Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 15
UV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 75 V LLLLL' Margir fráskildir foreldrar eru smeykir viO að kynna börnin sin fyrir nýrri manneskju sem þau eru að hitta. Best er að kynna viðkomandi sem„nýjan vin/ vinkonu". Þvi ekki einungis er vin- skapur góð undirstaða fyrir ástarsam- band heldur lika nokkuö sem barnið skilur. Það er mikilvægt að barnið skilji að foreldrið þurfi líka vini alveg eins og hann á vini i skólanum. Þannig að ef þettaer útskýrt strax er miklu minni hætta á afbrýðisemi afhálfu barnsins. Þeir elska okkur víst Konur eru oft óöruggar með mennina sína og finnst þeir ekki sýna sér næga athygli. Karlmenn virðast bara fara í kringum þessa hluti á meðan konur sýna ást sina helst alls staðar. Karlmenn dást að konunum slnum í laumi. Stundum í partíi eða á mannamótum sitja þessar elskur og stara á konurnar sínar og furða sig á því hvað þeir eru heppnir. Annað gott dæmi sem konur taka ekki eftir er þegar þeir fylla eldhúsið sitt af vörum sem þeir mundu aldrei sjálfir borða. Efþú ert farin að finna sítrónute og hrökkbrauð I eld- húsinu þá er þetta alvöru. Efþað eru augljós merki um að það sé kona á heimili hans og sú kona ert þú þá ertu í góðum málum. Svo er það líka alltafmerki um að honum finnist þú vera sú rétta þegar hann fer að tala um framtíðina við þig. Efhann segist vilja gera eitthvað ákveðið eða búa á einhverjum sérstökum stað þá er hann írauninni að biða eftir að þú tjáir þig eitthvað um það. Það er hans leið til að segja að hann vilji vera með þér að eilífu. vjC/íí/Xjl ■cÍXsjjca, BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ slmi 553 3366 - www.oo.is Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er ritstjóri heimasíðunnar pabbar.is. Hann vinnur að siðunni af hugsjón og hvetur foreldra, þá sérstaklega feður, til að njóta þess að ala upp börnin sín. Hann hvetur foreldra til að vera með börnum sínum, hlusta á það sem þau hafa að segja og hvað þau hafa gert yfir daginn í stað þess að henda sér fyrir framan sjónvarpið að vinnudegi loknum. Þetta snýst um að hora að vera faðir Þegar ég vissi að ég var að verða pabbi og fór ég að leita mér upplýs- inga um föðurhlutverkið. Fljótlega áttaði ég mig á því að það er til af- skaplega lítið efni sem snýr að feðr- um um þessi mál," segir Sveinn Hjörtur Guðfinnson ritstjóri og ábyrgðarmaður heimasíðunnar www.pabbar.is um leið og hann gefur litlu dóttur sinni að borða. Heimasíðan pabbar.is á ekki margar sér líkar. Hún er sérsniðin að upplýsingum um föðurhlutverkið, þar má finna mikið af fróðlegum og skemmtilegum greinum um upp- eldismál auk margs annars fróðleiks sem allir ættu að geta lesið sér til gamans og fróðleiks. Heimasíða fyrir feður „Stór þáttur í því að verða faðir er að undirbúa sig fyrir það og það ger- ir maður meðal annars með því að afla sér upplýsinga. Ég vildi fá að vita hvernig þetta allt saman gengi fyrir sig, hvort sem það sneri að með- göngunni, fæðingunni eða uppeld- ishliðinni en það var svo lítið sem sneri að þörfum feðra," segir Sveinn sem segir að það sé undarlegt að á nokkrum sekúndum geti fók keypt bfl á netinu, komist að því hver stað- an er í ensku deildinni eða hvað sem er, en ekki fundið upplýsingar um föðurhlutverkið. Á heimasíðu Sveins er reynt að samhæfa þessa þætti, það er vinsæl áhugamál meðal karla og svo þátt þeirra í uppeldinu. Hann talar um uppeldið á skemmtilegan hátt því eins og hann segir þá er gaman fýrir foreldra að vera með baminu sínu. „Þetta hefur verið þriggja ára dæmi hjá mér, þessu fylgir auðvitað lika kostnaður sem maður neyðist til að taka sjálfur af mjólkurpeningun- um, þannig þetta er allt gert af algerri hugsjón." Þarf að leyfa feðrum meira Sveinn Hjörtur segir að almennt séð séu feður mjög áhugasamir um allt það sem viðkemur börnum þeirra. Feður vilji vera ábygir, taka ákvarðanir og sýna fordæmi, það þurfi bara að leyfa þeim það. „Réttur mæðra er mjög mikill þegar kemur að forræðismálum en ég vil ekki sökkva mér í þau læti með síðunni minni heldur vil ég tfrekar benda þeim sem oft eru kallaðir helgar- pabbar, en ég kýs fremur að kalla þá feður sem eru með börnum sínum aðra hverja helgi, á það hvemig þeir geta gert helgina með börnum sín- um ógleymanlega," segir Sveinn og bendir á að það eigi vera tilhlökkun- arefni hjá bæði börnum og feðrum að vera saman