Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar. Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórar Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Dr. Gunni heima og aö heiman Fimmtudags- Á rríorguneriippstigningardag- ur og fólk fær frí. Jesús steig upp til himnaá þessum degi fyrir 1972 árum síöan. Það sá hann reyndar eng- inn svífa upp eða ganga á stiga, en menn halda þessu fram engu að síður. Það hefði verið skemmtilegra ef hann hefði frestað þessu ferða- lagi ffam á föstudag - maður hefði fengiö lengri helgi og svona - en því verður víst ekki breytt úr þessu. unni að við seljum bara fbúðina okkar f Reykjavfk og flytjum út á land, f eitt- hvert algjört krumma- skuð.Við fengjum gott fýrir fbúðina sem er auðvitaö búin að rjúka upp úr öllu valdi f verði og fengjum hús á spott- prís í einhverjum smábæ. Mls- muninn gæti maður notað til að gera mest Iftið f nokkur ár. Lífið yrði miklu einfaldara svona ná- lægt náttúrunni, ekkert stress og rugl og maður gerði bara það sem mann langaði til. Strák- urinn yrði frjáls til að hlaupa um koppagrundir og mér skilst að hvergi sé betra að alast upp en í smáplássum. Sem sé, algjör himnasæla. Málið fer hins vegar að vandast þegar kemur aftur að þvf að útvega peninga. Ekk- ert f gangi kannski nema eitt sláturhús og þar stendur hnffur- inn alltaf f kúnni. M§«Wgleiöum, ég meina FL Group, aö hóta þvf að byrja bara að flytja bensfnið sjálft inn. Shell fór á Ifmingunum, kom skrfð- andi og sagð- ist ætla að koma með tilboð sem FL gæti ekki hafnað. Leiðinlegt að vera ekki f aðstöðu til að vera með svona hótanir. Ég: Sko, ég byrja bara að flytja inn bensfnið mitt sjálfur ef þið lækkið þetta ekki. Shell: Sorrf maður, við lækkum þetta þá bara. Ég: Já, ókei, en það verður þá aö vera eitthvað sem mig munar um. Shell: Já, já, rólegur karíinn. Hvaö segirðu um 30 kall Ifterinn? Þetta samtal fer aldrei ffam. <o « o iO Leiðari Jónas Kristjánsson Eini maðurinn um þessar mundir, sem liefur heilan milljarð fylgismanna. Vinsælasti maður í heimi Osama bin Laden er ekki froðufellandi morðingi, heldur eins konar Saladín nútímans, þjóðsagnapersóna, sem grípur til vopna gegn krossförum nútímans. Prédikanir hans fylgja að mestu leyti megin- straumi íslamskra viðhorfa og eru orðnar að homsteini lífsviðhorfa almennings í heimi Múhameðstrúar. Osama vill, að Bandaríkin og ísrael hætti að ofsækja Palestínumenn, að Bandaríkin fari með setulið sitt frá heilögum Arabíu- skaga, hætti hemámi Afganistans og fraks, hætti stuðningi við rfld, sem ofsækja músl- íma, hætti að halda niðri verði á olíu og hætti að styðja harðstjórnir. Harðstjómir í löndum múslíma njóta flestar stuðnings Bandaríkjanna. Fremst er þar prinsaveldið í Sádi-Arabíu, sem heldur niðri olíuverði, einnig aðrir prinsar á Arab- íuskaga, svo og herforingjaveldið í Egypta- landi og Pakistan, auk nokkurra kommún- istaríkja, sem áður vom í Sovétríkjunum. Af harðstjómum í heimi múslíma em það helst stjórnendur Líbíu og Sýrlands, sem ekki em á framfæri Bandaríkjanna. Þetta sjá lýðræðissinnaðir múslímar eins og aðrir og þakka Bandaríkjunum ekki fýrir. Þess vegna sýna kannanir, að 80-90% íbúa íslamskra ríkja styðja sjónarmið Osama bin Laden. Múslímar em 1,3 milljarðar fólks um þessar mundir. Þar af má reikna með, að tæpur milljarður fýlgi Osama að málum. Ef einn af hverjum þúsund þeirra vill öðlast ei- Iíft llf með sjálfsmorðsárásum, stöndum við andspænis milljón manns, sem er fús til að vinna óhæfuverk í nafrú trúar sinnar. Lengi hefúr verið til siðs á Vesturlöndum að líta á Osama sem geðveikan sérvitring á jaðri íslamskrar trúar. Það er fráleit skoðun. Osama er í meginstraumi trúarinnar, enda halda menn hlíflskildi yflr honum, þótt margar milljónir dollara séu í boði fyrir að segja, hvar hann heldur sig. Sagan um Saladín er sterk í sögu íslams. Hann