Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2005
Sport DV
Skautafólkið Sandra Ólafsdóttir og Stefán Erlendsson eru fulltrúar íslands á Alþjóðavetrarleikum þroska
mæta vel undirbúnir til leiks en sérdeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Skautafélagið Björninn og íþrót
Alþjóðavetrarleikar þroskaheftra fara fram í Nagano í Japan dag-
ana 26. febrúar til 5. mars og er þetta í fyrsta sinn sém leikarnir
eru haldnir í Asíu. ÍF, íþróttasamband fatlaðra, hefur staðið að
þátttöku íslenskra keppenda á sumar- og vetrarleikum fram að
þessu en leikarnir í ár eru sögulegir fyrir það leyti að íslendingar
senda nú í fyrsta sinn íþróttamenn til að keppa í listhlaupi á
skautum. Þau sem fá það verðuga verkefni að vera fulltrúar
fslands á leikunum eru Sandra Ólafsdóttir og Stefán Erlendsson
en bæði stunda þá nám við sérdeild Fjölbrautaskólans í
Breiðholti.
Blaðamaður DV Spot settist niður
með Söndru og Stefáni ásamt Jó-
hanni Arnarsyni, stjórnarmanni ÍF og
kennara við FB, og Helgu Kristínu
Olsen skautaþjálfara.
„Við erum að fara til Japans í
fyrsta sinn," sagði Sandra og tilhlökk-
unin leyndi sér ekki. „Við vitum samt
ekki mikið um Japan nema að þar
hafa verið jarðskjálftar og fólk þar
talar japönsku," bætti Stefán við.
Sandra fullyrti að skautarnir hefðu
heillað hana meira en aðrar íþróttir
og þá fór ekki á milli mála að bolta-
íþróttir eru ekki ofarlega á óskaiistan-
um.
„Það er bara svo gaman að vera á
skautum og miklu skemmtilegra en
að hlaupa á eftir einhverjum hund-
leiðinlegum bolta," sagði Sandra og
brosti.
Heppin að fá að fara
En hvernig kom það til að þau tvö
voru valin í þetta verðuga verkefni?
„Það er saga að segja frá þvf," sagði
Jóhann.
„Upphaflega átti að senda lið sem
átti að keppa í skíðaíþróttum. Svo
þegar kom að því að skrá þá vöknuðu
menn við það að það hefur náttúr-
lega ekki verið snjór í íslenskum fjöll-
um svo árum skiptir og ekkert hægt
að æfa. ÍF gaf þetta frá sér og það var
þá sótt að félaginu að senda ein-
hverja aðra. Fresturinn var runninn
út en fenginn var viku frestur og góð
ráð dýr. Þá var haft samband við
sérdeild Fjölbrautaskólans í Breið-
holti, og við fengum tvo daga til að
fara með mannskapinn okkar niður á
skautasvell þar sem metið var hverjir
væru bestu kandídatamir í þetta
verkefni. Síðan var haft samband við
foreldra Söndru og Stefáns og þau
spurð hvort við mættum fara með
þau til Japans. Og við þurftum að fá
svar á morgun eða helst bara á eftir,“
sagði Jóhann og hló. Hlutimir
gerðust því mjög hratt.
„Við byrjuðum að æfa af krafti og
Stefán hélt til dæmis í innkaupakörfu
sér til stuðnings þegar við vomm að
byrja. Sandra fikraði sig áfram eftir
svellinu og kenndi sjálfri sér mikið.
Svo urðu við þeirra gæfu aðnjótandi
að fá Helgu Olsen sem er búinn að
klæðskera þetta allt saman. Þetta er
hennar verk sem er að fara til
Japans."
Stífar æfingar
Helga segir að þó að tíminn hafi
verið knappur hafi Sandra og Stefán
lagt gríðarlega hart að sér og að það
hafi skipt sköpum fyrir þann árangur
sem þau hafa náð.
„Við emm búin að vera klukku-
tíma í einu, fimm daga vikunnar síð-
an 28. desember sem er náttúrlega
knappur tími. Svo hafa þau verið að
fara með Jóhanni einu sinni um
hverja helgi,“ sagði Helga.
„Þau eru búin að vera rosalega
Sandra Ólafsdóttir
listdansari úr
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti.
dugleg. Það væri ekki til neins fyrir
mig að reyna eitthvað ef þau hefðu
ekki verið tilbúin að leggja svona
mikið á sig. Svo hefur þetta verið
samstarfsverkefni sérdeildarinnar í
FB, ÍF og þetta hefði ekki verið mögu-
legt hefði stuðnings Bjarnarins ekki
notið við.“
Blaðamaður DV er frá sér numinn
af árangrinum sem Stefán og Sandra
hafa náð á svo skömmum tíma en
Sandra var með skýringuna á hreinu.
„Hún Helga er svo ströng," sagði
hún og hló. „En þau þekkja það úr
skólanum," skaut Jóhann inn í.
„Þetta sýnir okkur, þó aðdragandinn
hafi verið stuttur, hvernig íþróttirnar
em í hnotskurn. Þetta er bara agi og
það að setja sér markmið. Ef þau
hefðu ekki mætt á æfingar þá hefði
þetta alls ekki gerst. Ef Helga hefði
ekki hjálpað okkur þá hefði þetta
aldrei gerst. Þau þrjú eiga heiðurinn
að þessu.“
Langt ferðalag framundan
Þegar leiðir DV og skautafólksins
lágu saman var Stefán búinn að eiga
langan dag því hann fór í sjónvarps-
viðtal snemma um morguninn og
þurfti í mörg horn að h'ta fyrir ferðina.
Leiðin liggur til Keflavíkurflugvallar
rétt fyrir hádegi í dag þar sem stefnan
er tekin á Kaupmannahöfn. Ætlunin
er að stoppa þar í sólarhring áður en
flogið er til Tókýó sem er ríflega 11
tíma flug.
„Við fáum smá hvfld í Dan-
mörku," sagði Sandra. „Við tökum
bara mikið af blöðum með okkirr og
svo náttúrlega hlustar maður á tón-
list á leiðinni."
„Það er bara svo gaman að
vera á skautum og miklu
skemmtilegra en áð hlaupa á
eftir einhverjum hundleiðinleg-
um bolta."