Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 15
IJV Fréttir FÖSTUDAGUR 18. MARS 2004 15 Skattur á nebbann Það er fom saga og ný að af litlu er víst lítið hægt að taka. Þetta vissu menn er hér var tekin upp skatt- heimta, tíund, enda var þá ekki notað- ur tekjuskattur eins og tíðkaðist víða í Evrópu, heldur var íslenska tíundin eignaskattur. Jafnframt var sett upp ákveðið samtryggingarkérfi af félags- legum toga í gegnum hreppana þar sem þeir bændur sem vom aflögufær- ir styrktu hina fátækari er harðnaði á dalnum. Vissulega er hægt að finna í fomsögum dæmi um skattlagningu án þess að hugsað væri út í afleiðing- amar, éins og til dæmis í Sturlungu þegar sagt er frá ferðum bæði Þórðar kakala Sighvatssonar og Órækju Snorrasonar um Vestfirði, þar sem tekihn var matur og vistir af bændum án þess að látið væri í té endurgjald og skilið við búin matarlaus. Kölluðu það sumir rán en ekki skatta. Nú er fram komið frumvarp um Ríkisútvarpið. Þar er horfið frá af- notagjaldi á viðtæki og þess í stað á að taka upp nefskatt, jafnt gjald á alla á aldrinum 16-70 ára óháð efnahag, hafi menn tekjur ffarn yfir tæpar 70.000 krónur á mánuði. Vissulega er framför að horfið sé frá afnotagjald- inu, enda óvinsælt með afbrigðum. Það verður þó að segjast eins og er að það er ekki gott að skilja hvemig menn hafa hugsað sér að fólk sem er með rétt rúmar 70.000 krónur á mánuði eigi að ná endum saman og standa skil á þessum skatti. Það er ekki af miklu að taka hjá mörgum. Útgjöld vegna húsnæðis, bama, lyfja og læknisþjónustu, matar og fatnað- ar, allt em þetta nauðsynjar, allt er þetta kostnaðarsamt. Ef til viU er hugsunin sú að fólk leysi ekki út lyfin sín þann mánuðinn sem það á að standa skil á nefsköttunum? Skattar em ekki bara tæki til að afla tekna fyrir ríkissjóð. Þeir em einnig ákveðið jöfriunartæki, þar sem menn borga sama hlutfali af tekjum sínum. Með því er útgjöldum þjóðfélagsins jaíhað út, þannig að hver og einn tekur þátt eftir getu. Fastur nefskattur óháður tekjum fel- ur í sér brotthvarf frá hugmyndinni um jöfnuð f gegnum skattkerfið. Fastur nefskattur óháður tekjum fel- ur í sér að farið sé inn á braut þeirra Þórðar kakala og Órækju, að taka með valdi af mönnum sem h'tið eiga og skilja þá svo eftir bjargráðalausa og á vonarvöl. íslenska orðið yfir þessa hegðun er skattpíning. Nútímaþjóðfélag jöfrtuðar og vel- ferðar er ekki hvað síst Framsóknar- flokknum að þakka. Ef forysta hans á nýrri öld snýr við blaðinu og fer að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn í tilraun- um tif að búa til skattpíningar- ófreskju er bæði verið að svíkja arf- leifð flokksins og hugmyndafræði. Það var án nokkurs vafa ekki ætlun þeirra sem stofnuðu Framsóknar- flokkinn fyrir um 90 árum síðan og allra þeirra sem fyrir hann börðust á liðinni öld að hann yrði flokkur ójöfriuðar og píningar. Ógeðfelldur spjallþráður Ung móöii hríngdi: Ég á nú ekki til orð yfir um- ræðunni á barnalandi.is. Svo virðist sem fólki sé ekkert heil- agt lengur. Menn eru nafn- greindir og sakaðir um hræði- lega hluti og alltaf verið að tala neikvætt um fólk. Til dæmis þessi maður sem var sagður vera raðnauðgari. Það er verið að myrða mannorð þessa manns því allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Mér finnst þetta forkastanlegt og sem Lesendur almennur borgari á ég ekki til orð. Sem ung mamma sem not- ar þennan vef mikið finnst mér þetta sérstaklega leiðinlegt. í gær ætlaði ég.til dæmis að leita ráð uppskriftum þegar ég rak augun í spjallþráð þar sem spurt var hvort maður hefði stundað endaþarsmök, eða sof- ið hjá frægum manni. Á þeim þræði var búið að