Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Síða 37
r 0V Lífíð Hljómsveitm Lights on the Highway hefur vakið verðskuldaða at- hygli undanfarið á rokksenunni í Reykjavík. Sveitinni er spáð tals- verðum frama og á næstunni kemur fyrsta plata hennar út. Guð- mundur Þórir Steinþórsson hitti þá á dimmum pöbb í Reykjavík. „Þetta byrjaði á mjög sérstakan hátt. Það má eiginlega segja að þetta hafi byrjað út af Nirvcma-disk sem Kristó lánaði mér fyrir tíu árum. Við hittumst svo síðar á menningamótt árið 2002. í framhaldinu af því kom ég upp í stúdíó hér í Reykjavík þar sem Kristó var og ætlaði að skila disknum, úr þeirri heimsókn urðu þrjú lög,“ segir Aggi gítarleikari, eða Agnar Eldberg Kofoed Hansen eins og hann heitir fúllu nafiú. Með hon- um í hljómsveitinni eru Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari, Þórhallur Reynisson ttommari, Kristófer Jens- son söngvari og Gunnlaugur Lárus- son gítarleikari sem nýkominn er til liðs við Lights on the Highway. Fyrsta myndbandið misskilið Hljómsveitin hefur fengið góðar undirtektir þar sem hún hefur spilað. Tvö lög hafa verið opin almenningi á rokkstöðvum landsins og eitt mynd- band. Það var gert við lagið Said too much og útkoman varð sú að fólk misskildi það, auðvitað þvert á vilja sveitarinnar. Sólóverkefiú hafa einn- ig látið á sér kræla. Aggi: „Gulli klippti svo myndband við Said too much og notaði teikni- mynd frá Disney í það, þessi teikni- mynd var notuð í seinni heimsstyrj- öldinni og var áróður Bandarfkja- manna í stríðinu. Það myndband var alvarlega misskilið. Það sem við vor- um að meina með því var andstæðan við það sem fólk hélt. Pælingin var og er sú að það er hægt að fegra ailt ef þú ert á einhverjum ákveðnum stað eða ákveðinni stund og bara vilt það.“ Halli: „Núna erum við svo með Jameson’s state í spilun á X-fm. Said to much var í spilun á gamla X-inu fyrir áramót. Það er ágætt að hafa bara eitt lag í spilun í einu, við erum náttúrlega ekki búnir að gefa út svo að þetta er í lagi, það er líka svolítið fyndið með íslendinga, þeir virðast aldrei hlusta á texta. Það eru mjög fáir sem gera það og myndbandið var misskilið vegna þess, höldum við.“ Friðelskandi rokkarar Eftir nokkrar umræður um lögin þeirra, sem og myndbandið og gildi þess á öldum ljósvakans, fór um- ræðan að snúast um heimsmál. Hér eru greinilega á ferð ffiðelskandi menn sem í fljótu bragði væri hægt að líkja við Bítlana, þeirra vilji að halda friðinn í heiminum og berjast fyrir honum betri. Að þeirra mati virðist utanrfkisstefna Bandaríkj- anna standa í vegi fyrir þeirri þróun í heiminum. Krístó: „Þegar það er búið að heilaþvo eina þjóð með þeirri skoðun að hún sé einhver alheimslögregla sem geti ttaðkað á hveiju sem er, þá get ég ekki verið hlynntur henni. Þró- unin í þessu er náttúrlega alveg fá- ránleg. Af hverju eiga allir að lifa eftir því sem Bandaríkjamenn gera?“ Gulli: „Fjölmiðlar þar virðast ein- ungis vera með eina hlið á málinu. Við erum samt alls ekki á móti Bandaríkjamönnunum sjálfum. Það eina sem við viljum er friður." Tóku þátt í miðaldra músík- tilraunum Iights on the Highway sigraði í undankeppni hérlendis fyrir keppn- ina Battle of the Bands, sem haldin var í London fýrir skemmstu. Að sögn gekk þeim ágætlega og voru ánægðir með keppnina og sitt ffamlag þar í borg. Úrslit komu þeim á óvart og er um að kenna ffamgöngu dómnefnd- ar í keppninni. Halli: „Þessi keppni er svona mjög gott mini-eurovision nema bara með rokkhlj ómsveitum. “ Kristó: „Það var mjög gaman að spila þar og við skemmtum