Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 11 Líkamsárás á þorrablóti Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar á ísafirði um helgina. Um er að ræða árás á dyravörð sem var við störf á þorrablóti á Suður- eyri aðfaranótt sunnudags- ins. Sá sem réðst á dyra- vörðinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis. Áverkar dyravarðarins munu þó ekki hafa verið mjög miklir. Málið er tii rannsóknar. Að öðru leyti var helgin róleg fyrir vestan. Skip brann í Sandgerði í fyrrakvöld kviknaði í skipi við Sandgerðishöfn. Er slökkvilið og lögregla komu á staðinn lagði mikinn reyk ff á Val GK-6 sem lá yst við Norður- garð. Einnig var talsverð- ur eldur stjómborðsmeg- in á millidekki. Slökkvi- starf gekk hægt þar sem mjög erfitt var að komast að eldinum. Slökkvistarfi lauk kl. 02.30 en slökkvi- liðsmenn vom á staðn- um fr am undir morgun. Valur GK-6 er tog- og netabátur 169 rúmlest- irog er hann mikið bmnninn. Ókunnugt er um eldsupptök. Innbrotaalda í Hafnarfirði Þessi nýliðna helgi var ansi erilsöm í umdæmi lög- reglunnar á u, .7«.-.*---: »^«?' Álftanesi, í Garöaha-og L-yt L-'aÍ' ■■ Hafnarfiröi. TLÍkvTint var um innhrol f þrjú íbúð- HBESaBHEaBI arhús, tvö í Haftiarfirði, en í öðm þeirra var stolið far- símum og myndavélum, og eitt í Garðabæ. Þá var einnig brotist inn í leikskóla í Hafnarfirði og stolið tölvu- búnaði. Þá var tilkynnt um að farið hefði verið inn í þrjár bifreiðar í Hafnarfirði og úr tveimur þeirra var stolið hljómflutningstækj- um. Þessi mál em öll í rannsókn. Þá komu fjögur minniháttar fíkniefnamál til kasta lögreglunnar þessa helgi. f þeim vom haldlögð meint fíkniefni, hass, am- fetamín og kókaín. Treystu sér ekki í könnun Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur ekki treyst sér til að gera könnun fyrir Fjármálaráðu- neytið um úttekt á áhrifum launa- kerfis á launamun karla og kvenna. Geir H. Haarde fjármálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um þessi mál sem áttu að vera til að minnka launamun kynjanna. Geir segir að undirbúningur og innleið- ing nýrra kerfa hafi dregist og ekki tekist að halda tímaáætlun. Ný áætlun gerir ráð fyrir að nýja launa- og starfsmannakerf- ið komist í gagnið í ár. Baldur Freyr Telur myndbandiö sýna aðhann hafidtt skilið vægari dóm. Myndband sem sýnir árás sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar i Hafnarstræti vorið 2002 gengur á netinu. Baldur Freyr Einarsson segir mynd- bandið sýna að hann hafi ekki átt að fá svo þungan dóm. Móðir fórnarlambsins segir að báðir gerendur hafi átt að fá miklu þyngri dóma. Grát yfir myndunum af dauða sonar míns gara, fæddist sú hugmynd að ég þyrfti að hrinda af stað auglýsinga- herferð. Auglýsingaherferðin á að hamra á mikilvægi þess að anda. Slagorðið á að vera svona: „Drög- um andann -Það er góður kostur." Baldur Freyr Einarsson sem situr af sér sex ára fangelsisdóm fýrir líkamsárás sem leiddi til dauða imgs manns í Hafnarstræti vorið 2002 segir myndband sem er í umferð sýna að hann hafi fengið of þungan dóm miðað við þann sem veitti lokahöggið. Þorbjörg Finnbogadóttir móðir fórnarlambsins hefði viljað að bæði Baldur og Gunnar Friðrik Friðriks- son sætu í fangelsi í tólf ár. „Mér finnst náttúrlega leiðinlegt að þetta myndband sé komið í umferð og að fólk sé mikið að kíkja á það. Það er vont fyrir ættingja hans,“ segir Baldur Freyr Einarsson sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að verða Magnúsi Frey Sveinbjöms- syni að bana í Hafiiarstræti aðfara- nótt sunnudagsins 7. apríl 2002. Myndband af þessum atburði hef- ur nú gengið á milli manna á net- inu. Baldur segir hins vegar að það sé ekki alslæmt fýrir sína aðstand- endur að sjá þetta myndband sem sýnir það sem náðist á öryggis- myndavélar í Hafnarstrætinu um- rædda nótt. „Aðstandendur mínir hafa verið að hringja í mig, en þeir hafa nú séð hvemig þetta var og að ég átti alls ekki skilið að fá sex ára dóm á meðan sá sem var dæmdur með mér fékk þriggja ára dóm,“ segir Baldur. Gunnar Friðrik Frið- riksson sem veitti hinum láma lokahöggið fékk helmingi skemmri dóm en Baldur og er nú laus úr fangelsi. Baldur situr enn á Litla- Hrauni. Magnús Freyr var 22 ára þegar hann lést, nokkmm dögum eftir árásina. Áttu að vera inni í tólf ár Þorbjörg Finnbogadóttir móðir Magnúsar Freys skilur ekkert í því að þetta myndband hafi komist í umferð. „Þegar ég vissi að þetta myndband væri komið í umferð fór ég út í kirkjugarð og ég grét á bakaleiðinni," segir hún. „Hann Baldur er klikkaður," segir hún og gefúr lítið fyrir sjónarmið Baldurs um að myndbandið sýni að hann hefði ekki átt að fá þyngri dóm en Gunnar. „Ég hefði viljað að þeir fengju báðir fullan, tólf ár.