Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 2005 Fréttir DV Flutningabíll sat fastur í Hæðarsteinsbrekku á Holtavörðuheiði í fyrra- kvöld. Að sögn lögreglu kom annar flutningabíll að- vífandi og ók utan í þann sem sat fastur. Eignatjón varð að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Engin slys urðu þó á fólki. Mikil hálka var á veginum þegar atvikið átti sér stað og var hún ástæð- an fyrir því að fyrri flutn- ingabíllinn stöðvaðist. Unnið var fram á nótt við að losa flutningabflana af staðnum. Sverrir Einarsson hjá Útfararstofu íslands gekkst undir aðgerð vegna gamalla íþróttameiðsla fyrir skemmstu. Sverrir var orðinn svo hjólbeinóttur að það stóð honum fyrir þrifum. Nú er hann orðinn teinréttur og verulega hærri en áður. „Ég lengdist um fjóra sentí- metra og er ánægður með,“ segir Sverrir sem einnig er hestamaður og hefur þurft að lengja um tvö göt f ístöðunum í hnakknum sínum eftir aðgerðina. „Ég lék lengi knatt- spyrnu með Fram hér áður fyrr og í raun var verið að lagfæra gömul íþróttameiðsl. Hnén voru ónýt og fyrir bragðið var ég orðinn mjög hjólbeinóttur. Það var eins og ég væri með tunnu í klofinu en nú er búið að rétta úr öllu með þessum árangri," segir Sverrir sem er enn að venjast því að hafa stækkað veruleg á efri árum en hann er nú 46 ára. Flutningabíl- ar í árekstri Slitnir bremsuborðar Vandamál Sverris var það að hné hans voru orðin eins og slitnir bremsuborðar; stál í stál. Þessu fylgdu miklir verkir sem voru svo gott sem að gera Sverri óstarfhæf- an; „Það var ekkert annað fyrir mig að gera en fara í þessa aðgerð. Vissulega var þetta sársaukafullt fyrst en nú er ég allur að koma til. Það var skipt um báða hnjáliði og ég er mjög ánægður með útkom- una. Ég er allur beinni og verulega hærri,“ segir Sverrir útfararstjóri sem loks er orðinn eins og hann á að sér að vera eftir íþróttameiðslin hjá Fram þegar sól hans skein hvað skærast á knattspyrnuvellin- um. Teinréttur í útförum Lengingin skilar sér einnig í glæstari framgöngu Sverris við útfarir þar sem hann gengur oft á undan kistunni og syrgjandi aðstandendum úr kirkju. Þar eiga útfararstjórar að ganga teinréttir á dyr og það gerir Sverrir nú eins og ekkert hafi í skorist. Idol- stjarna gæú svo leyst Egil Ólafsson af hólmi sem aðalsöngvari Stuðmanna enda er Egill kominn í tungumálanám er- lendis auk þess að þurfa að sinna embættisskyldum sem eiginmaður þjóðleikhússtjóra en það mun vera ærinn starfi þegar allt er talið. Svarthöfði vonar bara að nýir Stuðmenn eigi eftir að gleðja lands- menn jafn mikið og lengi og þeir hinir eldri sem staðið hafa vakt- ina í þrjátíu ár og rúmlega það. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. Svaithöföi Latibærá spænsku Framleiðendur sjón- varpsþáttanna um Latabæ hafa gert samning við Discovery Kids og munu sýningar á þáttunum hefjast á Spáni, í Portúgal og lönd- um Suður-Ameríku. Laúbær hefúr þegar gert samninga um sýningar í Norður-Am- erflcu, Kanada og Þýskalandi og heíjast sýningar þar nú í aprilmánuði í samstarfi við Discovery Kids. Þátturinn hefur verið sýndur á Nick Jr í Bandaríkjunum og á YTV í Kanada. Ævintýrið um Lata- bæ þekkja flestir en þættim- ir skarta Glanna Glæp og íþróttaálfinum svo einhveij- ir séu nefndir. Hvalfjarðar- göngin lokuð Hvalfjarðargöngin verða lokuð á laugardaginn kem- ur milli kl. 8 til 15 vegna almannavamaæfingarinnar „Hvalfjarðargöng 2005“. Sett verður á svið hópslys til að samhæfa viðbrögð hlutaðeigandi aðila. Mark- mið almannavarnaæfingar- innar er að láta reyna á við- bragðsáætlun Hvalfjarðar- ganga sem tók gildi í maí 2004. Þátttakendur í æfing- unni em meðal annarra Neyðarlínan, slökkvilið og lögregla beggja vegna Hval- Qarðar og Spölur. „Það var skipt um báða hnjáliði og ég er mjög ánægður með útkomuna. Ég er allur beinni og verulega hærri." Endurnýjun Stuðmanna Það voru óvænt tíðindi sem bár- ust um landsbyggðina í gærmorgun þegar tilkynnt var að Stuðmenn hefðu ráðið sér nýja söngkonu í stað þeirrar gömlu. Það er eins með hljómsveitir og bfla; stundum þarf að endurnýja. Ragnhildur Gísla- dóttir var komin til ára sinna og gott að slá í nýja og óharðnaða skvísu. Þar er Hildur Vala úr Idol ekki verri kostur en aðrir. En það er í fleiri horn að líta hjá Stuðmönnum. Þar eru fleiri hljóð- færaleikarar við aldur sem kominn er tími á ef Ragnhildur þurfti að víkja fyrir ungu Idolstjörnunni. Svarthöfði Til dæmis Þórður gítarleikari sem kominn er á sextugsaldur. Ráð væri að láta Guðmund Pétursson gítarleikara leysa hann af því þó Guðmundur sé ekkert unglamb lengur þá er hann tuttugu ámm yngri en Þórður. Og Tómas bassaleikari. Svart- höfði er á því að Guðni Finnsson í Ensími gæti vel tekið við bassanum og haldið þeim hljómi ómenguðum sem einkennt hefur bassaleik Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað mjög fínt/'segir Krummi I Mínus.„Er á leið á hljómsveitaræfingu að semja fyrir næstu plötu. Annars er ég að sjóöa mér egg sem ég læt á ristað brauð. Það er uppáhaldsmorgunverðurinn minn áöur en ég fer út til móts við daginn sem bíður." Stuðmanna til þessa. Ásgeir Óskarsson trommuleikari er að kom- ast á efúrlaun en Addi í írafári er úl í slag- inn; þéttari trommuleik- ari ( vand- fundinn í Reykja- vík í dag. • í stað Jakobs Frí- manns á hljómborð mætti hugsa sér Sigga í Hjálmum sem á það sameig- inlegt með stjórnanda Stuðmanna að stinga í stúf við almenna Utfoparstjópi lengist um 4 sentímetpa Sverrir Einarsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu íslands, lengdist verulega í aðgerð sem hann gekkst undir á Landspít- alanum í Fossvogi fyrir skemmstu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.