Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 Sport DV Svekktur Frank Lampard klúöraði algjöru dauöafæri og var að vonum svekktur. NordicPhotos/Getty images í Þettavarekki enskur lelkur Claudio Ranieri, fyrrverandi stjóri Chelsea, var mjög hrifinn af boltanum sem var leikinn hjá Chelsea og Iiverpool. „Bæöi lið vildu ....... irk. Þetta Þettavar var mjög taktískur leikur. ekki týpískur leikur á milli enskra liöa, þetta var . eitthvaö allt , , annað. Síðari jp, * y leikurinn verður ÆÉ æðislegur og^^^l^^ J*gjj verður áhugavert §H / Jg aðsjáútkomu ly fl| skákarinnar sem &&// K stjóramir eru að m§/, H tefla,“ sagði Ranieri. I Er komið að þvi? Þaö er heitasta óskmargra að Liverpool þaggi niður I hrokagikknum Mourinho NordicPhotos/Getty images Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sýndi það með Porto á síðustu leiktíð að fáir eru eins góðir í sálfræðihernaði og hann. Portúgalinn hrokafulli hefur verið með alls kyns takta og hann lét til sín taka um leið og flautað var af á Stamford Bridge. Salfnædihernaðup Mourinhos hafinn •# v**. Það er ekki hægt að neita því. Eftir markalaust jafntefli á Stamford Bridge þá er Liverpool líklegra til þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þeir eiga heimaleikinn og þurfa ekki að gera annað en að sigra. Þá eru þeir komnir í úrslit. Þetta veit Jose Mourinho, stjóri Chelsea, en hann hóf sálfræðihernaðinn um leið og fyrri viðureign liðanna var flautuð af á miðvikudag. Það hefur vafalítið farið vel í taugarnar á Mourinho hversu ifla leikmenn hans fóru með færin gegn Liverpool á miðvikudag en hann lét ekki í það skína. Sama hvað gekk á þá var hann alltaf rólegur og svalur bekknum. Það var síðan ekki að sjá á honum að hann væri sleginn í leikslok þegar hann lýsti því yfir fullum fetum að Chelsea færi í úrslitaleik Meistara- deildarinnar. Þetta gerir hann til þess að halda sjálfstrausti í sínum mönnum. Þeir verða að trúa - annars geta þeir tapað. Hann flýr samt ekki þá staðreynd að Liverpool er í betri stöðu til þess að komast í úrslit. Þeir eiga heimaleikinn, hafa áhorfendur á sínu bandi og eins marks sigur nægir til þess að komast í úrslit. Svæði opnast Mourinho getur þó leyft sér að tala fjálglega þar sem hann veit að Liverpool mun aldrei geta beitt sömu leikaðferð á heimavelli ogþeir gerðu á Stamford Bridge. Þeir þurfa að koma framar á völlinn og þá opnast svæði á þeirra vallarhelmingi sem voru lokuð í fyrri leiknum. Chelsea er það lið sem refsar hvað best í hröðum upphlaupum og það veit stjórinn. Hann veit að líkurnar Einkimnagjöf lcikmanna Chelsea og Liverpool Chelsea: BBC Sky Guardian Independent The Sun P. Cech: 8 7 8 8 8 G. Johnson: 6 6 5 6 7 R. Carvalho: 6 7 5 7 6 J. Terry. 8 7 7 8 7 W. Gallas: 6 7 6 6 6 Tiago: 6 6 5 7 7 C. Makelele: 6 7 5 8 5 , F. Lampard: 6 7 8 7 7 Eiður Smári: 6 6 6 7 5 J. Cole: 6 7 7 8 7 D. Drogba: 5 6 6 7 5 Varamenn: A. Robben: 5 6 x 7 6 M. Kezman: 6 5 x X 5 Liverpool: BBC Sky Guardlan Independent The Sun J. Dudek: 6 6 6 6 6 S. Finnan: 6 7 7 7 6 D. Traore: 7 7 5 6 6 J. Carragher: 9 9 8 8 8 S. Hyypia: 7 8 7 7 7 S. Gerrard: 6 7 8 7 7 J. Riise: 7 7 7 7 7 I. Biscan: 7 7 5 6 7 X. Alonso: 6 7 7 8 6 L. Garcia: 5 6 5 6 7 M. Baros: 5 6 6 7 6 Varamenn: D. Cisse: 6 7 x 7 6 Kewell: 5 6 x X 5 Smicer: 6 6 x X 5 á Chelsea marki á Anfield eru ansi miklar. Það verður spiluð mikfl skák á miUi Mourinho og Benitez, stjóra Liverpool, á Anfield og Spánvetjinn Benitez verður að láta sitt Uð leika hratt, líkt og það gerði gegn Juventus, og um leið