greip til vopna fyrir tæpum þúsund árum, þegar krossfarar lögðu til aflögu við heim múslíma. Allur þorri múslíma í nútím- anum lítur á Osama sem Saladín nútímans, bjargvættinn, sem muni bjarga trúnni und- an nýrri krossferð á vegum Bandaríkjanna. Osama bin Laden væri öruggur um sigur í vinsældakosningum, sem færu fram um allan heim þessa dagana, eini maðurinn um þessar mundir, sem hefur heilan milljarð fylgismanna. Svanhildup „Efung stúlka byrjar að stunda kynlíf við 15 ára aldur er ekki litið á hana sem lausláta." EITTHVAÐ HAFA 0RÐ íslenskra ljóskna í vinsælasta spjallþætti ver- aldar - Oprah Winfrey - farið öfugt ofan í húsmæður í Bandaríkjunum. Við á DV sögðum frá því í síðustu viku að þær væm hneykslaðar á orð- um Svanhildar Hólm um kynhegð- un íslenskra kvenna. Og í Moggan- um í gær birtust tvær íslenskar kon- ur sem sendu inn grein um upplifun sína á þættinum. EKKIV0RU ÞÆR ánægðar, íslensku konurnar í Bandarfkjunum, og sögðu þær Svanhildi Hólm og Þór- unni Lámsdóttur hafa haldið fram khsjunni sem Icelandair notaði í auglýsingar á sínum tíma. Svanhild- ur mætti svo í viðtal á Rás 2 í gær og sagði þetta byggt á misskilningi því khppt hefði verið framan af viðtali Opruh við hana. DV BIRTIR í DAG ALLAN textann sem íslensku konurnar fóm með í viðtal- inu við spjalldrottninguna. Er þetta birt á síðum 28-29 og dæmi hver fyr- ir sig. Ekki er enn komið á hreint hvenær eða yfir höfuð hvort Stöð 2 sýnir þáttinn með sjónvarpsstjörn- unni sinni, henni Svanhildi Hólm, og stöllum hennar. EN HÉR ERU HINAR umdehdu 7 njerkl þess að Islendingar fyriplíti sjálfa slg 1. Islenskar stjörnur tönnlast á þvf f erlendum fjölmiðlum að við séum drykkjusjúklingar. 2. fslenskar húsmæður í útlöndum þora ekki að láta börn sfn f boli merkta (s- landi. 3. Við auglýsum landið sem Bangkok norðursins. 4. Vfð erum alltaf jafn hissa þegar erlendar stjörnur koma tll landsins. 5. Þegar Islendingar fara utan halda þeir hópinn, of feimnir til að blanda geði við útlendinga. 6. Rfkasta kona landsins gerði sjónvarpsþátt þar sem hún spurði útlendlnga hvort það væri f lagi með okkur. 7. Við höldum að Kaup- mannahöfn sé stórborg. 1 Fyrst og fremst setningar sem Svanhhdur sagði: „Þær bíða ekki eftir að einhver bjóði þeim út heldur taka þær sjálfar upp tóhð. Þetta er eitthvað sem íslenskir karlmenn hafa sagt mér að þeir kunni að meta. Þeim líkar vel við að vera með í samböndum okkar. Ef ung stúlka byrjar að stunda kynlíf við 15 ára aldur er ekki litið á hana sem lausláta. Ekki heldur stráka." Fazmo-foringi á skilorð Hahgrímur Andri Ingvarsson, for- sprakki Fazmo-ofbeldisklíkunnar, fékk fyrir skemmstu skhorðsbundinn dóm fyrir að berja mann. Skaðabóta- kröfu fómarlambsins var hafnað en olbeldishrottanum gert að greiða einhverja þúsundkaha fyrir læknis- kostnaði enda fómarlambið stórslas- að eftir árásina. Svo mæta hrottarnir bara upp á FM 957 ígær og játa allt, líkt ogíDV fyrír nokkru. Lögreglan nennir yfirleitt ekki að yfírheyra þá en drengimir eru víst duglegir að læra fyrír próf þessa dagana og óþarfi að skemma það. Við hin höldum okkur frámiðbænum. Esso safnar fyrir sekt ígær komst það í hámæli í frétt- um að Esso hefði hækkað bensínlíterinn um tvær og hálfa krónu. Auðvitað em gefnar upp ýmsar ástæð- ur fyrir hækk- uninni og vom þær tí- undaðar í fjölmiðlum í gær. Esso er eitt þeim þremur olíufé- lögum sem eiga að greiða svim- andi háar upphæðir í sekt th ríkissins fyrir að níðast á al- menningi ámm saman. Eflaust vissu allir íslendingar innst inni að lítið gagnaði að sekta olíufélögin því við mun- um á endanum greiða sjálf allar þeirra sektirmeð hærra bensfn- verði. Eina rétúætið er að sækja einstaklingana sem eru ábyrgir til saka og það strax. Hjörleifur Jakobsson Hækkar bensln og á þá kannski fyrir sektinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.