Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005
Fréttir DV
Stendur með
Grétari
Hæstiréttur staðfesti
dóm héraðsdóms yfir lík-
fundarmönnunum þremur;
Grétari Sigurðssyni, Jónasi
Inga Ragneurssyni og Tom-
asi Malakauskas. Allir fá
þeir tveggja og hálfs árs
dóma; þyngstu refsingu
mögulega fyrir illa meðferð
sína á liki Vaidasar. Heið-
veig Þráinsdóttir, kærasta
Grétars, segir dóminn ekki
hafa áhrif á samband
hennar og Grétars sem
starfað hefur síðustu mán-
uði sem dyravörður á De
Palace. „Við erum enn
saman og munum verða
það áfram," segir Heiðveig.
Litla-Hraun
stækkað
Dómsmálaráðuneyti
hefur mælst til þess við
Fangelsismálastofnun að
viðræður hefjist um land í
kringum fangelsið á Lida-
Hrauni. Fyrirhuguð er
stækkun á Litla-Hrauni en
landið í kring er að hluta til
í eigu ríkisins og að hluta í
eigu Árborgar. Viðræðurnar
munu miða að því að kom-
ast að samkomulagi um
hvernig landið verður nýtt.
Vill svör
frá Davíð
Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður óskar í
bréfi eftir svari Davíðs
Oddssonar við því hvemig
þeim fjórum milljónum sem
utanríkisráðherra átti að út-
hluta til mannréttindamála
hafi verið úthlutað og með
hvaða hætti hafi verið stað-
ið að úthlutuninni. „Ég
sendi þetta bréf bara sem
borgari í þessu landi og vil
fá að vita hvemig staðið var
að úthlutun þessa fjár," seg-
ir Ragnar. „Ég vil fá að vita
hvaða reglur hafi verið sett-
ar um úthlutunina, hvar
hafi verið auglýst, hverjum
hafi verið úthlutað og á
hvaða forsendu."
Kalla þurfti til aukafundar í Lögmannafélagi íslands vegna tveggja milljón króna
peningagjafar sem Bónus færði félaginu á árshátíð þess. Jakob Möller, fyrrverandi
formaður félagsins, vildi ekki þiggja en Örn Clausen sagði að menn ættu að halda
kjafti og þakka fyrir sig.
Lögmenn í hár snmnn
út nf peningagjnf Bónuss
Jakob Möller
Vitdi ekki pen-
inga frdBónus.
Kalla þurfti til sérstakan aukafund í Lögmannafélagi íslands
vegna peningagjafar sem Bónus færði félaginu á árshátíð sem
lögmenn héldu á Hótel Sögu um miðjan mars. Á árshátíðinni til-
kynnti Kristín Jóhannesdóttir, dóttir Jóhannesar í Bónus, um
gjöf frá fyrirtæki fjölskyldunnar til Lögmannafélagsins upp á
tvær milljónir króna sem renna skyldu í námssjóð félagsins.
Kristín er lögfræðingur að mennt
og fyrir bragðið félagi í Lögmannafé-
lagi fslands. Brá mörgum lögffæð-
ingum í brún þegar tilkynnt var um
milljónirnar tvær frá Bónus og
kröfðust í framhaldinu aukafundar
vegna málsins.
„Ég vil aðeins að félagið taka af-
stöðu til þess hvaða styrki eða gjafir
félagið getur þegið,“ sagði Jakob
Möller, hæstaréttarlögmaður og
fýrrverandi formaður Lögmannafé-
lagsins, skömmu áður en hann gekk
til fundar síðdegis í gær. Að öðru leyti
vildi Jakob ekki tjá sig um málið eða
svara spurningu um hvort máli skipti
hvaðan peningarnir
kæmu.
„Hreint hneyksli"
Helgi Jóhannesson, formaður
Lögmannafélagsins, var lilynntur
því að þiggja gjöfina en lét undan
þrýstingi um að fundur skyldi hald-
inn. Var Helgi vel studdur af Erni
Clausen hæstaréttarlögmanni sem
sparaði ekki stóru orðin áður en
hann gekk til fundar við félaga sína:
„Það er hreint hneyksli að þiggja
ekki gjöfina þótt hún komi frá Bón-
us. Ég held að þessir menn eigi bara
að hafa vit á því að halda kjafti og
þakka fyrir sig,“ sagði örn Clausen.