nafngreina ftillt af frægum mönnum sem mæðurnar þarna inni höfðu sofið hjá. Ég á bara ekki til orð. Mér finnst leiðinlegt að þessi annars góði vefur sé kominn á þetta stig. Stóri HafnarMarMari Barnaland tnn- hringjandi hneyksl- ast á umræðum á vefnum. Garðar H. Björgvinsson GaiöaiH. Bjöig- vinsson, fram- kvæmdastjórí Fiamtíöai íslands, skrífai um niöunif bæjaiútgeiöarínn- ar. Svo sem lands- menn vita, þá er Hafnarfjöröur einn fegursti staður landsins frá náttúr- unnar hendi. Þess vegna er það grát- legt hve hér hefir skort hæfa stjórn- endur í áraraðir. 19 ára á vertíð hjá Bréf til blaðsins Óskari á Mölunum fann ég þó að Hafnarfjörður var fjölskylduvænn og öllum leið hér vel undir stjórn Stefáns Gunnlaugssonar og Guð- mundar Gissurarsonar. Samsteypa af sósíalistum og Alþýðuflokki. Mistök Það voru mistök að hefja togara- útgerð á íslandi. Axel V. Tulinius al- þingismaður sá fram í tímann. Hann stóð svo lengi sem hann gat gegn út- gerð botnvörpunga. En hingað kom fyrsti tógari íslendinga fyrir 100 árum. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var alla tíð erfið, og lauk með því að henni var stolið 1985. Hvaleyrarkompaníið Samherjabræður frá Akureyri stofiiuðu Hvaleyrarkompamið utan um svonefnd kaup á bæjarút- gerðinni. Þeir skrifuðu meðal ann- ars undir samninga þess efnis að skipin færu aldrei úr bænum og hér skyldu þau landa og halda uppi atvinnu. Skipin fiskuðu aldrei upp á hund, svo ég noti nú orðalag Þor- steins Más, og lönduðu aldrei hér. Vinnan sem þeir lofuðu og skrif- uðu upp á var stopul vinna fyrir þrjá kafla í tvö ár, svo var draumur- inn búinn. Guðsteinn varð svo fyrsti frystitogari landsmanna. Með honum hófst hnignun land- vinnslu, stóriglæpur, þ.e. kvóta- kerfið, og hrun landsbyggðarinnar. Já, svona endaði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Sjávarútvegsráðherra Það gefur augaleið að það hefir ekki verið hugarfarslega þroskandi að alast upp við hálfgert sleifarlag í stjómsýslu heimabæjar síns, þess vegna hefir Árni vinur minn ekki komið auga á tækifærin í þeim traustu byggingum sem stóðu á Norðurbakka eins og draugahús eft- ir svik Samherjabræðra við Hafnar- fjarðarbæ. Árni veit, að til em pen- ingar til byggingar og reksturs skóla- skips. Árni minn! Af hverju gerðir þú ekki Norðurbakkann að allsherjar miðstöð fyrirr Fiskvinnsluskóla, með heimavist fyrir nemendur? Aðsetur fyrir rekstur skólaskips. Aðsetur fyrir .þróun véla og tækja til reksturs fiskvinnslu framtíðarinnar. Gerirðu þér enga grein fyrir því að verið er að stöðva allar togveiðar á jarðkúlunni? Veistu ekki að við erum á leið til náttúmvænna veiða von bráðar? En nú er þetta of seint. Nú hefir hinum sterku járnbundnu stein- veggjum Norðurbakkahússins verið mtt í sjó fram ásamt stórgrýti til að byggja upp undirstöðu undir íbúða- hús úti í sjó, þrátt fyrir nægilegt landrými. í leiðinni er verið að stór- skemma bestu höfn landsins með væntanlegum stálþiljum, sem valda frákasti í höfninni, og hvernig verða gluggar bygginganna? Hvítir af salti eftir hvert stórviðri. Já, allt er þetta orðinn einn stór Hafnarfjarðarbrandari. Hvítir í Suður-Afríku afsala sér völdum Hvíti minnihlutinn í Suður-Afr- íku samþykkti með miklum meiri- hluta atkvæða tillögu þess efnis að binda enda á aðskilnað milli hvítra og svartra í landinu. Já sögðu tæp 69%. Aðskilnaðarlögin vom sett á í Suður-Afríku árið 1948 og þar með var mismun- un eftir kyn- þætti fest í lög. Lögin snertu alla þætti samfé- lagsins. Hjónabönd milli hvítra og litaðra vom bönnuð og atvinna var flokkuð eftir kyn- þætti, sum störf vom aðeins ætluð hvítum. Árið 1950 var bætt við