Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005
Sport DV
Man. Utd
fékk góðan
drátt
Bikarmeistarar Man. Utd duttu
í lukkupottinn þegar dregið var í
átta liða úrslit bikar-
■ z keppninnar. Þeir
.ú' ■ ’ K’ mætaannað-
' X hvort Brentford
■ eða Southampton
á útivelli. New-
castle, sem sló
Chelsea út úr kepp-
ninni, fékk aftur
heimaleik og að þessu
sinni gegn annaðhvort
Tottenham eða Nott.
Forest. Bolton fékk líka
heimaleik gegn annað
hvort Arsenal eða Sheff.
Utd. Að lokum tekur annað
hvort Burnley eða Black-
burn á móti Jóhannesi Karli
Guðjónssyni og félögum
í Leicester.
Atli Rúnar úr
leik
Línumaðurinn Atli Rúnar
Steinþórsson leikur ekki meir
með Valsmönnum á þessari leik-
tíð. Hann skaddaði taug í kálfa og
getur ekki byrjað að æfa á ný fyrr
en seínt næsta sumar. Þetta er
ekki fyrsta áfallið sem Valsmenn
verða fyrir í vetur en fyrir á
sjúkralistanum voru þrír leik-
menn sem einnig er frá fram á
næsta sumar.
Stórliðin
/ r* /•
áfryja
Arsenal og Chelsea hafa bæði
áffýjað rauðum spjöldum sem
leikmenn félaganna fengu um
helgina. Arsenai stendur í þeirri
meiningu að rauða spjaldið sem
Dennis Bergkamp fékk gegn
Sheff. Utd hafi verið ósanngjamt.
Meiri furðu vekur þó áfrýjun
Chelsea enda var lítið hægt að
setja út á rauða spjaldið sem
Carlo Cudicini fékk í leiknum.
Þið rnegið
eiga Ronna
Jose Mourinho, stjóri Chelsea,
hefur lofað Barcelona þvf að hann
muni ekki bjóða aftur í Brasilíu-
manninn Ronaldinho sem
Chelsea hafði mikinn áhuga á að
kaupa fyrir ekki
margt löngu. „Barca í
þarf ekkert að óttast
því ég mim ekki
bjóðaíhann - •Vfg
aftur," sagði
Mourinho. ^
„Vissulega
er strákurinn V-
stórkostíegur ’
knattspymu-
rnaður. Við emm
að byggja upp lið
ogég þarfaðkaupa
menn sem henta
mínu leikskipulagi."
#1
Það var nóg um troðslur og ævintýramennsku í hinum árlega Stjörnuleik NBA-
körfuboltans sem fram fór í Denver í Colorado-fylki í fyrrinótt. Þar mættust
úrvalslið Austur- og Vesturdeildarinnar í tilþrifamiklum leik.
Hinn árlegi Stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfuknattleik fór
fram í Denver í Colorado í fyrrinótt þar sem úrvalslið Vestur-
deildarinnar mætti Austurdeildarúrvalinu þar sem hið síðar-
nefnda hafði betur, 125-115. Baulað var á Kobe Bryant.
Shaquille O’Neal lék í liði Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í 9 ár
og augu margra beindust að hinum tvítuga LeBron James,
leikmanni Cleveland Cavaliers, sem steig sín fyrstu skref sem
leikmaður Stjörnuleiks að þessu sinni.
Eins og ávaJlt var umgjörðin með
glæsilegra móti og öll sæti fullskipuð.
Áhorfendur í Denver bauluðu dug-
lega þegar Kobe Bryant var kynntur
fyrir leikinn en það kom svo sem ekki
á óvart eftir allt sem á undan hefur
gengið í Eagle County í Colorado þar
sém réttarhöld yfir honum vegna
nauðgunarmáls fóru ffarn á síðasta
ári. Þá sáu Bryant og fyrrverandi sam-
herji hans, Shaquille O’Neal, ekki
ástæðu til að heilsast fyrir leikinn,
ólíkt öðrum leikmönnum Stjömulið-
Snerist ekki um mig og Shaq
„Ég ætíaði ekki að láta þessa helgi
snúast um mig og Shaquille," sagði
Bryant sem skoraði 16 stig og gaf 7
stoðsend-
Stig leikmanna í
Stjörnuleiknum
U8 austurslns:
Allen Iverson
Jermalne O'Neal
DwyaneWade
LeBron James
Shaqullle O'Neal
Zydraunas llgauskas
VtnceCarter
Paul Plerce
Gllbert Arenas
Ben Wallace
Grant Hlll
Antawn Jamlson
Llð vestuslns:
Ray Allen
Kobe Bryant
Tlm Duncan
Yao Mlng
Dlrk Nowltzkl
Kevin Gamett
Shawn Marlon
Manu Ginoblll
Tracy McGrady
Amere Stoudemire
Rashard Lewis
Steve Nash
ingar í leiknum. „Það væri ekki sann-
gjamt. Ég ber mikla virðingu fyrir því
sem Shaq getur gert á körfuboltavell-
inum og öfúgt. Þegar við spiluðum
saman vorum við ekki miklir vinir en
náðum í þrjá meistaratitía. Ég held að
fólk verði bara að sldlja þetta eftir í
fortíðinni og halda áfram með lífið."
