Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Page 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 3
Skyndimyndin
Maður á hjóli í
Kringlunni
Hjólaö í Krinnliinni
Vorið er komið og grundirnar gróa. Ekki þarf að fjölyrða um
það að margir hafa tekið út reiðhjólin sín og eru byrjaðir að
hjóla í góða veðrinu. Þessi mynd er tekin í Kringlunni, innan-
dyra. Á henni má sjá að greinilega eru það ekki allir sem nýta
sér góða veðrið. Ástæðan gæti hugsanlega verið sú að Útilíf í
Kringlunni selur reiðhjól og gæti þessi einstaklingur verið að
prófa vöruna áður en hann kaupir.
Rut Arnardóttir, aðstoðarverslunarstjóri í Útilífi, kannaðist
ekki nægilega við þetta einstaka mál en sagði það koma sér á
óvart. „Fólk á ekki að fá að prófa hjólin inni í Kringlunni, það
er bannað. Ég veit ekki hvað þetta var eða hvort þetta hafi ver-
ið frá okkur,“ segir Rut.
Hjólasölutímabilið er nú í hámarki og að að sögn Rutar hef-
ur verið gríðarleg sala í verslunum þeirra. Sjálf er hún mjög
hlynnt því að fólk nýti góða veðrið til hjóheiða. „Það að hjóla
er gott og hressandi," segir Rut í Útilífi.
Spurning dagsins
Á að breyta
sýningartíma Strákanna á Stöð 2?
„Foreldrar bera
ábyrgðina"
„Nei, alls ekki. Þetta er frábær þáttur og for-
eldrar bera ábyrgðina á því hvort börnin
þeirra horfi eða ekki."
Erna Rut Halldórsdóttir nemi.
„Ég veit það
ekki. Ég er ekki
með Stöð 2 svo
ég hefenga
skoðun áþví."
Steinunn Þórðardóttir
verslunarkona.
„Já, mér finnst
það. Það ætti
að breyta
þessu svo að
börnin séu ekki að horfa og
herma."
María Jonný Sæmundsdóttir
nemi.
•„Nei, ég held að
foreldrar ættu
frekar að
banna börnum
að horfa."
Ásgeir Erlendsson nemi.
„Já, mér finnst
það. Litlu börn-
in eru svo
áhrifagjörn."
Berglind Þorfinssdóttir,
starfsmaður Morgun-
blaðsins.
Kröfur hafa verið settar fram um að sjónvarpsþátturinn Strákarnir
á Stöð 2 verði færður á dagskrá síðar á kvöldin en nú er.Ástæðan
eru meint slæmt áhrif þáttanna á yngstu kynslóðina.
Las DV frá þriggja ára aldri
Gamla myndin í dag er frá árinu
1993 af þriggja ára stelpu sem las DV
iyrir blaðamann.
„Mig rámar nú í þetta en ég vissi
náttúrulega ekkert hvað var að ger-
ast,“ segir María Björk Einarsdóttir
sem nú er í 10. bekk á Egilsstöðum.
„Ég byrjaði að læra að lesa tveggja ára,
foreldrar mínir eru kennarar og pabbi
er nú aðstoðarskólastjóri.“
María segist nú einungis hafa lesið
Dagblaðið en blaðamaðurinn hafi
ekki trúað því að hún kynni að lesa.
„DV kom svo bara inn um lúguna og
ég byrjaði að lesa fyrir hann,“ segir
María sem undirbýr sig af krafti fyrir
samræmdu prófin. „Þau leggjast nú
bara nokkuð vel í mig og ég reyni að
vera dugleg. Ætli ég fari ekki bara í ME
til að byrja með en svo veit ég ekki."
María segist ekki æda að verða
kennari eins og foreldrar hennar en er
ekki viss hvað hún ætli að gera í fram-
tíðinni. „Ég hef alltaf lesið mjög mikið,
bæði bókmenntir og blöð. Ég byrjaði
líka að lesa snemma það sem er á net-
„Ástandið á Siglufiröi veröur enn verra eftir göng, afþviþá hafa
þeir veriö sviptirþeirri trú aö það séu göngin sem vantar."
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sýnir á stundum
fágæt tilþrif á kommentakerfi á síðu Egils Helgasonar.
Bytta er nú til dags sagt um drykkjusjúk-
linga en upphaflega yfsaði orðið til íláts-
ins sem drykkjuraftar supu áfengið úr.
Orðið er reyndar náskylt
„bottle" á ensku, sem merkir
flaska. I enskuna barst það
úr frönsku, bouteille, þaðan sem það kom
úrlatlnu, butticula.„Bottle" barst til
Islands sem bottla, en er lítið notað.
Málið
Það er staðreynd að Lög
urinn er sjötta dýpsta
stöðuvatn landsins, 112
metra djúpt og nær um 90
m niður fyrir sjávarmál.
ÞÆR ERU MÆÐGUR
Söngkonan & athafnakonan
Kristin Á. Ólafsdóttir, ieikkona, söngkona
og kennari, og Melkorka Óskarsdóttir
bókmenntafræöingur eru mæðgur.
Melkorka hefur meðal annars veriö viö-
riðin Stúdentaieikhúsiö i mörg ár og
unnið við myndir Sigurjóns Sighvatsson-
ar sem teknar hafa verið hérá landi.
Pabbi Melkorku og eiginmaður Kristinar
er Óskar Guðmundsson, sagnfræöingur
og rithöfundur.
Vorhátíð hestamanna '05
í ReiðhöHinni Víðidal
I Landsmótssigurvegarar
/ Knapi ársins
/ Glæsihryssur / Glæsistóðhestar
/ Ræktunarbússýningar
/ Suðri frá Holtsmúla með afkvæmum
/ Tumi frá Stóra Hofi / Sæli frá Skálakoti
/ íslandsmeistarar i fimmgangi
I Kröftugar skrautsýningar
/ Hvað getur islenski hesturinn ekki sem önnur hestakyn g
/ Dagskrá helgarinnar:
I Föstudagur: Sýning kl. 21:00
/ Laugardagur: Sýning kl. 21:00
/ Laugardagur: Kennslusýning FT og Hólaskóla kl. 9:00
I Sunnudagur: Kennslusýning FT og Hólaskóla kl. 9:00
I Miðasalan fer fram i Reiðhöllinni i Viðidal og í sima 5670100
fimmtudaginn 28/4 frá kl. 15:00 - 18:00
föstudagínn 29/4 frá kl. 15:00 -
laugardaginn 30/4 frá kl. 14:00 -
Miðaverð: 1500 kr. fös. og 2500 kr. lau.
29, 30 apríl og 1 maí
/ Fagmennska til framtiðar.
/ KcnnsJusýning og endurmenntunar-
/ namskcid FT og Hóiaskoia I sam-
/ starfi vid hostamannatclagiA FAk og j
I Ástund hcfst laugard. kt. 9:00 og I
j sunnud. kl. 9:00. Komið og fytgist / j
nieð okkar færustu kennurum. / /
Allir velkomriir / /
Miðar sddir við inrtganginn. /
//