okkur meiriháttar vel. En það var greinilega verið að leita að allt öðru en Lights on the Highway." Gulli: „Það var í raun verið að leita að sama bandi og vann í fyrra. Það vann aftur. Ef sama bandið vinnur þriðja árið í röð missum við líklega alveg trú á þessari keppni. Ég missi þá trú á mannkyninu." Kalíi: „Verðlaunin voru samt hundrað þúsund dollarar svo það væri ekkert slæmt að vinna þetta. Það var samt mjög hár meðalaldur í keppninni." Halii: „Já, Þetta eru svona miðaldra músíktilraunir." Súrrealískt á Litla-Hrauni Tónleikar, utanlandsferð, plöm- útgáfa og fleira er það sem bíður sveitarinnar. Sttákarnir hafa nýlega lagt lokahönd á upptöku á tólf laga plötu. Skortur á peningum spilar inn í útgáfima en sveitin heldur af því til- efiú tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld, föstudag klukkan 22. Það kost- ar fimm hundruð kall inn og fer sá peningur í að fjármagna útgáfu plöt- unnar. „Við erum á leiðinni til Stóra-Bret- lands í næsta mánuði ef allt gengur upp og ætlum eitthvað að reyna að spila," segir Kristó. Aggi: „Síðan mallar grauturinn í sumar og við reynum að spila okkur meira saman. Við erum náttúrlega bara nýbyrjaðir sem fimm manna band. Það er samt ekki hægt að segja að við fáum salt í grautinn fyrir þetta. Þetta er meira svona bjór í maga. Við heimsóttum Litla-Hraun um daginn, á okkar eigin kosmað og spiluðum þar fyrir fanga. Okkur var miicið fagn- að.“ Kfistó: „Litla-Hraun var ótrúlega súrreah'sk upplifun, að spila fyrir svona stóra menn. Þeir eru náttúr- lega tónleikasveltir þarna. Nokkrir voru að lyfta á meðan við spiluðum og maður sá að þeir filuðu þetta í botn." Gulli: „Rúnar Ben Maitsland var einmitt sérstaklega hress með þetta. Ég vil hér með skila kveðju til hans.“ Antony er stjarna á uppleið og spilar í Nasa í júlí Karlsöngkona á leiðinni Söngvarinn Antony og hljóm- sveit hans The Johnsons er nýjasta atriðið sem bætist á stóra listann yfir tónleika sumarsins. Antony sker sig þó úr af því hann er ekki gömul risaeðla á síðasta snúningi heldur ferskur listamaður á hraðri siglingu á toppinn akkúrat núna. fslendingar fá því aldrei þessu vant að sjá störnu á uppleið. Tónleik- arnir verða á Nasa 11. júlí nk. Antony býr í New York og hefur verið að slá í gegn með annarri sólóplötu sinni, „I am a Bird now", sem kom út snemma á árinu. Dómamir hafa verið einróma og rosalega góðir og stundum á hálf- trúarlegum nótum þegar gagn- rýnendur hafa næst- um því orðið geðveik- ir yfir snilldinni. Ant- ony er með allskyns frægt lið með sér á plötunni, m.a. Boy George, Rufus Wain- wright og Lou Reed, en þykir þó skyggja al- gjörlega á það sjálfur. Söngvarinn er sam- kynhneigður og mörg laga hans fjalla um þrá hans til að sleppa úr viðjum líkamans og um barsmíðar og andlegt ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir vegna kennda sinna. Röddin er engu lík og Antony þykir syngja eins og kona, eða ein- hvers konar kynlaus goðsagnavera. Honum er iðulega líkt við Billie Holliday og Ninu Simone. Einstök rödd hans er römmuð inn með dramatískri tón- listinni og þykir útkom- an snerta nýja strengi í áhorfendum. Tónleik- arnir hér eru liður í Evr- óputúr Antonys og eru lokahnykkur þeirrar ferðar. Miðasala hefst fösmdaginn 20. maí í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg og á midi.is. Maríanna Friðjónsdóttir Sorgmædd en ekki reið eftir sonarmissi í próflestn jaKoo m ástfanginn1 “a" Li með kærustnnm WBmf' w HWB \ / WM m/fá f Helgarblað DV - springur út á morgun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.