Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 23
DV Lífið ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005 23 Hvað ertu að hlusta á? „íg hefveriö aö hlusta dálítiö á Hjálma og fór m.a.s. á tónleika með þeim í Stúd■ entakjallar- anum á taugardag- inn. Geö- veikt tón- leikaband." DJSóley. Tónleikar • Rannveig Fríða Bragadóttir syngur Pólsku lögin eftir Atla Heimi Sveins- son og Ágúst Ólafsson syngur Dover Beach eftir Samuel Barber á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju kluldcan 20.00. Fundir og fyrirlestrar • Á hádegis- fundi Sagn- fræðingafé- lagsinsíNor- ræna húsinu klukkan 12.05 fiytur Benedikt Hjart- arson bókmennta- fræðingur erindi sem hann nefnir Fagurfræði og tortíming. • Elísabet Siemsen, þýsku- kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í stofu 101 ÍLögb- ergi klukkan 12.15. Hún Qallar um málí fram- halds- skóla: Hvers vegna velja nemend- ur þýsku? • Þorsteinn Gylfason ræðir um hugmyndir Johns Rawl um grundvöll þjóðaréttar á Lög- fræðitorgi Háskólans á Akur- eyri, sem haldið verður í stofu L101 í Sólborg við Norðurslóð klukkan 16.30. • Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir flytur er- indi um erfðaráðgjöf vegna krabbameins á opnu húsi Sam- hjálpar kvenna í húsi Krabba- meinsfélags fslands, Skógarhlíð 8, klukkan 20.00. Berglind lcey ein sú kynþokkafyllsta js J Islenska fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir birtist á síðum bandaríska karlatímaritsins FHM núi febrúar. Berglind er ein fjölmargra kvenna sem myndir eru birt af á opnu sem tileinkuð er kosningu blaðsins á kynþokkafyllstu konu heims. Viðtal birtist við hana i tímaritinu á síðasta ári og siðan þá virðast yfirmenn blaðsins hafa fengið nokkurn áhuga á Berglindi. Toppurinn Eins og DV hefur áður greint frá hefur Berglind lcey, eins og hún kallar sig í Bandaríkjunum, öðlast nokkurn frama þar í landi. Allt sið- an hún tók þátt í Ford-keppninni hérá landi og siðar Hawaiian Tropic-keppninni i Bandarikjunum hefur hún starfað sem fyrirsæta og leikkona; hefur leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum i Bandarikjunum og unnið viö afhendingu Emmy- verðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Hún er gift bandariskum auðkýfingi og hefur komið sér vel fyrir i Los Angeles. París lekur símanúmerum stjarnanna Paris Hilton er ekki súvin- sælasta i heimi rika og fræga fólksins um þess- ar mundir, eftir að ein- hver komst yfir síma- númeraskrána úr farsimanum hennar ogbirtihanaá netinu. Samkvæmt vefsiðunnl Drudge Reportkomust einkasímanúmer og netföng stjarna á borð við Eminem, Lindsay Lohan og Christina Aguilera á netið. Auk þessu láku út símanúmer Önnu Kournikovu, Vin Diesel og Ashlee Simpson. Bandaríska alríkislögregl- an mun vera að rann- saka málið. Lífið eftir vinnu Það er komið rúm- lega ár síðan Djúpa laugin var tekin af dagskrá Skjás eins. Stjórnendur þar á bæ telja að áhorfendur hafi fengið næga hvíld frá stefnumóta- þættinum vinsæla og hann fer aftur í loftið um miðjan mars. Jón Þór Þorleifsson leitar stjórnenda og segir þáttinn verða með talsvert breyttu sniði. Djúpa laugin aftur á skjáinn „Já, það er rétt. Djúpa laugin fer aftur í loftið hér á Skjá einum 18. mars