Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 2 7. FEBRÚAR 2005
Menning DV
Kammersveitin
Þá er komið að þriðju tón-
leikum Kammersveitar Reyk-
javíkur á þessum vetri en
sveitin var nýlega tilnefnd til
Menningarverðlauna DV í
tónlist. Hljómleikarnir verða
að vanda í Bústaðakirkju og
eru þetta síðustu tónleikar
sveitarinnar á þessum vetri í
Reykjavík.
Á þessum tónleikum koma
fram tveir einsöngvarar, Rann-
veig Fríða Bragadóttir sem
syngur Pólsku lögin eftir Atla
Fleimi og Ágúst Ólafsson, sem
syngur Dover Beach eftir
Samuel Barber. Þau koma
bæði til landsins til að taka þátt
í þessum tónleikum.
Annað á efnisskránni er
frumflutningur á nýjum klari-
nettukvintett eftir John A.
Speight, sem hann skrifaði í
vetur fyrir Einar Jóhannesson
og píanókvintett eftir Atla
Heimi, sem verður líka frum-
fluttur hér á landi, en Kammer-
sveitin ffumflutti hann í Þýska-
landi árið 2002.
Listrænn stjórnandi Kamm-
ersveitar Reykjavíkur er Rut
Ingólfsdóttir.
Söngvararnir á æfingu
Rannveig og Agúst.
Flugur
Ádrepa Jóns Sen um fslensku
óperuna í síðust Lesbók Moggans
vaktí strax viðbrögð. Bjami Daníeis-
son óperustjóri fór mikinn og neit-
aði að ræða málið á grund-
velli vandaðrar og rök- A v
studdar greinar. J.
íslenska óperan er *
feig: að leggja af stað
í nýja sviðsetningu á ’J
Toscu með áætlun
um tíu sýningarkvöld
segir alla söguna. Við
emm
bjánar ef metn-
aður um tug-
miljóna sviðsemingu á einu helsta
poppverki óperunnar á bara vera
fyrir tæplega þrjú þúsund gestí. Þá
er eins gott að snúa sér til Iceland
Express og bjóða niðurgreidda miða
á útlendar sviðsetningar með ísl-
enskum söngvurum.
Gamla bíó er ónýtt hús sem leik-
hús. Það er rekstrarlega fráleit um-
gerð um óperurekstur. Eins gott að
fara að finna því nýtt hlutverk í
samkomuhaldi sviðslistanna. Það
þarf að laga áhorfendasvæðin og
setja það svo í hendur Þjóðleikhús-
sins sem nýtt svið og loka Litla svið-
inu.
Það er á sama hátt hallærislegt
og ónóg að ætla sér óperuflutning í
nýju tónlistarhúsi í konsertformi
eingöngu. Um leið er fráleitt að ætla
sér að breyta forsendum þess húss.
Um þessar mundir og í ófyrirsjá-
anlegri framtíð vantar íslensku óp-
eruna, Þjóðleilchúsið, Leikfélag Rey-
kjavíkur og einkaaðila hús á höfuð-
borgarsvæðinu sem tekur 800
áhorfendur með stóm sviði og
gryfju.
Það hús stendur vestur á Melum
og er illa nýtt undir bíórekstur og er
í eigu Sáttmálasjóðs.
Þegar Sinfóman fer úr Háskóla-
bíói niður í Tónlistarhús á að breyta
því, innrétta stóra salinn þar á ný og
koma upp aðstöðu til flutnings
söngleikja frá síðustu fimm öldum.
Hvað varðar svo verkefnaval og
rekstur Ópemnnar má vel ræða það
mál. Sem oft áðúr er ekki talað um
hvemig verkefnavalið er, ekki má
tala um þátt íslenskra stjómenda,
bæði hljómsveitarstjóra og leik-
stjóra. Hvemig leyfir íslenska óper-
an sér að sniðganga íslenska lista-
menn sinn eftír sinn?
Vel má líka ræða, rétt eins og
Jónas leyfði sér, aðkomu söngvara -
hvernig er skipað í hlutverk?
Þá er það vægast sagt skrýtíð að
ný óperísk verk eftir íslensk tón-
skáld skuli vera á verkefnaskrám hjá
smáhópum heima og
heiman og íslenska
komiekki
þeim.
Það er líka alveg
óþolandi að
íslenska óperan skuli
ekki með markviss-
um hættí vinna sér
landnám með sam-
starfi við aðrar stofnanir: Þjóðleik-
hús, Leikfélag Reykjavíkur, Dans-
flokkinn, Listahátíð og Sinfóníuna -
kalla til nýja krafta og gera eitthvað
nýtt.
Tölum saman um óperuna á ís-
landi - ijúkum ekki upp þó fundið
sé að þvl hvemig ástandið er. Þagn-
argildið er engum hollt og síst mál-
stað tónlistar á leiksviði.
„Konum fækkar á þingi en konum Qölgar á ritvellinum, því ber auðvitað að fagna
en magn er ekki sama og gæði, sem er útbreiddur misskilningur nú á tímum rað-
fullnæginga og eilífs töfratyppatitrings.“ Elísabet Brekkan fór í Hafnarfjörð að sjá
^ýtt íslenskt leikrit eftir unga konu, Þórdísi Þorvaldsdóttur Bachman
Jonas
gagnrýnandi
Brotið Guðmundur
Ingi og Elma Llsa I
hlutverkum sínum.
Jæja, enn eitt nærbuxnaleikritið.
Brotíð var ekki brotið saman þó svo
að stúlkan hafi beðið ástmann sinn
um að hjálpa sér að brjóta saman
eða var þetta kannski bara brot að
verki eða máské brotabrot?
