Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 Fjölskyldan DV í D V á þriðjudögum • í tilefni AEG • ídag þvottadaga bjóða er Bræðumir Orms- % stórtil- son upp á þvotta- boð á vélar og þurrkara 1 rauð- ,\5j- Jfé á tilboðsverði. maga í Nýja íslenska J Fiskbúð- þvottavélin og M inniVör barkalausi þurrk- Höfðabakka arinn frá AEG eru boðin á 159.000 krónur, parinu fylgir ítarleg not- endahandbók á íslensku. Þetta er því tilvalið íyrir þá sem vilja nota þvottavélina sína á sem bestan hátt. len stykkið af fiskinum kostar aðeins 50 krónur. Það er því tilvalið fyrir fólk með áhuga á matargerð að prófa rétti úr þessum indæla fiski. • í fiskbúðinni Arbjörgu Hring- braut 119 er nú tilboð á roðlausum og beinlausum ýsuflökum en kílóið kostar aðeins 590 krónur í dag. Til- búnir fisk- réttir eru einnig á mjög góðu verði og er kílóið af þeim á sama verði eða á 590 krónur. únsdóttir.fliaui/ 1: Prinsessan og ju.Afþvíað þaðer Júkkum í henni. Börnin spurð Nnfn- viðar Jóhannsson. Aldur: 7 dra_ Uppdhaldsmynd.Aliar fyndnarmyndir Af hveriu: Af þvíað það erfynd.ð._ Nafn: Halldór Stefán Jónsson. Aldur: 7 ára Uppáhaldsmynd: The Incredibles Af hverju: Afþvi bara. Sr-sssssssss Út af itlavélaba kettinum._ Nafn: Bryndis Inga Draupnisdóttir. Ald- ur: 7 ára. Uppáhaldsmynd: The Incredib- les. Afhverju: Afþvi hún ersvo skemmtileg. -------- __ «i_i. ... T Ingilaug Erlingsdóttir og Jóhann Kjartansson eiga fimm dætur á aldrinum tveggja til tæplega tvítugs. Þær elstu vinna ekki meö skóla en Ingileif telur það ekki gott fyrir ung- linga. Dæturnar sætta sig við það sem þær fá og á móti hafa þær meiri tíma með fjöl- skyldunni. Þannig má koma í veg fyrir að þær lendi í ógöngum á unglingsárunum. Mikilvægt að gefa sér tíma til að borða saman Fjölskyldan borðar saman á hverju kvöldi og sameinast þá við matarborðið. Ingilaug segir að þá sé ýmislegt rætt og þær elstu hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum og hafi myndað sér sínar skoðanir á þjóðmálunum. Því sé oft fjörugt við matarborðið. „Þessar stundir okkar eru mjög mikilvægar og það ber margt á góma sem oft krefst þess að rætt sé betur. Til að mynda hefur komið upp í samræðum við dæturnar óánægja með það sem þær eru að fást við eins og tónlistarnám einnar þeirra. „Hún vildi þá hætta og taldi sig ekki hafa tíma. En eftir að hafa rætt við hana komumst við að því að henni leið ekki vel í tímum og við gátum gert ráðstafanir til laga það. Hún er enn í sínu tónlistarnámi en ég geri mér ljóst að ef maður gefur sér ekki tíma til að ræða við börnin sín kemst maður ekki að því hvað er að angra þau," segir hún. Dæturnar vinna ekki með skóla Ingileif bendir á að stelpurnar séu sam- rýmdar og styðji við bakið á hverri annarri. Þær eldri aðstoði líka við uppeldið á þeim yngri auk þess sem ailar hafi þær sínu hlut- verki að gegna á heimilinu. „Þær hafa ekki unnið með skólanum enda finnst okkur þær hafa nóg að gera í íþróttunum, tónlistinni og náminu. Við höfum því verið mótfallnar því að þær vinni og teljum það ekki gott fyrir ung- linga að bæta vinnu á sig. Það hefði aðeins orðið til þess að eitthvað annað mikilvægara hefði setið á hakanum en auðvitað vinna þær á sumrin," segir hún og bætir við að vissulega hafi þær ekki eins mikil fjárráð og margir