“ Henni finnst ekkert réttlæti í því að Gunn- ar Friðrik gangi laus og að Baldur „Ég heföi víljaö aÖ þeir fengju báðir fullan dóm, tólfáf." muni losna bráðum. Þorbjörg segir mikilvægast að fá dómsvaldið til að hugsa sinn gang og finnst mjög slæmt að mynd- band þetta sé í umferð. Hún sá myndbandið í héraðsdómi. „Ég sat beint fyrir aftan vitleysinginn hann Baldur. Það var ekíd auðvelt að horfa á þetta," segir hún. „Það sem ég sá var hópárás þannig að ein- hveijir hafa sloppið betur en þeir áttu að gera.“ Brá að sjá myndbandið í sjónvarpinu „Það sést að ég gef honum spörk en það var lokahöggið sem gerði út af við hann. Ég fékk líka þyngri dóm af því saksóknari sagði að ég hefði skipað Gunnari að drepa hann, en hann sagði ekkert um það fyrir dómi. Þetta var spúkí mál," segir Baldur sem fékk að eigin mati of þungan dóm. „Mér brá að sjá þetta myndband í sjónvarpinu en maður er líka hálffeginn að fólk fái að sjá hvemig þetta var og fyrir hvað maður var dæmdur. Það var allt fellt út sem var mér í hag og vitnin voru ruglingsleg." Hann seg- ir líka að dómarar í Hæstarétti hafi ekki tekið mark á Gunnlaugi Geirs- syni réttarlækni. Ætlar í lögfræði „Sex ár eru svo harkalegur dóm- ur, þó að ég hafi alveg átt skilið að fá dóm fyrir líkamsárás og ég hefði náttúrlega aldrei átt að gera þetta. Það sér maður og er að reyna að vinna á því. Maður ólst upp við að þurfa að berjast fyrir sínu en það átti ekki að fara svona." „Maður verður að gera eins gott úr þessari aðstöðu og maður get- ur,“ segir Baldur. „Ég er að klára stúdentinn núna og ætla í háskól- a.“ Þegar Baldur er spurður hvað hann ætli að læra, segir hann: „Ég ætlaílögfræði." Mynd- bandið var sýnt fyrir Flæstarétti og því eru þetta ekki nýjar upp- lýsingarímál- inu. Þar voru dómar yfir bæði Gunnari Friðriki og Baldri þyngdir verulega frá því í héraðsdómi. í héraði fékk Baldur þriggja ára dóm og Gunnar tvö ár1 en í Hæstarétti fékk Gunnar þrjú en Baldur sex og var vís- að til alvar- leika málsins. Inni í dómi hans voru einnig tvær aðrar líkamsárásir. Mikil' reiði braust út í samfélag- inu eftir dóm héraðsdóms sem þótti mjög vægur miðað við tjónið sem mennirnir ollu. Fjölskyldan sem syrgir Þorbjörg Finnbogadóttir, móðir Magn- úsar Freys, telur að Batdur og Gunnar hafí báöir átt aö fá tólfár. Árásin í Hafnarstræti Á myndbandinu sést atlaga Baldurs Freys og Gunnars Frið- riks að Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni, ung- kgb@dv.is um ísfírðingi sem lést slðar á sjúkrahúsi. Allir eru á móti nauðgunum Sumir telja að klámvæðing samfélagsins sé viðbragð við auknum kvenréttindum. Þetta finnst mér gáfuleg kenning. Kannski er klámið bara eitt merki þess að þróunin sé að fara í rétta átt. Ekki ósvipað því þegar herir á undanhaldi skilja eftir sig sviðna jörð á flóttanum. Við erum í dag mitt í þessu Teitur Atlason mælir með auglýsingaherferð með öndum. undarlega landslagi þar sem mæt- ast niðurbrot og uppbygging á sama tíma. I þessar óreiðu gild- anna (klám/kvenréttindi/ofbeldi) verður veruleikinn stundum nokk- uð skrýtinn. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að ég rak augun í veggspjald frá karlahópi Femini- stafélags íslands. Ákaflega flott veggspjald. Það var ekki fagman- leg hönnum veggspjaldsins sem sló mig, heldur það sem stóð á því. Þar var því nefnilega haldið fram að karlmenn væru á móti nauðg- unum (Karlmenn segja NEI við nauðgunum). Ég varð pínulítið móðgaður vegna þessarar stað- hæfingar. Mér leið eins og nauð- gara. Þetta er eig- inlega oft sjálfsagt til að það þurfi að auglýsa það sér- staklega. Þarna sýnist mér góður ásetningur vera kominn út í mýri. Auðvitað eru allir karlmenn á móti því að nauðga ein- hverjum. Líka konur ef út í það er farið. Einnig KR-ingar, opinberir starfsmenn og félagar í svifflugfélagi Akureyrar. Allir eru á móti nauðgunum. Þar sem ég stóð þarna fyrir framan veggspjaldið og leið eins og nauð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.