í Hafnarfjarðarleikhúsinu berjast
ungir og mjög efrtilegir leikarar
aðdáunarverðri baráttu við að glæða
fi'fi í þunnan þrettánda.
Konum fækkar á þingi en konum
fjölgar á ritvellinum, því ber auðvitað
að fagna en magn er ekki sama og
gæði, sem er útbreiddur misskiln-
ingur nú á tímum raðfullnæginga og
eilífs töfratyppatitrings.
Alltaf saman
Ungur strákur verður skotinn í
ungri stúlku. Ung stúlka verður
skotin í ungum strák. Þau flytja
saman, það er gaman, þau eru alltaf
saman og oftast uppi í rúmi, virðast
ekki lifa á neinum tíma eða í neinu
sérstöku rúmi. Þegar þau svo eign-
ast barn er hann kominn með þrá-
hyggju, haldinn sjúklegri löngun til
þess að hengja sig í tíma og ótíma
og geðsjúkdóm sem ágerist og svo
líða stundirnar og þessi piltur
hverfur algerlega inn í eigin líkama
og í millitíðinni henti stúlkan barn-
inu þeirra fram af svölunum. Leik-
sviðinu er haganlega skipt upp
þannig að það sem gerist aftarlega
vinstra megin á sviðinu speglast svo
hægra megin, myndrænt séð er
sýningin ásjáleg.
Vel leikið
Þetta par er leikið af tveimur pör-
um og þau skarast nokkuð þó svo að
annað parið sé alfarið eftír að ógæf-
an dundi yfir þau og hitt sé unga og
ástfangna parið. Leikararnir eru
hreint frábærir. Þrúður Vilhjálms-
dóttir sem leikur ungu stúlkuna hef-
ur hlutverkiö álgerlega í hendi sér.
Að hún skuli ekki bugast þegar hann
verður veikari og veikari eða tala eins
og venjulegt fólk myndi gera, skrifast
á handritshöfundinn og leikstjór-
ann. Elma Lísa Gunnarsdóttír leikur
stúlkuna eftir að maðurinn er orðinn
apatískur og hvorki svarar né sýnir
nokkur viðbrögð.
Elma Lísa flink leikkona
Elma Lísa sýndi hér vel að hæfi-
leikar hennar eru margbreytilegir.
Líkamsbeiting á ömurlegum nærföt-
um örvæntingarfullrar konu er fag-
mannleg, hún er flink leikkona. Frið-
rik Friðriksson lék drenginn sem
varð geðveikari og geðveikari og
gerði hann það sem hann gat mjög
vel tfl þess að glæða texta án undir-
texta fi'fi á sviðinu. Guðmundur Ingi
Þorvaldsson leikur eiginmanninn
sem hangir lengst af fi'flaus í hjólastól
en lifnar svo við á hælinu eða hvar
hann nú var í skærri birtu og þar er
Hermóður og Háðvör frumsýna
Brotið eftir Þórdís Elva Þor-
valdsdóttir Bachmann. Leikar-
ar: Þrúður Vilhjálmsdóttir, Frið-
rik Friðriksson, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, og Elma Lísa
Gunnarsdóttir. Leikmynd: Þór-
unn Blöndal. Ljósahönnun: Egill
Ingibergsson. Myndbands-
tækni: Gideon Gabriei Kiers.
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir.
Búningar: Bergþóra Magnús-
dóttir. Tónlist:Margrét Örnólfs-
dóttir. Leikstjóri: Erling Jóhann-
esson. Framkvæmdastjórn:
Ingibjörg Þórisdóttir
Frumsýning i Hafnarfjarðarleik-
húsinu laugardaginn 20. febrú-
ar.
Leiklist
einnig á ferð afbragðsleikari.
Þessu unga fólki var sum sé mjög
vel leikstýrt og tónlist Margrétar
örnólfsfóttur kallaðist vel á við
skemmtilega útfærða lýsingu í þaul-
hugsaðri leikmynd. Leikmynd sem
var ansi hreint smart. Á miðju svið-
inu voru þrír flekar sem leikið var
upp við og í einni senu voru það
svalirnar þar sem Láru litlu var fórn-
að og í annað sinn bakgrunnur að
kynnum unga parsins og eins var
myndum varpað upp á þennan flöt.
Blóðið lak úr brjóstunum
Þegar stúlkan reif út á sér brjóstín
og tók að skera þau þanrtíg að blóðið
lak niður var blóðrennslið sýnt sér-
staklega á þessum skjá. Það sama var
upp teningnum ef hún var eitthvað
að skera sig á púls.
Hér er ffumraun ungs leikskálds
Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bach-
mann. Verkið ber þess merki. Hún er
lipur penni en nokkuð skortír á dra-
matí'ska uppbyggingu verksins. Það
er sérkennilegt að vera að kosta
svona miklu til þegar handritið sem
á að liggja til grundvallar allrar vinn-
unar, er ekki tilbúið. Það mætti
hugsa sér að hér væri einhvers konar
uppdráttur að fyrsta þætti af fjórum.
Það er engin saga á bak við söguna
og enginn textí undir textanum.
Guð hjálpi verðandi leikhúsfólki
ef þetta er það sem koma skal. Þunn
slikja fikt og myndbönd sem kynna
eiga tónlist krydduð með ofnotkum
klámyrða. Til þess að skrifa gott leik-
rit þarf ekki endilega að liggja yfir því
í 13 ár, gerast alkemisti, drekka abst-
int eða hafa menningarsögulegar
ívitnanir á tæru en það er ágætt að
átta sig á því að leikritun fylgir
ákveðnum lögmálum og þau þarf að
læra.
Elísabet Brekkan