Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Síða 39
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 39
Gömul plága
Kjallari
Þorsteinn
Guðmundsson
fékk þriggja metra hán
jólasvein í heimsókn.
Ég kom heim úr vinnunni og ég
vissi að ég væri einn heima sem
reyndar er sjaldgæft. Maður á mín-
um aldri er sjaldnast einn. Ég
smeygði mér úr sveittum skónum og
hristi fætuma aðeins til þess að loft-
þurrka þá og fá blóðrásina í gang. Ég
hallaði mér upp að útihurðinni og
slakaði á. Þetta geri ég oft þegar ég
kem heim, sérstaklega þegar ég veit
að ég er einn. En ég var ekki einn
þennan dag. Úr stofunni barst
greinilega jólatónlist, einhvers kon-
ar bjölluspil og Helgu Möllerlegt lag.
Ég sperrti eyrun og gekk svo varlega
inn. Ég átti von á hverju sem er og
vildi fara varlega, hlutfall mglaðra
íslendinga hefur farið ört vaxandi á
síðustu árum, ENGAR SNÖGGAR
HREYFINGAR, er eiginlega orðið að
boðorði dagsins, hvort sem er úti í
matvöruverslun eða í sturtunni í
sundlaugunum, VARÚÐ FULLT AF
KLIKKUÐU LIÐI, er skilti sem væri
hægt að setja upp hvar sem er.
Grenjandi sveinn
í hægindastólnum mínum í stof-
unni sat jólasveinn, eldri maður
með skegg og í rauðum búningi, það
lagði af honum sterkan keim af tá-
fylu og Old Spice. Get ég aðstoðað?
spurði ég slepjulega eins og af-
greiðslumaður í skóverslun og sá
um leið eftir því að sýna óþarfa kurt-
eisi. Ég kannaðist ekki við að hafa
boðið þessum manni inn, hvað þá
að hafa boðið honum að setjast í
stólinn minn. Hann leit hægt upp og
ég sá samstundis að hann var drukk-
inn, hversu drukkinn, var erfitt að
segja en hann var alveg örugglega
undir áhrifum áfengis. Ha? spurði
hann svo. Ég er jólasveinninn. Já, ég
sé það, svaraði ég kuldalega og tókst
betur að vera hranalegur. Ég er kom-
inn til þín, sagði jólasveinninn. Ég er
kominn til þín Þorsteinn vegna þess
að þú ert einn gáfaðasti maður
landsins. Aha, umlaðaði ég. Ekki al-
veg svarið sem hafði átt von á en
svar að mínu skapi engu að síður.
Kvartandi sveinn
Ég gaf honum te og rúsínur.
Hann hakkaði þær í sig eins og hann
hefði aldrei fengið matarbita. Ég er
Þú ert svona trúður
fyrir kapítalista, það
vita allir. En af
hverju ætti fólk að
hlusta á þig? Hvað
hefur þú að segja?
orðinn úreltur, sagði hann. Ég er
tímaskekkja, fokking tímaskekkja,
tautaði hann fyrir munni sér. Tja,
svaraði ég, þú mátt ekki dæma þig of
hart. Ég trúi reyndar ekki á þig en
það er fullt af fólki um allan bæ sem
tekur þig trúanlegan. Margir sem
hafa gaman af þér og svona. Já, ég
veit, svaraði hann, en það er allt á
yfirborðinu. Þannig var það ekki
einu sinni. Þá var ég djúpur, jafn-
djúpur og hver annar. Nú er litið á
mig sem einhvers konar fi'fl fyrir
börn. Fólk notar mig, það hlustar
ekki á mig, notar mig bara til þess að
selja jólagjafir og allt það ... og hann
sökkti sér ofan í rúsínupakkann. Já,
sagði ég yfirvegað og gáfulega. Þetta
eru ekki nýjar fféttir. Þú ert svona
trúður fyrir kapítalista, það vita allir.
En af hverju ætti fólk að hlusta á þig?
Hvað hefur þú að segja?
Ógnandi brjál
Ég hef margt að segja, svaraði
hann og starði á mig. Ég starði aftur
á móti á rúsínu sem sat föst í skegg-
inu á honum. Ég hlusta. Hann reis á
fætur og nú tók ég eftir því að hann
var a.m.k. þrír metrar á hæð. Ég for-
dæmi fóstureyðingar, ég fordæmi
samkynhneigða, ég fordæmi rokk-
tónlist. Hann var ógnandi og ógeðs-
legur. Ég vil að konur séu heima að
hugsa um börnin og ég fordæmi
getnaðarvarnir. Ég held hlífiskildi
yfir bamapervertum. Ég er fokking
tímaskekkja og ekki ennþá búinn að
ná síðustu öld, ég veit ekki hvern
fjandann ég á að gera þessa öldina.
Hvað gerir maður sem missir af
einni öld? Ég veit það ekki, sagði ég
eins lágt og ég gat. Ég vildi ekki reita
hann til reiði, hann var ógnandi og
ógurlegur, hefði auðveldlega getað
kastað mér alla leið til helvítis.
