Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Síða 39
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 39
*
Hugsum út fyrir kassann
Agnes Bragadóttir blaðamaður á
Morgunblaðinu ritaði athyglisverða
grein á dögunum. Henni er nokkuð
niðri fyrir og er greinilega búin að sjá
í gegnum ófyrirleitið plott sem mið-
ar að því að færa einhverjum útvöld-
um Símann á silfurfati. Hún kynnir
hugmynd sína um að almenningur í
landinu geri tilboð í 45% í Símanum.
Þetta er sniðug hugmynd í fljótu
bragði og allra góðra gjalda verð. í
sjónvarpsfréttum um kvöldið sagði
hún að ef 20.000 íslendingar hóuðu
sig saman og hver og einn léti eina
milljón af hendi rakna til kaupa á
Símanum, þá væri hægt að ffam-
kvæma þetta. 20.000 íslendingar.
Jáhá. Hljómar ekki vel. Jafnvel þótt
þeir séu hver og einn með milljón í
rassvasanum. Mér fyndist það í raun
jaðra við kraftaverk ef 20.000 íslend-
ingar kæmu sér saman um einn og
sama hlutinn.
Skammist ykkar!
Við erum sundurleit hjörð sem
getum ekki komið okkur saman um
eitt eða neitt. Við rífumst um
ómerkilegustu mál með jafnmildum
hita og þau sem skipta olckur öllu
máh. Sjáiði bara Össur og Ingi-
björgu. Þau eru í sama flokkinum og
byrjuð að rífast. Eru reglulega dóna-
leg hvort við annað. Hann sagði að
hún væri eitthvað léleg og hún sagði
að hann væri ósmekklegur. Hættiði
þessu vitleysingamir ykkar! Svona
rígur er engum tU góðs nema and-
stæðingum ykkar. Stóru málin eiga
að njóta krafta ykkar, ekki karp um
hvort sé verra. Karpið frekar um það
hvort sé betra. Það er kannski
hégómlegt en aUa vega ekki ykkur til
minnkunar.
Viðskiptasiðferði
Fyrir nokkrum mánuðum komst
upp um ólöglegt verðsamráð oh'ufé-
laganna. TaUð er að þetta samráð
hafi kostað hvert mannsbarn á ís-
landi u.þ.b. 70 þúsund krónur. ÖU
félögin þrjú nema eitt skömmuðust
sín og báðust afsökunar (ekki Oh's).
Nú er augljóst að þessi þrjú félög eru
að reyna að bola Atlantsolíu út af
markaðinum með því að selja bens-
ínið undir kostnaðarverði. Okkur ís-
lendingum er í raun sama. Við erum
búin að fá leið á þessu máli og nenn-
um ekki að pæla frekar í þessu. Því
miður. Ég vUdi óska að stjórnendur
Reykjavíkurborgar hefðu þann
karakter tfl að bera að taka þrjár
söluhæstu bensínstöðvar samráðs-
stöðvannna eignarnámi og afhenda
Atlantsolíu tU afnota. Það er nefni-
lega augljóst að samráðsstöðvunum
er ekki treystandi tíl þess að reka
Teitur Atlason
brýnir fólk til
góöra verka.
Kjallari
Hún kynnir til hug-
myndsína um að al-
menningur í landinu
geri tilboð í 45% í
Símanum. ÝÞetta er
sniðug hugmynd í
fljótu bragði og allra
góðra gjalda verð.
bensínstöðvar í Reykjavík. Við-
skiptasiðferði er stórt mál. Ekki
hvort Össur líti út eins og Monza
bangsi.