Það var nóg í boði fyrir augað,
ævintýralegar sendingar og troðslur,
og stutt í grínið hjá leikmönnum lið-
anna. Vestrið byrjaði leikinn betur og
leiddi eftir fyrsta fjórðung, 33-27. I
öðrum fjórðungi tók Allen Iverson til
sinna ráða, lék vöm andstæðinganna
oft á tíðum grátt og átti stóran þátt í
að koma sínu liði yfir en liðið í austri
skoraði 17 stig í röð í fjórðungnum.
Fékk að leika lausum hala
„Þetta var auðveldur leikur, ég var
með fjóra leikmenn með sér og
fékk aldrei á mig tvídekkun,"
sagði Iverson. „Ég fékk ekki þá
athygli, vamarlega séð, sem ég
er vanur og það gerði það að
verkum að ég gat leikið
lausum hala." Staðan í
hálfleik var 61-59, Austur-
deildinni í vil sem hélt
uppteknum hætti í seinni
hálfleik. Kobe Bryant gerði
harða atíögu að Austrinu
þegar hann skoraði tvær
þriggja stiga körfur í röð
og átti svo „alley-oop-
sendingu" á Amare Stou-
damire sem tróð með til-
þrifum. Vesturdeildin
minnkaði þar með muninn
í 112-107 þ.egar rúmar fimm
mínútur vom til leiksloka en
Austurdeildarúrvalið
hleypti því ekki nær og bar
sigur úr býtum, 125-115.
Iverson frábær
Iverson var valinn besti leik-
maður leiksins. Hann skoraði
15 stig, gaf 9 stoðsendingar og
stal 5 boltum en hann var
einnig valirrn bestur í Stjömuleiknum
2001. „Mér fannst hann frábær, hann
knúði sína menn áfram bæði í orði og
með krafti sínum," sagði Stan Van
Gundy, þjálfari Austurdeildarinnar.
Ray Allen var stiga-
hæstur í liði Vest-
ursins með 17
stig en þetta
var í fyrsta
sinn í 24 ár
sem að eng-
inn leikmað-
ur Stjömu-
leiks komst
yfir 20 stig.
„Þetta var auðveldur
leikur, ég varmeð með
fjóra leikmenn með mér
og fékk aldrei á mig
tvídekkun," sagði
Iverson. „Ég fékk
ekkiþá athygli,
varnarlega séð,
semégervanur
ogþaðgerði
það að verkum
aðéggat
leikið
lausum
hala.
Allen
Iver-
son
Þessi snjalli
bakvörður
Philadelphia
76ers, stjórnaði leik
Austursins eins og
herforingi og uppskar
laun erfiðsins I leikslok
þegar hann var valinn besti
maður leiksins. Þetta er i
annað sinn sem iverson er
valinn bestimaður
Stjörnuleiksins en hann var
einnig vatinn árið 2001 þegar
Austrið fór með einnig með
sigur af hólmi. Reuters
Troðslu- og þriggja stiga keppni Stjörnuhelgarinnar
Ævintýraleg vindmyllutroosla
Troðslukeppni Stjörnuhelgar-
innar í NBA-körfuboltanum fór fr am
í Pepsi Center í Denver á laugar-
dagskvöldið. Þar mættust Josh
Smith frá Atlanta Hawks og Amare
Stoudemire, leikmaður Phoenix
Suns, í úrslitum.
Steve Nash, leikstjórnandi Suns,
lagði félaga sínum lið þegar Stou-
demire tók svokallaða „360-troðslu"
þar sem hann stökk í heilan hring í
loftinu og tróð. „Að mínu mati
brydduðum við upp á nýjungum í
troðslukeppninni að þessu sinni,"
sagði Stoudemire.
Hinn 19 ára gamli Josh Smith
fékk Kenyon Martin, leikmann Den-
ver Nuggets, sér til aðstoðar og lét
hann setjast á stól með boltann dág-
óðan spöl frá körfunni. Smith tók
síðan tilhlaup, fékk sendingu ffá
Martin, gerði sér lítið fyrir, stökk yfir
hann og tróð vindmyllutroðslu.
Smith fékk alls 195 stig af 200 mögu-
legum og varð Stoudemire að játa
sig sigraðan.
Þriggja stiga keppnin fór einnig
fram á laugardagskvöldið þar sem
Quentin Richardson, leikmaður
Phoenix Suns, Kyle Korver frá Phila-
delphia 76ers og heimamaðurinn
Voshon Lenard mættust í úrslitum.
Þrátt fyrir lélega byrjun hitti Rich-
ardson úr síðustu 9 skotum sínum,
hlaut 19 stig alls, og lagði þar með
andstæðinga sína tvo.