verður hann að passa að hans menn fái ekki á sig mark. Carragher bestur Vörnin í fyrri leiknum var frábær með Jamie Carragher sem besta mann og svo hélt Liverpool boltanum einnig vel en það pirraði leflanenn Chelsea augljóslega. Þeir vildu hafa boltann og stýra lefloium. Það sást best hversu vel leikáætlun Benitez var þegar Arjen Robben kom af beklöium en hann fékk vart knöttinn þann tíma sem hann var á velUnum. Ef Chelsea ætlar sér úrsUtaleik Meistaradefldarinnar þá verða þeir að leika betur en á miðvikudag. Vissulega vantaði Damien Duff og Robben er fjarri sínu besta formi. Slfkar afsakanir munu bara ekki duga í næstu viku þegar uppgjörið á Anfield fer fram. henry@dv.is Cole aðvarar Líverpool Miðjumaðurinn sókndjarfi, Joe Cole, hefur varað Liveipool við því að mæta of góðir með sig til seinni leiksins á Anfield. Cole telur að Chelsea eigi jafh mikla möguleika og Liveipool í Ieiknum. „Það er algjör vitleysa að segja að Liverpool sé sigurstranglegri aÖUinn. Við eigum ekki síðri möguleika en þeir á að komast í úrsUt. Það er aUt lagt undir og ef við leikum eins og við eigum að okkur munum við sigra. Það er klárt mál,“ sagði Cole kokhraustur. „Sjálfstraustið er í góðu lagi hjá okkur og við höfúm gert frábæra hluti á útivelU í vetur. Vissulega vildum við vera í betri stöðu en þetta sleppur og við erum sáttir Þeir skoruðu ekki mark á Brúnni og við vitum vel hversu miklvægt það er að skora á útíveUi í þessari keppni. Liverpool kom okkur ekld á ðvart enda vitum við að þeir eru með klassaUð og við berum mikla virðingu fyrir þeim. Þeir hafa leikið mjög vel gegn okkur í vetur og það verður erfitt að sigra á Anfield en við munum komast áfram," sagði Cole. Hvað sögðu stjórar Chelsea og Liverpool eftir leikinn? Báðir mjög sáttir við úrslitin Það var svolítíð fyndið að lesa ummæU stjóra Chelsea og Liverpool eftir leikinn á Stamford Bridge því hvorugur vildi. sýna veikleika og því sögðust þeir báðir vera sáttir við úrsUtin. „Við höfum skorað í Liverpool og þeir þurfa að leika öðruvísi en í kvöld. Staðan er hættuleg fyrir þá. Þeir eru á heimavefli og 99,9% stuðningsmanna þeirra halda eflaust að þeir séu komnir í úrsUt en þeir eru það ekki," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sem sagðist einnig vera sáttur við úrsUtin eins og áður segir. Fullur sjálfstrausts „Ég er ánægður með úrsUt leiksins. Ég get ekki annað en farið fullur sjálfstrausts tfl Iiverpool með þessi úrslit á bakinu. Ég er bjartsýnn á að við komumst í úrslit. Ég býst við því að við sigrum því við getum aUtaf skorað mörk. Við fengum fleiri færi í þessum leik en ég átti von á. Ég hélt fyrir leikinn að það yrði erfiðara að skora hjá Liverpool en raun bar vitni." Stýrðum hraðanum Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gat ekki verið annað en sáttur við úrslitin enda fer Liverpool í úrslit með sigri á heimavelU. „Þetta er virkilega góð staða. Við eigum frábæra stuðningsmenn og ef við trúum á sjálfa okkur getum við klárað dæmið. Við lékum vel og stýrðum hraðanum á leiknum," sagði Benitez sem verður áti Xabi Alonso í seinni leiknum en Eiður Smári „fiskaði“ spjald á hann í leiknum og fyrir vikið er Alonso kominn í bann. „Ég er búinn að sjá þetta brot og það verðskuldaði ekki gult spjald. Við lékum án hans í þrjá mánuði og unnum marga af þeim leikjum þannig að við munum reyna að gera slíkt hið sama núna. Svo er Dietmar Hamann byrjaður að æfa og hver veit nema hann geti spilað," sagði Benitez.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.