Engir töfrar
Böm hafa gaman af þér, benti ég
kurteislega á. Já! öskraði hann á
móti, það er vegna þess að þau
halda að það sé eitthvað á mér að
græða. Þau halda að ég geti reddað
þeim einu og öðm. Leikföngum og
betra Kfi og nú var hann farinn að
öskra á mig. Ég kinkaði kolli, tók rús-
ínumar og tebollann af borðinu, fór
með það fram í eldhús og kallaði svo
inn í stofuna: Farðu út. Þú ert ekki
velkominn hingað. Farðu! Ég veit
ekki á hverju ég átti von, kannski átti
ég í raun von á því að hann léti sig
hverfa og þá meina ég hverfa í sömu
merkingu og Skari skrípó lætur sig
hverfa. En hann gerði það ekki. Þeg-
ar ég kom aftur inn í stofuna sat
hann þar enn úti í homi, kjökrandi,
fullur og angandi af táfýlu og rak-
spíranum sem ég á svo erfitt með að
þola... Old Spice.
morguni
frr1 /
Nú segja
1 spekingarað
j það sé að
' bresta á með
" nettu
kuldakasti sem
ná muni hámarki um
helgina. I dag verður til
dæmis þokkalega
hryssingslegt um allt
norðanvert landið þótt það
stefni í notalegheit á
suðvesturhorninu.
X
Strekkingur
eí Gv
CV
é * v
Nokkur
vindur f (
Strekkingur ~
S
é é
Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
S/
2 * *
Strekkingur
10
Nokkur-
vindur
Nokkur
vindur
C2>y
Nokkur
vindur ?
Strekkingur
é é
Allhvasst
Kaupmannahöfn 9 Paris 20 Alicante 23
Oslo 10 Berltn 17 Milanó 24
Stokkhólmur 15 Amsterdam 16 New York 16
Helsinki 10 Madrid 26 San Francisco 18
London 18 Barcelona 21 Orlando/Flórida 31
: Q S £2>
( -iQ
sQ
* *
j
Sólarupprás Sólarlag í Ardegisfióð 09.43
I Reykjavík Reykjavlk siðdegisfióð 22.14
05.06 21.46
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Bítlakynslóðin í Keflavík, ‘51 ár-
gangurinn, ætlar að fagna 40 ára
fermingarafmæli
sínu í Golfskálanum
á Leiru eftir rúman
hálfan mánuð og
stendur nú yfir mik-
ill undirbúningur.
Eru menn til dæmis
að dusta ryk af
hljóðfæmm. Þessi hópur telur með-
al annarra Magnús Kjartansson,
Helga Jóhannsson
hjá Sumarferðum,
Þorstein Ólafsson
fyrrv. landsliðsmark-
vörð og Stefán
Ólafsson prófessor
svo einhverjir séu
nefndir.
Samkvæmt upplýsingum úr
innsta hring er viðbúnaður hjá lög-
reglu vegna þessa en hinn glaði hóp-
ur reiknar þó með
skilningi þar á bæ því
Karl Hermannsson
fyrrum söngvari
Hljóma er nú orðinn
yfirlögregluþjónn og
rntrn væntanlega
horfa í gegnum fingur
sér keyri allt um þverbak og launa
þannig stuöninginn frá árinu 1962...
• Ólafur B. Guðna-
son stendur fyrir
æsispennandi
spurningakeppni á
Talstöðinni og em
nú þrjú gáfumenni
komin í úrvalshóp
eftir þrjá sigra og
munu þau takast á síðar í úrslitum.
Þetta em þau Egill
Helgason, Kristján
B. Jónasson og
Krístrún Heimis-
dóttir. Á miðviku-
daginn kepptu
gamlir samherjar úr
Spurningakeppni
framhaldsskóla og lagði spurninga-
ljónið Stefán Pálsson Svein Guð-
marsson og stefnir ótrauður í ofur-
heilahóp Ólafs...
• Bjöm Ingi Hrafnsson, aðstoðar-
maður Halldórs, gerir æsta smölun
í Samfylkinguna
vegna formanns-
kjörs að umtalsefrii í
nýjum pistli á bjorn-
ingi.is. Hann bendir
á að einn þeirra sem
fékk atkvæðaseðil í
vikunni og áróðurs-
póst frá „æstum stuðningsmönnum
frambjóðenda til formanns" sé
Steingrímur S. Ólafeson, blaðafull-
trúi Halldórs. Hann hefur aldrei
verið í Samfylkingunni segir Björn
Ingi og spyr sár hvers vegna hann
hafi ekki fengið atkvæðaseðil í pósti
eins og Steingrímur...
• Framsóknarmenn em reyndar
óhemju atkvæðamiklir netverjar og
þannig telur Krist-
inn H. Gunnarsson á
sinni síðu Sigmjóni
Þórðarsyni sýnd
ótrúleg óvirðing af
sínum flokksmönn-
um með að hann
hafi verið látinn
víkja fyrir Magnúsi Þór Hafsteins-
syni í menntamála-
nefnd. Hann segir
standa skýrum stöf-
um á vef Frjálslynda
flokksins að vegna
áherslu á að setja
viðunandi löggjöf
um Ríkisútvarpið sé
Sigurjón settur út. Kristinn bendir
Frjálslyndum á Einræður Starkaðar
eftir Einar Benediktsson þar sem
segir að aðgát skuli höfð í nærvem
sálar...
*
*