Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Menning DV Búhnykkur á Akureyri Fjölskyldufólk á Akureyri á kost á spennandi skemmtun á sunnu- dag þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélag Akureyr- ar ieggjast á eitt í tónleikahaldi í Samkomuhúsinu. Þar verður frum- flutt nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við ævintýrið Stúlkan í tuminum eftir Jónas Hallgrímsson sem Snorri samdi að beiðni hljóm- sveitarínnar með stuðningi Menn- ingarborgarsjóðs. Það verður Skúli Gautason leikari sem flytur, en ævintýrið var lengi framan af síðustu öld fastur liður í upplestr- arprógrammi Haralds Bjömssonar leikara og er til að hluta í mögnuð- um flutningi hans á ókindinni. Snorri Sigfús Birgisson tónskáld stendur nú á fimmtugu. Hann stundaði píanónám fyrst hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innrit- aðist síöan í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Ama Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjömssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974. Hann stund- aði framhaldsnám erlendis í píanó- leik og tónsmíðum en hefúr starfað í Reykjavík sem tónskáld, pfanó- Skúli Gauta spilar ekki á bassa á tónleikunum. Það er með annarri grúppu. leikari, tónlistar- kennari og stjórnandi síðan hann kom heim frá námi árið 1980. Á tónleikun- um verða einn- ig flutt nokkur lög úr söngleiknum Óliver eftir Bart sem nýverið var á fjölum Leikfélags Akureyrar og sló rækilega í gegn. Ólafur Egill Egilsson leikari mætir á svæðið ásamt þjófagenginu og flytja þau nokkur lög úr sýning- unni. Að vanda leiðir Guðmundm Óli Gunnarsson liljómsveitina, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir alla undir tvítugu en annars kostar þúsundkall inn. Miðasala og afhending miða fyrir börn er í miðasölu LA og hófst á mánudag. Ritfregn Ekkert mál og Belladonna Hér verður greint ff á tveimur endurútgáfun JPV útgáfu í kilju sem sitja fram- arlega í rekkum bókaverslana þessa dagana: Ekkertmál eft- , ir Njörð P. Njarðvík og Frey son hans kom fyrst út 1 árið 1984 og I vakti gríðar- lega athygli enda var þar fram komin opin- skárri og einlægari lýsing á heimi eiturlyljaneytanda en áður hafði sést á íslenskri bók. Bókin fékk afbragðs dóma og var í umsögn- um talin áhrifamikið bók- menntaverk og alvarleg aðvörun til þjóðarinnar. Þá voru þeir feðg- ar lofaðir fyrir hugrekki sitt, en fram til þess tíma hafði ofheysla á lyfjum verið talin tilheyra dimmum kimum stórborganna. Ekki réði minna í umtalinu að hér var saga af íslenskum manni af þekktum borgurum í Reykja- vík. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Þeir feðgar sendu frá sér aðra bók síðasta haust, tveimur áratugum síðar, Eftirmál, þar sem segir frá afdrifum heróín- ffldlsins og fjölskyldu hans. Er væntanlega erindi útgefandans með fyrri bókina á markað að gefa lesendum kost á allri sög- unni. í tilkynningu forlagsins seg- ir: „í heimi heróínfflcilsins getur allt gerst. Morgundagurinn er í órafjarlægð og framtíðin er næsta fix. Næstum hver mínúta er þjak- andi ótti við hryllileg ffá- hvarfseinkenni og snýst eiginlega aðeins um þetta: Hvemig næ ég í meira efni? Hvar fæ ég pen- inga fyrir næstu sprautú? Verð bókarinnar í kilju j erkr. 1790. Belladonnaskjal- ið var einn af smell- *" um síðustu hátíöar og er þegar búið að setjast f 1. sæti tveggja metsölulista, varð jafnvel Dan Brown að lúta í lægra haldi. Belladonna-skjalið kom út í kilju fyrir nokkmm dögum „og situr kiljan í 1. sæti Metsölulista Ey- mundsson yfir kiljur og inn- bundna útgáfan er í 1. sæti yfir innbundnar skáldsögur" segir á vefsíðu forlagsins. Verð f kilju er kr. 1790. Páll Pampichler Pálsson snýr heim eftir nokkra fjarveru til aö vera viðstaddur flutning Sinfóníunnar á verki sem hann samdi í minningu systur sinnar. Hann er í för meö þeim Strauss og Brahms. Enginn hefur stjómað Sinfómu- hljómsveit íslands oftar en Páll Pampichler Pálsson. Á fjörutíu árum, frá 1957 til 1997, stýrði hann hljómsveitinni yfir þrjú hundmð sinnum. Hann bjó hér um áratuga- skeið en hefur nú flutt sig um set og sest aftur að í Austurríki. Páll hefur helgað sig tónsmíðum undanfarinn áratug og sent frá sér fjölda verka. Hann samdi hljómsveitarverkið Epitaph í minningu systur sinnar, Eriku Kummer. Verkið var frumflutt í júní 2002 af sinfóníuhljómsveitinni í Graz, en hljómar nú í fyrsta sinn á