Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 25
DV Menning
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2005 25
Ný verðlaunaflokkur kemur til álita á afhendingu Menningarverðlauna DV á fimmtudaginn: fræði. Hér
að neðan eru birtar tilnefningar til verðlaunanna í þessum nýja flokki og elsta verðlaunaflokknum, bók-
menntum. Afhending Menningarverðlauna DV verður á fimmtudag í Iðnó kl. 17 og verður útvarpað frá
athöfninni á Talstöðinni.
Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson
Framsetning Ijóðanna i Andræðum er frumleg og
kunnugleg í senn. Þó svo að þarna sé stuðst við
forna skáldskaparhætti sem atómskáidin lýstu
dauð á sínum tíma og Ijóðin vísi á þekkt fyrirbæri
frá fornu fari likt og öfugmæli, spakmæli - Háva-
mál - þá er hér síður en svo um afturhvarf eða
fortíðardekur að ræða. Sigfús hefur einfaldlega
stillt taflmönnunum upp á byrjunarreiti sína og
leikur hvassan og skemmtilegan stíl. Þetta er
oddaflug og hin fleygmyndaða uppsetning Ijóð-
anna undirstrikar hina djörfu sókn. Skáldið hefur
sagt að þessi Ijóðmæli hafi orðið til nánast í fikti.
Sú staðreynd dregur sist úr gildi þessarar öflugu
bókar.
Fortíðardraumar og Snöggir
blettir eftir Sigurð Gylfa Magnús-
son
Bækur Sigurðar Gylfa eru tvær birtingarmyndir
starfs hans undanfarinn áratug við að ryðja nýj-
um straumum braut í islenskum sagnfræðirann-
sóknum. Fortíðardraumar veita itarlegt yfirlit yfir
margvislegar tegundir texta um sjálfið og gildi
þeirra sem sögulegar heimildir i Ijósi nýrra
strauma i hugvisindum. Snöggir blettir eru per-
sónuleg „játningabók" um gildi persónulegra
heimilda og skemmtileg tilraun til sjálfsævisögu.
Lömuðu kennslukonurnar eftir
Guðberg Bergsson
Lömuðu kennslukohurnar er hæðin, sorgleg
sjokkerandi og drepfyndin að hætti höfundar sem
vílar ekki fyrir sér að hirta um leið oghann upp-
fræðir. Hér erm.a. sögð saga afþjóð sem lætur
fremur heillast af eftirspurn en gæðum ogþarfað
gæta sín svo hún endi ekki við rúmstokk lamaðra
og klúrra kennslukvenna sem á endanum draga
úr henni mátt, vilja og sjálfstæða hugsun. ILöm-
uðu kennslukonunum snýr Guðbergur Bergsson
aftur með hvelli og bravúr, sá eilifðartáningur
sem hann er; róttækur með svipu á lofti.
Rigning i nóvember eftirAuði
Óíafsdóttur
I Rigningu i nóvember býr sjarmerandi æðruleysi
sem kristallast i sterkri og lífsglaðri konu sem í
framgangi sögunnar skynjar að lykill aðvel-
gengni og hamingju felst i jákvæðni, bjartsýni og
léttri lund. Rigning í nóvember er ekki aðeins
bráðskemmtileg frásögn heldur sýnir höfundur
fágætt vald á tungumálinu sem til skiptis birtist i
kaldhæðni, glettni, íhygli og einlægni. Ekki spillir
fyrir að höfundur kann þá kúnst að viðhalda
óvissu sem lesandinn þarfsjálfur að glima við.
Samkvæmisleikir eftir Braga
Ólafsson
Sagan hefst reyndar á sakleysislegan hátt, með
afmælisveislu sem aðalpersónan, Frlðbert, blæs til
á þrítugsafmæli sinu. Daginn eftir afmælið dregur
hins vegar til skelfilegra tiðinda i lifi persónunnar
og inn í þau átök dragast margar persónur sem
mikið eða litið þekkja til Friðberts. Smátt og smátt
tekur sagan á sig hrollvekjukennda mynd sem af-
hjúpar siðleysi, siðblindu og ofbeldi. Stigandin i
sögunni er hæg en þeim mun áhrifameiri og enda-
lok sögunnar eru vægast sagt taugatrekkjandi. I
magnaðri sögu sýnir Bragi Ólafsson að hann er án
efa i hópi okkar bestu og færustu rithöfunda.
