Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Fréttir DV Villandi auglýsing Embætti ríkisskattstjóra hefur sent beiðni til KB banka um að leiðrétta aug- lýsingu sem bankinn birti í Fréttablaðinu í gær. í aug- lýsingunni notaði bankinn mynd af skattframtalinu 2005 í auglýsingaskyni en í tilkynningu frá ríkisskatt- stjóra segir að framtalið sem bankinn birtir sé rangt útfyllt. „í auglýsing- unni er kafli 5.2 í framtal- inu [...] rangt útfylltur og með þeim hætti að það getur skaðað framteljanda að hafa hana að fordæmi," segir tilkynningu ríkis- skattstjóra. Málari stal osti Þórarinn Gíslason málari fékk í gær þriggja mánaða skilorðsbund- inn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið tveimur oststykkj- um úr matvöruverslun í borginni. Þórarinn við- urkenndi þjófnaðinn en tók fram að hann hefði verið í óreglu þegar þetta átti sér stað og kvaðst nú vera á bata- vegi. Hann játaði einnig að hafa breytt lyfseðli sem skrifaður fyrir hann. Þórarinn var með málverk undir hendinni þegar hann kom fyrir héraðsdóm í gær. Líkamsárás á skólaárshátíð Tilkynnt var um líkams- árás til lögreglunnar í Keflavík rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Atvik- ið átti sér stað á árshátíð grunnskóla Reykjanesbæj- ar á skemmtistaðnum Stapa. Þar sló piltur annan pilt í andlitið með þeim af- leiðingum að hann kinn- beinsbrotnaði, tönn brotn- aði og sauma þurfti fjögur spor. Kennarar fluttu pilt- inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Að sögn rannsóknarlögreglu Keflavíkur hefur málið ekki verið kært. Bandalag íslenskra skáta sættir sig ekki viö aö kaupmaður í Skeifunni skuli nota skátanafnið á verslun sem selur útivistarvörur. Hóta skátamir lögsókn verði nafn- inu ekki breytt en Guðmundur Gunnlaugsson kaupmaður gefur ekki tommu eftir. Kaupmaðurrinn í Nýju Skátabúðínni Guðmund- urGunnlaugsson varskátií æsku en hefur ekki lengur trú á að„einu sinni skáti, alltaf skáti"eigi lengur við. Bandalag íslenskra skáta hefur krafíst þess að sett verði lögbann á nafn Nýju Skátabúðarinnar í Faxafeni. Telja skátamir sig eiga nafnið eftir áratugarekstur Skátabúðarinnar við Snorrabraut. Rekstur þeirrar verslunar sameinaðist Nanok í Kringlunni fyrir fimm árum en fór svo á hausinn. „Ég sótti um einkaleyfi á þessu nafni þegar ég opnaði búðina og fékk. En ég var ekki fýrir búinn að opna en skátarnir sendu á mig lög- fræðing og kröfðust þess að ég breytti nafninu," segir Guðmund- ur Gunnlaugsson, kaupmaður í Nýju Skátabúðinni, sem starfaði reyndar sjálfur í Skátabúðinni við Snorrabraut fyrir margt löngu. Einu sinni skáti... „Ég gef nafnið ekki eftir því Nýja Skátabúðin er allt annað nafn en Skátabúðin Iíkt og Nýja Sendibíla- stöðina er annað en Sendibílastöð- in," segir Guðmundur sem hefur þó hugleitt að taka fyrsta stafinn af nafninu og láta búðina þá heita Káta búðin. „Ég var skáti þegar ég var yngri og sagt er að einu sinni skáti sé alltaf skáti. En ég veit ekki hvort ég kæri mig um að vera skáti lengur eftir að hafa lent í þessum ósköpum." „Hér sel ég almennan úti- vistarfatnað og skíðavörur og ætl- aði einnig að vera með skátabún- inga og skátahnúta en fékk ekki þegar ég leitaði eftir því. Skátarnir vilja selja það sjálfir á skrifstofu sinni uppi í Árbæ sem er að sjálf- sögðu afleitt fyrir viðskiptavinina," segir kaupmaðurinn í Nýju Skáta- búðinni. Skarpir skátar Þorsteinn Frímann Sigurðsson hjá Bandalagi íslenskra skáta er harður í horn að taka þegar kemur að nafni Skátabúðarinnar: „Þetta er okkar nafn og við erum búnir að eiga það á sjötta áratug. Við erum búnir að fá úr- skurð frá Firmaskrá þess efiiis að þeir megi ekki nota nafnið og ef þeir taka það ekki niður verða þeir lögsóttir," segir Þorsteinn Frí- mann. Höfuðstöðvar skátanna eru í Hraunbæ 123 og þar í einu horni skrifstofunnar eru skátabúning- arnir og skátahnútamir seldir. „Það er ágætt að hafa þetta hér,“ segir skátaforinginn. Baráttan gegn Stóra bróður og litlu börnunum Svarthöfði hefur gengið til liðs við Ástþór Magnússon í baráttunni gegn Stóra bróður. Myndavélarnar eru alls staðar. Óvinurinn leynist í hverju homi. Lít- il börn með myndavélasíma ógna friðnum. Og enginn fattar þetta nema Svarthöfði og Ástþór. Svarthöföi gekk um miðbæ Reykjavíkur í janúar þegar hann átt- aði sig. í hveiju skúmaskoti vom myndavélar Stóra bróður. Fylgst var með honum. Hver sem var gat séð hann - án þess að hann hefði gefið leyfi fyrir því. Þótti Svarthöfða að einkalífi sínu vegið. í næstu ferð gekk hann með grímu, til þess eins að vera hand- tekinn saklaus við Alþingishúsið og haldið í 12 tíma vegna hryðju- verkaógnar. í fangelsinu vom einnig myndavélar. Svipuð reynsla endurtekur sig víða. I afinælum, brúðkaupum og á skemmtistöðum vegur fólk að öðr- um úr launsátri með myndavélum. Sjálfur er Svarthöfði fermdur stúdent í hjónabandi. Þrívegis var reynt að fá hann til að stfila sér upp til þeirrar aftöku sem myndataka er. Form og lfkami Svarthöfða em eign Svarthöfða ehf. og hans einkah'fs. Hann hefur einkarétt á sjálfum sér og enginn má fjölfalda hann. Þess vegna er sjálfsagt og of- ureðlilegt, nánast skylda, að ráðast að fólki sem hyggst brjóta þær reglur með íjölföldun Svarthöfða. Spurningar hafa vaknað í huga Svarthöfða um það hvers eðlis fjöl- földun er. Nú má færa rök fyrir því að skynjun fólks sé með einhverjum hætti afritun. Fólk sem beinir sjón- um sínum að manni vistar myndina í huga sér og getur geymt hana þar um aldur og ævi. Er þetta ekki ólög- leg fjölföldun? Líklega er þetta bara einföldun. Svarthöfði Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað ágætt, þakka þér fyrir," segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur.„Ég sit hérna og horfi með öðru auganu út í veðurhaminn og með hinu á tölvuskerminn þar sem ég er að semja grein um hönnun og skrá yfír hönnunargripi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.