næstkomandi. Við erum þessa dagana að leita að umsjónarmönn- um og það ætti að skýrast í lok vikunnar hverjir munu stjóma þætt- inum,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framleiðandi á Skjá einum. Djúpa laugin var ein af perlum dagskrár Skjás eins frá því hún hóf göngu sína sumarið 2000. Undir það síðasta var þátturinn þó orðinn frek- ar þunnur og var að lokum tekinn af dagskrá í desember árið 2003. Jón Þór segir að ný og endurreist Djúpa laug verði með öðm sniði- en áður var þó að hún verði á dagskrá klukk- an 22 á föstu- dagskvöldum eins og áður fyrr. „Þetta verður ailt öðmvísi þáttur og hann mun ekki snúast um kynlíf og brennivín. Það verður meira lagt upp úr deit- inu, en. við erum reyndar enn að þróa það nákvæmlega hvernig þátt- urinn verður. Þó get ég sagt að meira verður lagt í að fólk kynnist í þættin- um, við munum til dæmis fýlgj- ast betur með spyrlinum fýrir þáttinn til að geta kynnt hann fyrir von- biðlunum og áhorf- endum. Svo verður fólk ekki sent í ein- . hverja drykkjusferð I út á land heldur mun | spyrillinn bjóða Þór Þorleifsson Framleiðandi nýrrar og endurbættrar Djúpu laugar sem fer i loftið á nýjan leik 18. mars. «Fólk verður ekki sentí einhverja drykkjuferð útáland heldur býður spyriHinn deitinu ímat daginn eftir.“ deitinu í mat daginn eftir,“ segir Jón Þór. Aðspurður segir Jón Þór að marg- ir hafi verið boðaðir í viðtöl og pmf- ur fyrir starf stjórnenda sem verða tveir í þættinum. Nokkrir hafa þegar verið prófaðir, en þeir síðustu fá tækifæri á morgun. Og Jón Þór er ekki smeykur við að erfitt verði að fá fólk í þáttinn, að markaðurinn af einfileypu fólki hafi þegar verið tæmdur í þáttunum: „Nei, svo sannarlega ekki - mér sýnist fólk vera tilbúið að gera ansi margt. Það segi ég eftir að hafa starf- að við Bingóþáttinn í vetur. Við þurftum að leita að fólki til að koma fram fýrst í haust en núna er ég far- inn að taka á móti 1.400 umsóknum frá fólki sem viH láta húðflúra á sig hluti til að eignast þá. Ég er meira að segja að verða heiladauður af fólki sem vill fá brjóstastækkanir!" hdm@dv.is Elvis kemst á vinsældalista í dag eru liðin 49 ár síðan Elvis Presley komst í fyrsta skipti á almennan vinsælda- lista í I dag Pétursmessa Bandaríkjunum. Þetta var árið 1956 og lagið var Heart- break Hotel eftir þau Mae Boren Axton, Tommy Dur- den og Elvis sjálfan. Þetta var sjötta smáskífa Elvis og sú fyrsta sem hann gerði hjá stórfyrirtækinu RCA. Hinar fimm hafði Sun Records í Memphis gefið út og þótt þær hafi vakið mikla athygli náði engin þeirra inn á al- menna vinsældarlista. Smá- skffan reis með snatri upp listann og náði fyrsta sætinu í apríl. Þar var lagið í 8 vikur. Elvis hafði hrundið rokkæð- inu af stað og ekki var aftur snúið. Næsta 21 árið gerði Elvis 146 smáskífur sem fóru inn á yopp 100, 112 sem fóru á topp 40, 72 sem fóru á yopp 20 og 40 sem náðu inn á topp 10. Hann er ekki kallaður kóngurinn fyr- ir ekki neitt. Hafi fólk áhuga er hægt að gista á Heartbr- eak-hótelinu sem er í næsta nágrenni við Graceland. Nóttin kostar frá 99 dollur- um. Stjörnuspá Dögg Hjaltalín blaðamaður er 28 ára í dag. „Hér birtist blæbrigði af fallegum rauðum lit sem táknar ástríðuna sem býr innra með konunni sem hér um ræðir. Nýtt áhugamál, starf og jafnvel seta á skólabekk á hér við. Breytingar munu eiga| sér stað og þá sér í lagi innra með henni," segir í stjörnuspá hennar. Dögg Hjaltalín \\ Vatnsberinn f2o.yan.