Sólskinsfólkið eftir Steinar Braga
íSólskinsfólkinu tekur Steinar Bragi viðkvæmt
málefni fyrir á ögrandi hátt. Hér ríkir martraðar-
kennt ástand sem á óskilgreindan hátt er bæði
fagurt og Ijótt, aðlaðandi og fráhrindandi, ógn-
vænlegt og heillandi. Bókin er skemmtileg og sér-
kennileg blanda afraunsæi og hrollvekju og höf-
undur teflir saman heimi lifenda og dauöra af
kunnáttu og fagmennsku. I textanum býr óvenju-
leg mystik, ný og grípandi og spennandi til þess
að hugsa upp á hverju þessi frumlegi höfundur
tekurnæst.
Valnefnd í bókmenntum skipuðu þau Sigríður Albertsdóttir bókmenntafræð-
ingur og gagnrýnandi DV sem var formaður nefndarinnar, Jakob Bjarnar Gréta-
rsson blaðamaður og bókmenntafræðingur og lllugi Jökulsson útvarpsstjóri.
Islenski hesturinn eftir Gísla B.
Björnsson og Hjalta Jón Sveinsson
I oókinni er fjallað um nær allt sem viðkemur
hestinum; uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika,
liti, llfnaðarhætti og hæfileika en einnig hlutverk
hans i daglegu lífi, á ferðalögum, í skáldskap auk
landnáms hans erlendis. Yfir 700 Ijósmyndir eru i
bókinni og til ráðgjafar við hana var miklll fjöldi
sérfræðinga og fagmanna. Hjalti Jón er megin-
höfundur bókarinnar en kafla um sérstök efni rita
Kári Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir og Þorgeir
Guðlaugsson.
Skipulag byggðar á íslandi eftir
Trausta Valsson
Yfirlitsrit í fimm hlutum um megineinkenni hins
manngerða umhverfis á tslandi. Leitað er til upp-
hafsins til að ná fram skilningi á þvl hvaða lögmál
voru að verki við mótun byggðamynstursins. Irit-
inu eru 1250 kort og myndir og þar er einnig
Skipulagsmannatal.
Hinn sanni íslendingur; kyngervi
og vald á íslandi 1900-1930 eftir
Sigríði Matthíasdóttur
Doktorsritgerð Sigriðar Matthíasdóttur er mikils-
vert framlag tll þeirrar greinlngar á Islenskri þjóð-
ernisstefnu sem fram hefur farið undanfarin ár.
Hún sýnir með itarlegum og traustum rannsókn-
um hvernlg hugmyndir manna um réttindi og
samfélagslegt hlutverk kvenna snerust frá frjáls-
lyndi til ihaldssemi i beinu samhengi viö þjóðern-
isstefnuna. Ræða Rauðsmýrarmaddömunnar er
komin i fræðilegt samhengi.
Tjörnesbrotabeltið. Könnun
brotabelta og jarðhitasvæða á
hafsbotni fyrir norðan larid. Verk-
efnisstjóri: Bryndis Brandsdóttir
Mikill alþjóðlegur áhugi er á grunnrannsóknum á
jarðfræði og lifriki úthafshryggja og hefur flókin
uppbygging islenska landgrunnsins, einkanlega
þarsem gosbeltin tengjast úthafshryggnum, verið
jarðfræöingum hugleikin. Rannsóknin á Tjörnes-
brotabeltinu hófst 2001 og enn er verið að vinna
úr henni.
Valnefnd í flokki fræða var skipuð þeim Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur dagskrár-
gerðarmanni sem varformaður nefndarinnar, Viðari Hreinssyni rithöfundi og
Hafliða Pétri Gíslasyni eðlisfræðingi.