Fundi lögmannanna lauk
skömmu fyrir kvöldmat í gærkvöldi
og þá var bjartara yfir Erni Clausen
en áður:
Takk með
. einuat-
k kvæði
Bk „Þetta
H var ágætur
B fundur þar
I sem tillaga
I um að skila
■ gjöfinni var
Ijjf felld með
yfirgnæf-
% andi meiri-
f hluta at-
W kvæða. Þá var
jí samþykkt til-
! laga um að fela
stjórninni að
skipa nefnd til
k að setja regl-
ur
um gjafir og annað sem til félagsins
bærist. En það gleðilegasta var að
einnig var samþykkt tillaga um að
þakka Bónus fyrir milljónirnar tvær
en sú tillaga var aðeins samþykkt
með eins atkvæðis mun,“ sagði Örn
Clausen eftir fundinn í gærkvöldi.
Helgi Jóhannesson Formaðurinn lét
undan þrýstingi og boðaði aukafund
vegna peningagjafar frá Bónus.
Örn Clausen Hvatti féiaga slna til
aðhaida kjafti og þakka fyrir sig.
Kristín Jóhannesdóttir
Ætiaði að gleðja kollega
sína á árshátið Lög-
mannafélagsins en tvær
milljónir féllu í grýttan
jarðveg hjá sumum.
Við dánarbeð karlmannsins
karlmenni hlaupa nú um eins og
kjánar, gantast, flissa og slá sér á lær.
Gagnkynhneigðir menn bera á sig
krem til þess að verða ennþá mýkri,
lita á sér hárið og punta sig eins og
dúkkur.
Svarthöfði situr við dánarbeð
karlmennisins og berst við að gráta
ekki. Hann heldur í hönd þess og
bíður hins óumflýjanlega: Að hann
missi út fýrsta tárið - á sama augna-
bliki verður karlmennið dautt.
Svarthöfði
anlegu æðruleysi, líkt og Hitler í
neðanjarðarbyrginu.
Fyrirmyndimar hafa stökkbreyst
og heil kynslóð með. Þessi kynslóð
er kölluð krúttkynslóðin. f stað þess
að fínt sé fýrir karla að vera hraustir
og staðfastir er best að vera krúttíeg-
ur og fyndinn. Karlmaðurinn fór úr
því að vera stríðsmaður í hirðfífl.
Umbreytingin er að eiga sér stað
í þessum töluðu orðum í grunnskól-
um, leikskólum, menntaskólum,
vinnustöðum og inni á heimilum.
„Ég hefþaö frábært," segir Jón Tryggvi Unnarsson, verslunarmaöur og fyrirsæta.
„Ég var að fá lán samþykkt í bankanum mínum og er því á leiðinni út I búð að
kaupa mér draumagræjuna mína, Macintosh-fartölvu. Tölvuna ætla ég að nota I
tónlistarupptökursem ég hefverið að vinna að ílangan tíma."
Karlmennið er deyjandi.
Þegar Svarthöfði ólst upp hafði
hann sínar fyrirmyndir sem mótuðu
form utanum hugarfar hans og fas.
Faðir hans var heljarmenni að hold-
um og í huga. Stjórnaði dým fleyi,
sótti afla í haf og lyfti þungum byrð-
um, bara til þess að gera það. Nú
þykja slík þrekvirki léttvæg.
Éinnig hefur Svarthöfði haft vel-
þóknun á þeim mönnum í sjónvarpi
sem drepa aðra menn, illa menn.
Fyrir tíu árum var það líka svo að
börnin hrifust með ofurhetjum og
litu upp til sterkra manna. Ofureflið
var dyggð. Arnold Schwarzenegger
var dáður, Sylvester Stallone mark-
aði spor í huga ungmenna bæði sem
Rambo og sem Rocky. Bubbi söng
um slægingar, drukknun og hörð
fíkniefni.
Svo byrjaði Sylvester Stallone að
leika í grínmyndum, Schwarzen-
egger varð mjúkur maður og Bubbi
sönglaði um lífið og ástina, og var
síðan svikinn af ástinni. Niðurlæg-
ing karlmennskunnar er orðin og
eftir standa karlmenni steinrunnin á
stangli, bíðandi dauða síns í óskilj-
Hvernig hefur þú það?