Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Qupperneq 20
I 20 LAUGARDAGUR 9. APRlL 2005 Helgarblað DV Cavalierdeilin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir en Cavalier er ein vinsælasa hundategundin á landinu og ekkert lát er þar á. María Tómasdóttir, formaður deildarinnar frá upphafi, hefur haldið vel utan um stofninn en fáir eru kunnugri tegundinni en einmitt María. ffM tmtm mHui ijiftwipi <■ Mana og GuÖríður Vestars Þa „Ástæðan fyrir því að ég fór í hundana var sú að ég var búin að eiga kisur í mörg ár, en þegar ég missti þær tvær sem ég átti undir bfla með stuttu millibili, ákvað fjöl- skyldan að fara frekar í hundana," segir María Tómasdóttir formaður Cavalierdeildarinnar á íslandi sem um þessar mundir fagnar tíu ára af- mæli sínu. Fjórtán ár eru síðan María eign- aðist sinn fyrsta Cavaiierhund en hún segist hafa keypt sér Stóru hundabók Fjölva og lesið hana upp til agna. „Innflutningur á hundum var ekki leyfður hér á landi á þess- um tíma og ekki um auðugan garð að gresja. Mig langaði ekki i neinn þeirra hunda sem hér voru fyrir en þegar ég sá myndina af Cavalier- hundunum og var búin að kynna mér þá féll ég allgjörlega fyrir þeim og aðrar hundategundir komu ekki til greina," segir María hlæjandi og bætir við að hún hafi þá þegar haf- ið undirbúning að því að flytja inn Cavalierhund. Eignaðist tvær tíkur 1991 Um svipað leyti var opnað fyrir innflutning á hundum til landsins og einangrunarstöðin í Hrísey tók til starfa. „Guðrún Guðjohnsen var þá formaður Hundaræktarfélags- ins og benti hún mér á Sperring- gardens-ræktunina í Svíþjóð, en sú ræktun var á þeim tíma talin sú besta í Sví- þjóð, enda marg- verð- laun- uð. Ræktendurnir vildu ekki senda einn hund í einangrun og þess vegna urðu tíkurnar tvær." María segir að eftir að hún kynntist þess- um tíkum hafi hún fengið ræktun- arfiðringinn og langað til að aðrir fengju lflca að njóta þessara yndis- legu hunda. „Þess vegna flutti ég inn hann Gorba minn og með hon- um kom til landsins hann Icy hennar Elsu Haralds hjá Saloon. Veh. Gorbi er enn á lífi, að verða þrettán ára gamall," segir hún og bætir við að síðan hafi mikið vatn til sjávar runnið. „Ég er búin að flytja inn marga hunda og tíkur bæði frá Svíþjóð og Englandi, suma rakkana hef ég reyndar bara fengið lánaða og sent þá út aftur, þegar þeir hafa gert skyldu sína hér! Ég er samt ósköp róleg i ræktuninni sjálf núorðið, er kannski með svona eitt got á ári, en aðrir hafa tekið við og nú eru vel yfir 20 virkir Cavalier- ræktendur á landinu," segir hún. Fyrstu hvolparnir árið 1993 María hefúr haldið vel utan um rekstur deildarinnar og er mál manna að fáir hafi eins mikla þekk- ingu á þessari tegund hunda. Hún segir að til að fagna þessum áfanga efni deildin til alþjóðlegrar sýningar í Reiðhöll Gusts í Kópavogi í byrjun maí. Þar gefst Cavaliereigendum tækifæri til að sýna hunda sína en dómarar eru sérfræð- ingar í tegimdinni. Hún segir að fyrstu hvolpamir sem fæddust á fslandi hafi komið í heiminn árið 1993 en f byrjun voru hér aðeins hund- ar af litaaf- brigð- Hundar og menn ganga saman Deildin stendur fyrir sameiginlegum gönguferðum og þá koma eigendur saman með hunda slna sem hafa afargaman afað hittast. inu blenheim sem eru hvítir og rauðir en enn í dag em þeir algeng- astir. Síðan hafa hundar af öðmm litaafbrigðum bæst við. Nú em Cavalierhundar á landinu komnir yfir Qögur hundmð og María bendir á að vinsældir þeirra hafi alltaf verið að aukast enda einkar skemmtilegir og þægilegir heimilishundar. „Aðall þeirra er hve ljúfir og blíðir þeir em en þeir hafa einnig þann kost að vera kátir og sérlega glaðir svo ekki sé talað um hve fallegir þeir em. Cavalierinn er lfldega ein vinsælasta hundategund landsins og það er alltaf bið eftir þeim og fá færri en vilja," segir hún. Skrá sig fyrir hádegi á mánu- dag María væntir mikils af sýning- unni en hundum í teg- undahópi 9 hefur einnig verið boð- in þátttaka. Hægt verð- ur að skrá hundana á skrif- stofu HRFÍ fram til hádegis á mánu- daginn, 11. aprfl, en einnig er hægt að skrá sig á netinu inni á heimasíðu HRFÍ. Sýningin fer síðan fram dagana 8,- 9. maí næstkomandi en það er skemmtilegt tækifæri fyrir eig- endur Cavalierhunda að taka þátt í sýningunni og fá mat sérfróðra dómara I tegund- inni. Það tækifæri gefst ekki alltaf á venjulegum a\ sýningum. Auk þess er hægt að sýna báða dag- ana en sami hundurinn, ef hann er góður, á þá möguleika á að fá tvö meist- arastig á sömu sýningunni. bergijot@dv.is mm .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.