Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Síða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 33 Hamingjusöm fjölskylda „Ég er samt svo forlagatrúar. Egill er alveg eins og pabbi sinn og sver sig mjög í xttina. Maður er fljót- ur að gleyma öllu sem gekk illa, þegar maður er kominn i höfn þá hefur maður sigrað." **<" r'í Helstu skilyrði fyrir ættleiðingu: Umsækjendur verða að vera orðnir a.m.k 25 ára. Meginreglan er að umsækendur séu ekki eldri en 45 ára. Umsækendur verða að vera andlega og líkamlega hraustir. Umsækjendur mega ekki vera á sakaskrá. Umsækjendur verða að geta framfleytt fjölskyldu með góðu móti. Sambúð hafi varað i a.m.k. þrjú ár og þar af hjúskapur I eitt ár. Fólk Ióvígðri sambúð þarfað hafa verið minnst fimm ár i sambúð. Hvað kostar að ættleiða? Ættleiðing kostar mikla vinnu. Borga þarf lögfræði- kostn-að, þýðingarkostnað, læknisheimsóknir, ferða- kostnað, greiða þarf fólki sem aðstoðar í landi barnsins og styrki til barnaheimilisins sem barnið hefur dvalið á fyrstu mánuði lífs síns. Kostnaðurinn er misjafn eftir löndum en áætlað er að hann sé á bilinu 800.000 til 1.200.000 íslenskar krónur. Gera þarfaukþess ráð fyrir vinnutapi á meðan á ferða- lagi stendur, minni tekjum vegna fæðingarorlofs og auk- ins kostnaðar við heimilisrekstur þegar barn bætist við fjölskylduna. Hvaðan koma börnin? Síðustu árin hafa langflest börn komið frá Kína en árið 2004 komu 21 barn þaðan. Þó nokkur börn hafa einnig komið frá Indlandi og nokkur frá Kolumbíu. Árið 2004 voru 29 börn ættleidd til íslenskra foreldra. Heimild: aettleiding.is Ólöf Ýrr Atladóttir og Jón Magnús Einarsson fengu litla dóttur frá Kína í mars 2004. Ólöf segir ferðina út hafa verið ævintýri líkasta. Með stimpil upp á að megaalaupp börn „Við vorum búin að bíða mjög lengi og segjum oft í gríni að við séum ein af fáum foreldrum sem eru með stimpil um að mega ala upp böm/' segir Ólöf Ýrr Atladótt- ir en hún og eiginmaður hennar Jón Magnús Einarsson ættleiddu litla stúlku frá Kfna í mars árið 2004. Litía stúlkan heitir Ingibjörg Embla Min og er eina barn Ólafar en Jón Magnús á tvö böm af fyrra hjónabandi. „Eftír að hafa sent umsóknina og þar til við fórum út liðu níu mánuðir og við reyndum bara að setja þetta á ís svo við yrðum ekki kolvitíaus. Þegar myndin kom svo fannst manni þetta orðið að alvöru, þá var maður orðinn for- eldri og biðin varð mun erfiðari. Eftír það vom mínútumar taldar." Hlý og góð stelpa Ólöf segir hóp foreldranna sem fóm tii Kína afar góðan. Þeim haí! komið vel saman og öll verið hrifin af því að fá að heim- sækja þetta land enda ferðin sjálf ævintýri líkust. „Eftir að við vor- um komin með dæturnar í hend- urnar nutu þær stuðnings hvor frá annarri. Þær voru búnar að al- ast upp saman og það hefði verið enn erfiðara fyrir þær að kúidrast með okkur foreldmnum einum. Við vorum bara eitthvað skrítið fólk sem talaði skrítið tungumál. Við leyfðum þeim því að leika sér saman og þær halda enn sam- bandi enda uppeldissystur og mjög tengdar. Ingibjörg Embla var í fyrstu skelfingu lostin og ríg- hélt í mig. Hún virtist ákveða að þessi manneskja væri hennar stoð og stytta á meðan hún vildi ekki sjá pabba sinn fyrsta dag- inn,“ segir Ólöf en bætir við að Ingibjörg Embla hafi sætt sig við þau bæði á fyrstu dögunum. „Þetta hlýtur að hafa verið afar efitt fyrir hana, hún var allt í einu komin í allt annan heim en hún var fljót að aðlagast. Þessi stelpa er mjög hlý enda var hugsað vel í Kfna Faöir Ólafar fór meö þeim til Kina en hann starfar sem barnalæknir. Ólöf segir veru hans hafa veittþeim mikið öryggiog þaö hafi veriö mikill stuöningur afþvi að hafa með reyndan mann i meö- höndlun barna. um þær á barnaheimilinu. Hún leit fljótt á okkur sem sína eign en fólki er ráðlagt að vera eigin- gjarnt fyrst um sinn. Börnin eru náttúrulega svo ringluð og því er mikilvægt að eyða fyrstu dögun- um ein saman. Það var ekki fyrr en mörgum vikum síðar að hún varð feimin við ókunnuga og var þá búin að mynda tengsl við okk- ur umfram aðra.“ Kann ekkert á börn yngri en 15 mánaða Faðir Ólafar fór með þeim til Kína en hann starfar sem barna- læknir. Ólöf segir veru hans hafa veitt þeim mikið öryggi og það hafí verið mikill stuðningur af því að hafa með reyndan mann í meðhöndlun bama. Milli Ingi- bjargar Emblu og afa hennar hafi líka myndast afar sérstök og sterk tengsl lfkt og milli Ingibjargar og ömmu hennar síðar. „Ég vissi náttúrulega ekkert um börn og veit reyndar enn ekkert um þau sem em yngri en 15 mánaða," segir Ólöf brosandi og bætir við að þau hafi ekki ákveðið hvort þau muni ættíeiða fleiri börn. „Jón Magnús á náttúrulega börn fyrir og ég hef verið svo upptekin af Ingibjörgu. Mér hefur ekki enn tekist að taka fókusinn af henni en þetta kemur allt í ljós.“ indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.