Umhverfismál
Eftir að Álbræðslan á Austurlandi
kemst í gagnið mun mengun af
hennar völdum jaftigilda því að bíla-
floti landsmanna tvöfaldast. Þetta
gerist á sama tíma og færustu
vísindamenn segja okkur að veruleg
hætta sé á ferðinni varðandi áhrif
mengunar og brýna nauðsyn beri til
að stíga á hemlana. Skiptir þetta
engu máli eða hvað, Ingibjörg og
Össur? Ég veit að þessi mál eru
hræðfleg og óþægUegt að hugsa tU
þess að svartsýnustu spár vísinda-
manna rætist en að afgreiða þau
með þögninni einni saman er
óábyrgt. Jafnvel enn óábyrgara en að
brigsla hvort öðru um smekkleysu.
Umhverfismál eru stórt mál sem
verða ekki leyst með fundum og ráð-
stefnum heldur aðgerðum. Merki-
legra mál en hvort Ingibjörg skreyti
sig með ljótri kvennalistanælu úr
hrosshárum og höri.
Útlendingamál
Hérlendis eru þúsundir verka-
manna af erlendum uppruna. Þetta
fólk er í verstu störfunum og er með
lægstu launin. Réttindi þeirra eru
fyrir borð borin vegna þess að þau
þora ekki að klaga vinnuveitenda
sinn. Verkalýðsfélögin hafa brugð-
ist þessum skjólstæðingum sín-
um.Þau hafa ekki passað upp á þá
sem mest þurfa á hjálp heldur ein-
blínt á þá sem mest kaupið hafa.
Allir vita að lægstu taxtar eru hugs-
aðir fyrir útlendinga en ekki íslend-
inga. Þessar aðstæður eru okkur
sem þjóð til skammar og hryllilegt
að vita til þess að það er gert upp á
milli fólks launalega eftir því hvað-
an það kemur úr veröldinni. Fyrir
skömmu var eiginmanni vísað úr
landi frá konu sinni og ungu barni.
Þetta mál er þjóðarskömm og verð-
ur að bæta og minnir um margt á
dökka fortíð okkar íslendinga frá
stríðsárunum þegar við vísuðum
erlendu fólki út í dauðann. Útlend-
ingamál er stórt mál, Ingibjörg og
Össur. Hættið að rífast og reynið að
ná til mín með málefnalegum hætti
en ekki með því að níða hvort ann-
að.
Við eigum Símann
Ég byrjaði þennan pistil á hug-
leiðingum Agnesar Bragadóttur um
yfirvofandi útsölu á Símanum og
ætla að ljúka honum á hugmynd
sem er góð. Fyrst við íslendingar
eigum Símann (er það nokkuð um-
deilt?) væri bara eldd sniðugt að við
fengjum okkar eignarhlut til baka
hvert og eitt? Eitt hlutabréf á mann
sem við síðan getum selt þeim sem
við viljum? Það er jú fáránlegt að
kaupa það sem maður þegar á, ekki
satt? Af hverju ekki að hugsa aðeins
út fyrir kassann og reyna eitthvað
nýtt?
Landsímagengið stingur
saman nefjum Ráðherra
Símans, forstjóri Símans og
stjórnarformaður Sfmans -
Símans okkar allra.
rqun
iSSÍiB
Nokkur
vindur
Besta veðrið i dag verður
annars staðar en fyrir
norðan, en forsetinn er
einmitt á Akureyri. Þar
verður kalt en annars má
gera ráð fýrir sól og
hægum vindi. Þvi er
ijóst að forseti fær
ekki atkvæði
veðurguðanna í þetta
sinn.
Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
Kaupmannahöfn 9
Oslo H
Stokkhólmur
Helsinki 9
London h
Paris
Berlín
Frankfurt
Madríd
Barcelona
13 Torrevieja
18 Mílanó
New York
21 San Francisco
18 Orlando/Flórída
Sólarupprás Sólarlag I Árdegisflóð 09.08
í Reykjavík Reykjavík Siðdegisflóö 21.26
06.03 2056
Kristján Guy Burgess
• MMlæúurðuáAl-
þingi í gær þegar Helgi
Hjörvar vildi spyrja út í
meint tengsl Halldórs
Ásgrímssonar forsætís-
ráðherra og Framsókn-
arflokksins við tilboðs-
gjafa í Símann. Tileftii spumingarinnar
er væntanlega tortryggni vegna aðildar
manna sem tengjast Halldóri í fyrri
einkavæðingu. Er riijað upp þegar fé-
lagið Hesteyri var stofnað til að hafa
forystu í S-hópnum sem undirbjó
kaupin á Búnaðarbankanum. Helm-
inginn í Hesteyri átti fjölskyldufyrirtæki
Halldórs, Skinney-Þinganes á Homa-
firði og bróðursonm hans var fram-
kvæmdastjóri. Fullyrt var í Frjálsri
verslun að daginn áður en rfldsstjómin
ákvað að ganga til samninga til S-hóp-
inn, hafi Hesteyri leyst inn 700 milljón
króna hagnað af viðskiptum með bréf í
Keri og VÍS sem ættí að þýða 350 millj-
ónir inn í fjölskyldufyrirtækið...
• Núna á Skinney-
Þinganes 9 prósenta
hlutíVÍSog situr
Ingólfúr Ásgrftnsson
bróðir Halldórs í stjóm
fyrirtækisins í kraftí
þeirrar stöðu. Forstjóri
VÍS er fyrrum varaformaður og ráð-
herra Framsóknarflokksins, Finnur
Ingólfsson og í stjóm VÍS sitja nokkrir
af helstu bakhjörlum Framsóknar-
flokksins í viðskiptalífinu. VÍS er alvar-
lega að skoða kaup í Símanum í félagi
við fjátfestíngafélagið Meið. Halldór
varð reiður við spumingar Helga
Hjörvar á Alþingi og neitaði að tala
um málið, sagði þingmanninn draga
gróusögur inn í Álþingishúsið...
• Halldór sagði að það hvarflaði ekki
að sér að taka undir gróusögur um
meint tengsl Samfylkingarinnar og
Baugs. Er af því tílefni hér rifjað upp
það sem kom fram í DV fyrir ári. Þar
fúllyrtu stjómendur Baugs að þeir
hefðu ekki greitt í sjóði SamfyUdngar-
innar fyrir síðustu kosningar, en við-
urkenndu að Framsóknarflokkurinn
hefði verið í peningaáskrift hjá Baugi
og þegið 100 þúsund krónur á mánuði
inn á sína reikninga, allt í allt 2,4 millj-
ónir...
• Annað sem rifjað er
upp í tilefni af einka-
væðingú Símans er
hvemig núverandi for-
maður einkavæðingar-
nefitdar Rfldsstjómar-
innar, Jón Sveinsson
hafi setið áfram sem stjómarformaður
í íslenskum aðalverktökum eftír að
fyrirtækið var einkavætt. Innan úr
Landsbankanum hefur DV heyrt aö
Jón hafi fyrir einkavæðingu hringt í
bankann til að kvarta undan því að
fyrirtækið væri of hátt metíð í plaggi
frá greiningardeild bankans. Þetta
þótti bankamönnum afar sérkennilegt
þar sem þeir héldu að það væri hagur
einkavæðingamefndarinnar að sem
hæst verð fengist fyrir verktakana...
• Óskar Magnússon í
Tryggingamiðstöðinni
situr nú stíft við og
skrifar upp á starfsloka-
samninga við fynurn
toppstjómendur þar.
Þremur var sagt upp og aðrir færðir
niður í tígn þannig að greinilegt er að
nýir siðir fylgja nýjum herrum. Til að
mynda Jiringdi Óskar í Ágúst Ög-
mundsson aðstoðarforstjóra til út-
landa þar sem Ágúst var í golfferð og
sagði honum að hann ættí ekki að
vera í nýju sldpuriti Tryggingamið-
stöðvarinnar...
<
>
kz
*
*
■-
Jt