-/«.few W -------------------------------- Reyndu ævinlega að segja hvað býr í brjósti þínu með réttu hugar- fari og á þetta vel við um þessar mund- ir. Þú ættir að reyna eftir bestu getu að tileinka þér að minna sjálfið á að hver stund er eins og hún á að vera því það er svo sannarlega tilgangur á bak við upplifanir þína. H Fiskarnirr/i). febr.-20. mars) Júpíter er áhrifastjarna þín og sýnir að þú ert fær um að finna jafn- vægið sjálfsins ef þú tileinkar þér að veita alls enga mótstöðu. Ferðalög ein- kenna stjörnu fiska á einhvern máta. T Hrúturinn (21.mars-19.c Ástarhiti birtist hér og þú ert á réttum miðum ef þú finnur fýrir vellíðan innra með þér þegar þú ert nálægt með þeim sem þú elskar. Ekki leyfa þér að Íáta afbrýðisemi eiga mínútu af tíma þínum ef þú ert fædd/fæddur undir stjörnu hrútsins. ö Nautið (20 aprll-20. mai) n Gefðu þér tíma til að stoppa aðeins og njóta þess sem þú hefur og upplifir. Hér leitar þú svara ef marka má stjörnu þína og lausnin kemur af sjálfu sér ef þú hlúir að því sem skiptir þig sannarlega máli. Tvíburamirc/. mai-21.júnl) Þú ert barn Merkúr sem segir að lukkan sé þér hliðholl en reyndu eftir fremsta megni að vera ekki bund- in/bundinn svokölluðum ytri heimi þar sem falskt öryggi kann að veita þér ytri vellíðan. Veittu þér frelsi til að skapa í meira mæli. faðbb'm (22.júni-22.júli)________ Hlustaðu á sál þ(na sem reynir eflaust að ná til þín og alls ekki ýta fólki frá þér sem þú berð tilfinningar til. Fólk nýtur þess að starfa með þér og þér mun ganga vel. Ljóniðw .júlí-22.ágúst) n$ Hamingja einkennir heimilislíflð og hér ræður gleði og góð- vilji ríkjum en á sama tíma ert þú minnt/minntur á að spilla ekki ástvinum með dekri og eftirlæti. Sönn vinátta tengist hér stjörnu Ijónsins. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Horfðu fram á við og nýttu þér styrk þinn kæra meyja. Efldu sjálfs- traust þitt meðvitað með því að hjálpa öðrum. o Vogin (23. sept.-23.okt.) Erfiðar uppákomur kunna að birtast þér en þar er án efa dulbúið tækifæri til að skapa nýjar hugmyndir og efla gleði þína og náungans. Búðu þig undir stórt stökk (átt að velgengni. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.nmj Ekki nota orku þína til að sýn- ast vera eitthvað sem þú ert ekki - þetta er mottó fólks sem fætt er undir stjörnu sporðdrekans. Þú nærð ásætt- anlegum árangri þegar þú leyfir þér að sættast við sjálfa/sjálfan þig. Það býr svo mikið frelsi í heiðarleikanum. / Bogmaðurinn/22.nA.-2!.dcsj Bogmaður nýtur blessunar en á það til að halda hugsunum sínum varðandi góðverk náungans innra með sér í stað þess að veita öðrum blessun sfna í verki. Hugaðu vel að því framvegis. z Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hér er sérstaklega lögð áhersla á að gjörðir þínar og orka eru stöðugt færð inn og tekin út. Þú greiðir skuldir þínar ómeðvitað ef svo mætti segja og þú kýst eflaust að gera það án þess að gera þér grein fyrir því. SPÁMAÐUR.IS "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.