Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 Sport DV -Barcelona geta farið langt með að tryggja sér spænska meistaratitilinn í knatt- spyrnu á morgun en þá mætir liðið erkiQendunum í Real Madrid. Viðureignir þessara liða eru jafnan frábær skemmtun og ef mið er tekið af hversu mikið er í húfi fyrir bæði liðin þá ætti leikurinn á morgun ekki að vera nein undantekning. Augu flestxa beinast að Valeri Luxemburgo, þjálfara Real, og hverjum hann ákveður að tefla fram í fremstu víglínu gegn Barcelona. Níu stigum mun- ar á liðunum í dag þegar átta umferðir eru eftir og dugir Real ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga einhvem möguleika á að bjarga tímabilinu. Það er því sjálfgefið að liðið þarf að skora mörk og er það eitthvað sem framherjar liðsins hafa ekki verið mjög duglegir við í vetur, að undanskildum Micheal Owen sem þrátt fyrir það virðist ávallt vera þriðji kostur Luxemburgo í framlínuna. „Það er náttúrulega alfarið undir stjóranum komið hverjir byrja en það eina sem ég veit er að ég vil skora,“ segir Michael Owen, sem getur ekki verið annað en vongóður um byijunarliðssæti eftir að hafa skorað sigurmark Real gegn Albacete um síðustu helgi í spænsku deildarkeppninni. Ef Owen er borinn saman við Ronaldo og Raul þá býr sá enski yfir • langbestu markaskoruninni - með 10 mörk í þeim 12 leikjum sem hann hefur byrjað inni á í. Raul hefur verið í duftinu í allan vetur, aðeins skorað sex mörk og hefur varla æft í þessari viku vegna meiðsla á rist. Raul er hins vegar í guðatölu á meðal stuðn- ingsmanna Real og hefur í gegnum tíðina náð sér vel á strik í leikjum við Barcelona. Þriðji sóknarmaðurinn, Ronaldo hinn brasilíski, hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér upp á síðkastið en þykir engu að síð- ur vera fyrsti valkostur Luxemburgo. Verður Eto'o stöðvaður? En það er ekki valið á eigin fram- línumönnum sem Luxemburgo ætti að hafa mestar áhyggjur af heldur hvernig hann getur mögulega farið að því að stoppa Samuel Eto'o, sóknarmann Barcelona og knatt- spyrnumann Afrflcu, sem skorað „Það er stjórans að ákveða hverjir byrja leikinn en það eina sem ég veit er að ég vilskora." hefur 21 mark það sem af er tímabilinu. í fyrri leik liðanna á Nou Camp var hann arkitekt- inn að 3-0 sigri Barcelona og réðu varnarmenn Real ekkert við hraða og leikni Eto'o, en þess má geta að það var einmitt Real Madrid sem fékk Eto'o til Spánar á sín- um tíma en létu hann fara til Real Mallorca þar sem hann þótti ekki nægilega efnilegur. Nokkuð er um forföll í herbúðum beggja liða. Argentínumaðurinn sterki Walter Samuel er í banni og við það veikist vörn Real Madrid til muna. Leikmenn geta hins vegar huggað sig við það að Zinidine Zidane snýr aftur í liðið eftir leikbann og David Beckham er orðinn leikfær á ný eftir að hafa misst af leiknum gegn Albacete vegna meiðsla. Barcelona mun sakna tveggja lykilmanna í leiknum á morgun og munar um minna. Leikstjórnandinn Deco er í leikbanni og fyrirliðinn Carlos Puyol er enn ekki búinn að jafna sig á ökklameiðslunum sem hann hlaut í landsleik með Spáni á dögunum. Góðu fréttirnar eru þær að Rafael Marquez snýr aftur eftir leikbann og snillingurinn Ronald- inho er að jafna sig af magakveisu sem hrjáði hann framan af vikunni. Stórleikur Real Madrid og Barcelona verður í beinni út- sendingu á Sýn á morgun og hefst hann klukkan 17. Koss á ennið Ivan Helguera hefur skoraö nokkur mikilvæg mörk fyrir Real upp á síökastið - nokkuösem tveiraffram- herjum liösins ættu aö taka sér til fyrirmyndar. Krísa Iramlínu Rea Stór hluti bestu leikmanna heims mætast á morgun Ronaldinho óttast Ronaldo mest heimsins." Ronaldo hefur alls ekki náð sér á strik fyrir Real í vetur og ekki skorað nema 12 mörk í þeim 30 leikjum sem hann hefur spilað. Ronaldinho segir það engu