lögin. Flokka þurfti alla íbúa landsins. Fólk í daq árð 18ÉB fæddist Neville Chamberlain forsætisráð- herra Bretlands var flokkað í þrjá flokka: hvíta, svarta (fólk af affískum uppmna) og litaða (fólk af blönduðum uppruna). Til lit- aðra töldust m.a. Indverjar og Asíu- búar. Fleiri viðbætur við lögin fylgdu svo í áranna rás. Svartir börðust ætíð gegn að- skilnaðarstefnunni í meira eða minna mæli. Nelson Mandela er þekktastur þeirra sem virkastur var í andspyrnunni og sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar. Síðari hluta níunda áratugarins jókst andstaðan við aðskilnaðarstefriuna, sem og þrýstingur utan frá. Undir forystu F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, var svo farið að vinna að afiiámi að- skilnaðarins, sem endaði með áður- nefndri samþykkt. Hann sagði við það tækifæri að bókinni um aðskiln- aðinn hefði verið lokað. F.W. de Klerk Vann, J sem forseti Suður-Afríku, I að afnámi aðskilnaðarins j og sést hér kjósa Iþriðju j lýðrxðislegu kosningum llandsins árið 2004. að vera leikari? ••• „Þetta er svona þægileg inni- vinna. Maður fær líka útrás í þessari vinnu sem maður fær ekki í hvaða vinnu sem er og þannig sparar maður eflaust töluvert í sálfræði- kosmað. Alltaf að Ijúga að sjálfum sér Það getur líka verið ruglandi að leika, þó að ég vilji ekki hljóma eins og Daniel Day Lewis, en mað- ur er alltaf að búa til tilfinningar og ljúga þannig að sjálfum sér að manni líði einhvern veginn en það getur truflað mann utan vinnu. Ef ég er fúll sem Davíð get ég líka notað þessa kunnáttu þannig að ég leiki mig glaðan og eftir smá stund er ég bara orðinn það. Persónurnar allaf í sömu nær- buxunum Ég er mjög lítíð fyrir að skipta um nærbuxur og sokka þegar ég er í leikhúsinu. Þegar maður fær bún- ingana em þessir hlutir yfirleitt ekki með og þess vegna þarf ég alltaf að velja nærbuxur og sokka sem hæfa persónunni sem ég leik í hvert skipti. En þrátt fyrir mikla hjátrú í leikhúsinu hef ég alveg náð að halda henni ffá mér og hún háir mér því. Það eina sem ég vil alls ekki er að vita hverjir em í salnum því af einhverri ástæðu truflar það mig. Enginn dæmi- gerðurdagur í leiklistinni Dæmigerður dagur er eiginlegá ekki til því þetta er svo fjölbreytt. Það em svo margvísleg verkefiú, ef það er ekki leikhúsið, sjónvarpið, eða út- varpið, þá er það kaffihús og kvíði yfir því hvenær næsta verkéfni komi til manns. Ég er lika voðalega lítið fyrir að tala um eitthvað annað en það sem er að gerast, eins og fréttirnar í gær eða leikinn á morgun þegar stutt er í sýningu því þá þarf ég gott tóm til þess að kúpla mig niður og hugsa um það sem ég er að fara að gera. Þegar maðurfær búningana eru þessir hlutiryfir- leitt ekki með og þess vegna þarf ég allafað velja nærbuxur og sokka sem hæfa persónunni sem ég leik í hvert skipti. í leðurbuxum á skjánum Þessa dagana er maður á fullu að drekka kaffi og kvíða fyrir næsta verkefni. Síðasta verkefhi, sem heit- ir Kallakaffi, er lok- ið þó það sé eklá komið fyrir augu almennings enn- þá. En þetta em skemmtiþættir sem sýndir verða á RÚV seinna á þessu ári. Þar leik ég eitt aðalhlut- verkið og hlakka til aðsjáhvemigéglít úr í leðurbuxun- Þetta em framhaldsþættir sem Hilmar Oddsson leikstýrir og auk mín em þama margir þekktir leik- arar eins og Laddi og Valdimar Öm. En þessi vinna er ein sú skemmti- legasta sem ég hef tekið þátt í síðan ég útskrifaðist úr Leiklistarskólan- um," segir leikarinn glaðlegi að lok- um. Við að leika í Kanatafflsem^em^kemmHbæm0^lelkari-Han" hefui sjonvarpinu síðar á árinu. ke tiþættir væntanlegir til sýnii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.