandamál sem ég vísa áfram til félagsráðgjafa. Þetta eru vandamál sem tengjast því að komast út úr felum og annað slíkt, og aðstandendur leita hingað líka,“ segir hann. Ástæða þess að almenna heilbrigð- iskerfið er ekki nóg fyrir samkyn- hneigða er að þeir veigra sér stundum við að leita aðstoðar hjá öðr- um en þeim sem hafa sama reynsluheim. „Stimdum vilja sam- kynhneigðir leita aðstoðar þar sem er ekkert mál að tveir karlmenn búi saman og eigi barn. Þegar þeir leita til annarra samkynhneigðra eru þeir að ræða við jafningja sem þekkja þennan reynsluheim," segir Hrafri- kell Tjörvi. Um 1.500 manns leita til samtak- anna á hverju ári. - Ég er blaut eins og tuska Fimm börn úr fimmtu bekkjum grunnskólanna í Reykjavík fengu verðlaun fyrir ljóð sem þau sendu inn í ljóðasamkeppni Vetrarhátíðar borgcirinnar. Að auki fengu 20 önnur börn sérstaka viðurkenningu. Höfundarnir fimm sem voru verðlaunaðir heita Ólöf Embla Krist- insdóttir úr Háteigsskóla, Anita da Silva Bjamadóttir úr Háteigsskóla, Fríða Theodórsdóttir úr Klébergs- skóla, Vilhjálmur Séamus Jónsson úr Langholtsskóla og Anna Elísabet Jóhannsdóttir úr Melaskóla. Ein þeirra sem fengu viðurkenn- ingu heitir Fanney Hrand Jónas- dóttir og er í Ölduselsskóla. Ljóðið hennar heitir Vetur í Reykjavík. Vetur i Reykjavik Þaö snjóaöi I nótt. Vel klæddir krakkar troða snjóinn. Þaöerkalt. Ég er blaut eins og tuska. Vindurinn gnauöar eins og hárbiásari Greinar lemja mig eins og box púöa. Svona er vetur í Reykjavík. 8 mm þykkt plastparket í flokki 32 frá 999 krónum á m2 á meðan birgðir endast. Eftir hverju ertu að bíða? Brúnt villt kirsuber með undirlagi og gegnheilum merbau gólflistum á 1.097 kr. Parket 6t Gólf • Ármúla 23 • 108 Reykjavík • Sími: 568-1888 • Fax: 568-1866 • parket@parketgolf.is Parador Þar sem allt smellur saman Ofurútsala á plastparketi Drífðu þig niður í Parket & Gólf og gerðu ótrúleg kaup. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.