skipta og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær markamaskínan Ronaldo hrökkvi í gang. „Hann þarf ekki að sanna neitt fýrir einum eða neinum og hann veit það sjálfur. Allir vita hvað Ronaldo getur en hann á í erfið- leikum núna, eins og allir knatt- spyrnumenn lenda í einhvern tím- ann á ferlinum. Hann hefur ekki skorað í nokkrum leikjum í röð núna og ég neita því ekki að það veldur mér áhyggjum fyrir leikinn um helgina. Ef hann brýtur ísinn gegn okkur þá veit það ekki á gott," segir Ronaldinho, sem aldrei hefur tapað í Madrid í treyju Barcelona. Sem besti knattspyrnumaður heims má búast við því að Ronald- inho verði undir sérstakri smásjá varnarmanna Real og er jafnvel talið að það verði maður settur honum tÚ höfuðs þar sem Deco, hinn leikstjórnandinn í liði Barcelona, er fjarverandi. „Ef þeir kjósa að taka mig úr umferö þá lendir það lfldega á Thomas Gra- vesen að gera það en ég tel hann vera mjög öflugan varnarsinnaðan miðjumann. Ef þeir reyna að taka mig úr umferð þá þýðir það að ég mun verða sérstaklega hreyfanleg- ur og við það losnar um samherja mína. Þannig að það hefur sína kosti og galla," segir Ronaldinho. jáL þarfekki 'fjw aðsanna neitt fyr‘r einum eða neinum og hann veit það sjálfur." Besti knattspyrnumað- ur heims, Ronaldinho, hef- ur varað samherja sína í vörn Barcelona við Ronaldo, sem hann lýsir sem „besta framherja á Spáni og jafnvel „Hann Gott að Deco er frá keppni Zinedine Zidane segir að fjar- vera Deco hjá Barcelona í leiknum á morgun séu mjög góðar fréttir fyrir Real Madrid. Zidane telur Deco vera algjöran lykilmann í sóknarleik Barcelona, rétt eins og Ronaldinho, og grínaðist Zidane með því að segjast vona að maga- kveisa Ronaldinho myndi ekki líða hjá fyrr en eftir helgi. „Barcelona hefur fullt af frábærum leikmönn- um sem geta spilað í stöðu Deco en hann er einn sá besti í heimin- um í sinni stöðu. Ef að Ronaldinho verður veikur í nokkra daga í við- bót erum við í enn betri málum," sagði Zidane í létturn tón. „En í fullri alvöru þá er það algjör synd ef hvorugur getur spilað því að nærvera þeirra lyftir leiknum upp á hærra plan," segir Zidane sem er staðráðinn í því að hjálpa Real við að minnka forskot Barcelona á toppnum. „Það munar níu stigum núna en eftir sunnudaginn mun munurinn verða sex stig. Við trú- um því enn að við getum unnið deildina," segir Zidane. Gætum gert þá stressaða David Beckham neitar því að gefa titilvonir Real Madrid upp á bátinn en viðurkennir að leikurinn á morgun muni að öllum lfldndum fara langt með að ráða úrslitunum um meistaratitilinn. „Ég tel að það sé möguleiki að ná * * Barcelona. Og þangað til að flautan mun gjalla í lokaleik tímabilsins a ég hafa trúna," segirBeck- ham. „Þótt að við vinnum á morg- | un munar samt sex stigum á lið- unum og sjö | leikir eftir. Þetta verður mjög erfitt en ég held að ef við náum að vinna þá gætu leik- menn Barcelona orð- ið stressaðir fyrir lokaleildna. Það lið sem vinnur á morgun mun klárlega hafa sál- fræðilega yfirhönd á hitt liðið," segir Beck- ham. Er ekki að leita hefnda Samuel Eto'o hjá Barcelona segist ekki vera að leitast eftir hefnd þegar leikurinn við Barcelona fer fram á morgun, en honum var úthýst af Real Madrid fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður hjá félaginu. | Þaðan fór hann til Real Mall- orca og síðan Barcelona þar sem hann hefur brillerað. Hann segist munu verða alveg jafn- ánægður ef það reynist einhver ar.nar en hann sjálfur sem skorar sígurmark Barcelona í leiknum. „Eg lít svo á að ef Real Madrid hefðu ekki keypt mig á sínum tíma þá væri ég ekki að spila fyrir Barcelona núna. Ég vil standa mig vel í hverjum einasta leik, hvort sem það er gegn Real Madrid eða einhverju öðru liði,". segir Eto'o.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.