um helgar. Þetta snýst um að þora „Við feður getum gert allt það sem tengist því að eignast barn fyrir utan að fæða það og gefa því brjóst. En við getum tekið virkan þátt í því. Ég hef til að mynda skrifað stutta grein um feður og brjóstagjöf, það er hvernig þeir geta verið til staðar á meðan á henni stendur," segir Sveinn. Þetta snýst í raun um að það að þora að vera faðir. í stað þess að foreldrar hendi börnunum í hátt- inn og fleygi sér svo fyrir framan sjónvarpið sé upplagt að gera kvöldstundina notalega til dæmis með því að fara saman með bæn- irnar eða lesa sögu. Það séu hlutir sem gefi báðum aðilum mikið og hægt sé að uppskera mikið af. „Foreldrar eiga að njóta hlut- verks síns, spyrja bömin hvernig dagurinn hafi verið, hvað þau hafi gert eða lært og þess háttar. Maður ræður í raun hvernig þetta er. Maður getur gert þetta leiðinlegt og maður getur gert þetta skemmtilegt og vit- anlega uppsker maður eins og maður sáir. Það er hægt að gera eina klukkustund ógleymanlega bara ef maður gefur sér tíma og leyfir sér að leika við barnið og hafa gaman," segir Sveinn og kveður glaðlega og hefst svo aftur handa við að sinna litlu dóttur sinni. karen@dv.is Geta pabbar gefið brjóst? Svarið við þessari spurningu er nei, en þeir geta hjálpað til við brjóstagjöfina. Hér eru nokkur ráð sem Sveinn Hjörtur Guðfinnsson ritstjóri pabbar.is mælir með fyrir feður. IVertu til staðar fyrir konuna, alltafí Vertu opinn fyrir því t.d. að færa konunni vatn að drekka, bæta stuðning við bakið efmóðir gefur barninu brjóst upp í rúmi. Efbarninu er gefið sitjandi þá skaltu passa að vel fari um móður og barn. Þegar barnið vaknar á nót- unni farðu þá fram úr og láttu barnið i fang móðurunnar. 4Þegar barnið er búið að drekka getur þú látið það ropa og látið það aftur í rúmið. Mundu svo að vera óspar á það að spyrja móðurina hvort hana vanhagi eitthvað. Mæðurgeta orðið ofboðs- lega þreyttar á nóttunni, ergilegar og mjög syfjaðar. Það geturþú líka svo vertu fullur skilnings á líðan móður. 7Þú gætir til dæmis tekið barnið fram um morguninn og leyft mömmunni að sofa að- eins lengur. ...ogeittaðlokum... morg- unverður tilbúinn fyrir mömmuna í rúmið eða annað er klassi og klikkar ALDREI. Það eru margar einstæðar mæður á íslandi. Sumum gæti fundist erfið- ara að ala upp strák enda er margt í fari karl- manna sem konur vita ekki eða skilja ekki. 1A ráðtilað IV sonurinn sakniekki pabba 1 • Sættu þig við aðhann llkist þér ekki varðandi allt. Æo Settu hann aidrei i hlutverk hús- bóndans á heimilinu. Barnið þitt er ekki trúnaðarmaður þinn eða bjargvættur. 3» Þegar þú sérð föður hans i honum er allt i lagi að verða tilfinningasöm. Eftir sem áður, efþinn fyrrverandi gafþér eitt- hvað mikilvægtþá ertu að horfa á það. Láttu son þinn vita hvað hann er þér mikil- vægur. 4. Bentu á jákvæða eiginleika manna sem þið hittið. Þó að það sé bara maðurinn í fatabúðinni sem er mjög hjálpsamur. Bentu syni þínum til dæmis á það með þvl að spyrja hann„hvort honum finnist þessi maður ekki kurteis?" 5* Vertu svoiitið skapandi Iþví að kenna honum hvað strákar gera. Margar einstæðar mæður hafa áhyggjur af þvl að synir þeirra stelist I málningardótið þeirra t pissi sitjandi. Samkyn- hneigð ermeðfædd en ekki eitthvað sem brýstútafþví að þú faldirekki málningardótið þitt. 6. Komdu honum í einhverjar iþrótt- ir eða félagsstarf. Það er mjög mikil- vægt fyrir sjálfsálit ungra drengja að þeir tilheyri hópi. eða i • Kenndu honum það sem þér finnst skipta máli en leyfðu honum að hafa skoð- un á þvl. Verandi karlkyns þá mun hann bregðast öðruvlsi við tilfinningalegum aðstæðum. 8* Ef strákurinn þinn er mjög kröft- ugur, fáðu þá lyfti- stöng til að festa I dyrakarminn hjá honum. Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir öll börn og strákar geta oft ekki ein- beitt sér á sama hátt og stelpur. Þá ergottað geta sagt honum að lyfta sér tlu sinn- um á stönginni. 9» Fyrirmynd- ir eru nauðsynlegar oghægt er að finna þær hvar sem er I lífi sonar þins. Strákar þarfnast karlmanna, en ekkert endilega föður. 1U. Njóttu timans með syni þínum og ekki hafa áhyggjur afþví að hann sé að fara á mis við eitthvað vegna þess að faðir hans er ekki á staðnum. Reyndu þó að hafa ekki neikvætt viðmót gagnvart karlmönn- um.jafnvel þó að þú hafir orðið einstæð vegna slæmra aðstæðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.