aðrir skólafélagar þeirra. „Þær fá það sem þær þurfa en það er ekkert bruðlað og þær hafa fyllst skilningi á því að það er ekki hægt að fá allt. Þær eru líka mjög aðhaldsamar og passa það sem þær eiga. Mín skoðun er að það sé mun betra að börn og unglingar haldi sig við námið og læri að ekki er hægt að fá allt sem hugurinn girnist. Það kemur þeim til góða síðar á æv- inni." Gerum laugardagskvöldin skemmtileg Á heimilinu sameinast fjölskyldan yfir Idol- inu á föstudagskvöldum en aÚa jafna segist Ingilaug reyna að gera laugardagskvöldin skemmtileg. Þá eldi þau góðan mat og njóti þess að borða saman og oft taki þau saman mynd og spjalli. „Þær elstu fara síðan stundum út þegar líða tekur á kvöld og hitta vini sína en ég er sannfærð um að gott sambandi við dæt- urnar og sameiginleg áhugamál okkar eru besta forvörnin sem hægt er að hugsa sér. Þannig er hægt að taka á vandamálum um leið og þau koma upp og leysa þau. Traust og trún- aður ríkir á milli okkar en við náum bæði hjón- in prýðilega til þeirra, ekki síður faðir þeirra en ég,“ segir Ingileif. „Við reynum eftir bestu getu að vera með stelpunum og sýna því áhuga sem þær eru að gera en við erum svo lánsöm að þær hafa verið bæði í íþróttum og tónlistarnámi," segir Ingilaug Erlingsdóttir kennari, en hún og mað- ur hennar Jóhann Kjartansson badminton- kennari eiga fimm stelpur. Ingilaug segir að hún komist ekki alltaf til að horfa á þær í leik og keppni en faðir þeirra hafi betri aðstöðu til þess þar sem hann vinnur hjá TBR en þær stunda meðal annars badminton af miklum krafti. „Ég reyni samt að fara þegar- mikið liggur við en eðlilega er mildð að gera á stóru heimili," segir Ingileif og bætir við að mjög mikilvæt sé að vera alltaf til staðar fyrir börnin sín og gefa sér tíma til að spjalla við þau. Ingilaug með dæturnar Halldóra Elín, Snjó- laug, Jóhanna, Margrét og JúH- anna Karitas. Menn eru mýslur Konur kvarta oft undan því að mennirnir þeirra segi þeim ekki hvað þeir eru að hugsa né hvern- ig þeim líður. Það er þó ekki af því að þeir vilji ekki tala, því þeir vilja það. Við réttar aðstæður gætu þeir talað alla nóttina og þá langar flesta til að létta á sér. Mál- ið er að flestir menn óttast höfn- un og finnst konur vera dóm- harðar. Þeir óttast að ef þeir opni sig eigi einhver eftir að hlæja að þeim og þeir verði niðurlægðir. Konur verða að átta sig á því að sjálfsálit manna er oftast mun brothættara en þeirra. Málið er að vera ekki dómhörð, hlusta án þess að skjóta viðbrögðum strax inn í og læra að meta manninn eins og hann er, ekki eins og þú vilt að hann sé. Aldurinner enginógn Sumir vilja meina að verði kon- ur óléttar eftir 35 ára aldurinn sé meiri hætta á vandamál- um á meðgöngu. í dag eru sífellt fleiri konur að eignast börnin seint á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að eftir 42 ára aldurinn endar helmingur allra meðgangna í fóstureyðingum, utanlegsfóstrum eða andvana fæðingum. Engu að síður sýna rannsóknir líka að því eldri sem foreldrarnir eru, þvf meiri tíma hafa þeir fyrir börnin og eru tilbúnari andlega til að eignast þau. Eldri foreldrar eignast hka oftast færri böm, sem skilar sér í enn betri aðhaldi fyrir þau sem þau eignast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.