íslandi. Nýr stjórnandi Stjómandinn er að þessu sinni Matthias Bamert. Hann er óvenju fjölhæfur tónlistarmaður: tónskáld, óbóleikari og hljómsveitarsrióri með afar breiðan verkalista. „A tfmum aukinnar sérhæfingar getur Bamert stjórnað hverju sem er og farist það vel úr hendi," var skrifað um hann í Financial Times. Daði Kolbeinsson hefur blásið í sitt óbó og hrifið fasta- gesti á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands með glæsilega út- færðum einleiksstrófúm á óbóið og englahorn síðustu þrjá áratugi. Hann fær tækifæri tií að leika konsert með hljómsveitinni sinni. Úlnliðsæfingar Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar á fimmtudag em á dagskrá verk eftir Pál, Richard Strauss og Jo- hannes Brahms. Richard Strauss sagði einhvern tíma að verkin sem hann skrifaði á síðustu ámm sínum væm lítið annað en „úlnliðsæfing- ar", en fáum öðrum en höfundinum dytti víst í hug að líta þannig á meistaraverk eins og seinni horn- konsertinn, Vier letzte Lieder, eða óbókonsertinn. Síðasttalda verkið er einn af hápunktunum í óbóbók- menntum tuttugustu aldar og væri vafalaust oftar flutt ef ekki væri fyrir þær gríðarlegu kröfur sem það gerir til einleikarans. Sú tíunda Sinfónía m. 1 í c-moll eftir Johannes Brahms hefur stundum verið kölluð „tíunda sinfónía Beet- hovens", en í ljósi þess að hún er löngu búin að vinna sér sess sem eitt af meistaraverkum tónlistarsögunn- ar er víst óhætt að tala einfaldlega um fyrstu sinfóníu Brahms. Skuggi meistarans frá Bonn var vissulega yfirþyrmandi og þrúgandi og lá eins og mara á sporgöngumönnum hans, enda sagði Brahms að menn gætu „ekki ímyndað sér hvernig það er fyrir mann eins og mig að heyra sí- fellt svona risa þrammandi fyrir aft- an sig“. Konsertinn á fimmtudag hefst kl. 19.30. A að banna mönnum að ganga fram með trúartákn á opinberum vettvangi í landi þar sem trúfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsgerðarinnar? Slæðan sem trúartákn f tengslum við hátíð- arhöld vegna afinælis frú Vigdísar Ffimbogadóttur kemur hingað til lands í vikunni franska fræði- konan Blandine Kriegel og heldur hér tvo fyrir- lestra: á morgun kl. 17.15 talar hún í hátíöarsal Há- skóla íslands um stefiiu Frakka í trúmálum undir yfirskriftinni: Trúlaus opinber vettvangur og aðlögun menningar- hópa í Frakklandi. Þar í landi er iitið á trúfrelsið sem einn af homsteinum samfélags- gerðarinnar, andstætt því sem hefur verið hér á landi fþúsund ár. í fyrir- lestri sínum mun hún fjalla um um- deild lög sem sett voru í Frakklandi og banna bömum að ganga með áber- andi trúartákn í skólum ríkisins. Lögin vom sett fyrir fáum misserum til að Blandine Kriegel er kunn sem kennimaður um rík- ið og frelsi þegnanna. leysa langvinnar deilur í skólum. Sumir skóla- stjómendur vildu baima stúlkmn úr röðum múslíma að bera hár- slæður til að hylja hár en það er samkvæmt túlk- unum á orðum Kórans- ins. Kriegel telur lögin réttlætanleg og hafa virkað vel. Um þau rfld nú friður. Ástæðan fyrir lagasetningunni liggi í hinu illþýðanlega franska hugtaki „laícité" (e. „secularity"). Með því er átt við að til sé opinber vettvangur, í hennar málatilbúnaði kallað rými, þar sem allir eiga jafnan aðgang og þar sem allir eigi sama rétt. Rými þetta liggur utan við trúna og þangað á trúin ekki erindi. Þetta á sérstaklega við um skóla. Franska ríkið er „lai'c". Það ger- ir sér far um að tengja sig ekki við neina trú, enda sé hún einkamál hvers og eins. Blandine Kriegel á að baki merkan fræðimannsferil, var nemandi og um langt árabil einn helsti samstarfsmað- ur Michels Foucault. í ritum sínum hefur hún m.a. sett fram mikilvægar hugmyndir um sögu og hlutverk rflds- valdsins, meðal annars í bókunum Rfldö og þrælamir og Heimspeki lýð- veldisins. Síðustu ár hefur hún einnig starfað sem sérstakur ráðgjafi Jacques Chirac Frakldandsforseta í málefnum innflytjenda og er formaður Haut consefl de l’intégration, ráðgjafa- nefndar frönsku ríkisstjómarinnar um aðlögun fólks af erlendum upp- runa að frönsku samfélagi. Sama kvöld, kl. 20.30, heldur hún annan fyrirlestur um lærifoður sinn Michel Foucault í húsakynnum Alli- ance fran$aise, Tryggvagötu 8. Báðir fyrirlestramir verða á frönsku en enskri þýðingu verður dreift til áheyr- enda, auk þess sem spumingar og umræður verða túlkaðar jafiióðum á íslensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.