Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Menning DV mennmg iissoii pbb@dv.is lagsskapur Rltlistahópur Kópavogs með Ijóðalestur í Café Borg ( Hamraborginni I Kópavogi.Tilefnið er fimmtíu ára afmæli Kópavogs- bæjar. Höfundarnir sem lesa úr verkum sínum eru: Anna Björns- dóttir, Elín Ebba Gunnarsdóttir,Val- gerður Benediktsdóttir, Kristján Hreinsson og Hjörtur Pálsson. Eins og segir í fréttaskeyti frá hópnum er enginn aðgangseyrir að þessum merka viðburði og Kópavogsbúar og nærsveitungar hvattir til að koma á staðinn og hlýða á Ijóð. Ozfær Goethe-prísinn Tilkynnt hefur verið að ísraelskí rithöfundurinn Amos Oz hljóti Goethe-verðlaunin 2005 fyrir ævi- starf sitt. Oz er þekktur friðarsinni, var heiðraður fyrir skáldsögur sfnar og áhrifamikla siðferðilega ábyrgð, en íheima- landi sfnu hefur Oz um áratuga- skeið verið gagnrýnis- rödd í hópi þeirra sem mynda stjórnarand- stöðu lands- ins. Það var Petra Roth, borgarstjóri í Frankfurt og formað- ur valnefndar, sem tilkynnti þetta f sfðustu viku. í viðtali við BBC sagði OZ að verðlaunin kæmu sér á óvart. Hann var hrærður yfir heiörinum en verðlaunin hafa (gegnum árin fallið mörgu stórmenni bók- mennta (skaut.Tómas Mann og Sigmund Freud eru f þeirra hópi. Oz fæddist f Jerúsalem 1939. Hann skrifar á hebresku en bækur hans hafa verið þýddar vfða um heim. Hann er afkastamikill grein- arhöfundur um samfélagsmál og hefur gefið út 18 bækur. Hann er oftast talinn tilheyra vinstrinu f Israel og hefur verið forkólfur f friðarhreyfingunni (heimalandi sfnu frá stofnun hennar árið 1977. Verðlaunin er umtalsverð upp- hæð,fimmtfuþúsund evrureða rff- legar fjórar milljónir króna. Þau verða veitt Oz á fæðingardegi Goethes þann 28.ágúst. Græna landið fer norður Græna landið eftir Ólaf Hauk Sím- onarson verður sýnt í tvígang í Sam- komuhúsinu á Akureyri þann 13.og 14. maf í samstarfi við LA. Þessi áhrifamikla sýning varfrumsýnd f Keflavík fyrir rúmu ári og leikin rúm- lega 60 sinnum (Þjóðleikhúsinu. Henni er svo lýst í fréttatilkynningu Þjóðleikhússinsr „Kári Sólm.undarson byggingarmeistari reisti á sinni tíð hús sem teygðu sig allt upp til skýj- anna. Nú situr hann einn eftir, hans nánustu eru horfnir honum, hver á sinn hátt, og jafnvel minningarnar eru að hverfa. Nema þær sárustu, Lilja, hressileg kona á besta aldri, þær sitja lengst eftir. Heimilishjálpin reynist óvæntur bandamaður og vin- ur. Er einhver von til að öðlast fyrir- gefningu áður en allt hverfur?,, Ólafur Haukur Símonarson samdi leiritið fyrir þau Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld en auk þeirra leikur Björn Thors í sýningunni. Hann hlaut Grímuna - íslensku leiklistar- verðlaunin - sem leikari ársins f auka- hlutverki f vor, en alls fékk sýningin fjórar Grímutilnefningar. Miðasala er hjá Leikfélagi Akureyrar f sfma 4 600 200. Einnig er hægt að kaupa miða á netinu eða með tölvu- pósti, midasala@leikfelag.is. Ný saga eftir langlífan og heimsfrægan metsöluhöfund kemur senn út í Frakklandi í fyrsta skipti, 136 árum eftir að Alexander Dumas eldri gekk frá henni sem fram- haldssögu í dagblað. Dumas eldri snýr altur Þau tíðindi berast frá París að gamli refurinn Alexander Dumas eldri muni á næsta sumri leggja undir sig metsölulistana einu sinni enn. Weekendavisen greinir frá því að helsti Dumas-sérfræðingur heimsins, Claude Schopp, hafi nú eftir sautján ára vinnu gengið frá gleymdri sögu eftir meistarann, sem setti saman Greifann af Monte Cristo og Skytturnar, og komi sagan út á bók í júní, litlar níuhundruð síður. Riddarinn Rómaninn heitir Le Chevalier de Sainte-Hermine eða Riddarinn frá Sainte-Hermine. Sagan var prentuð sem framhaldssaga í litlu blaði árið 1869, en tímaritið fór á hausinn og sagan kom aldrei út í bókarformi. Schopp var að vinna við ævisögu meistarans í Þjóðarbókhlöðunni í París þegar hann fann söguna. Næstu ár notaði hann til að koma sögunni saman og leitaði þá m.a. í handritasafn skáldsins. Eins og títt var um sögur af þessu tagi, sem voru grundvöllur vinsælda og vel- ferða margra höfunda á nítjándu öld, Dickens, Dostojevski svo dæmi séu nefnd, þá var urmull af villum í textanum, nöfn þurfti að samræma og loks finna enda á verkið sem var tekið af þrykki af síðustu síðunum. Hinsta verk Dumas veiktist hastarlega í nóv- ember 1869 og lést ári síðar, sextíu og átta ára gamall. Hann var kom- inn af þrælaættum frá Haítí, en amma hans var ambátt. Af þeim af- kastamiklu höfundum sem nítjánda öldin gat af sér er hann sá stærsti. Tvöhundruð og fimmtíu verk skildi hann eftir sig, skáldsögur, barna- bækur og leikrit. Lengi var talið að uppskriftabók væri hans síðasta verk. Framhald Claude Schopp segir söguna tengjast tveimur öðrum skáldsög- um Dumas, Compagnons de Jéhu (1856) og Les Blancs et les Bleus (1867). Riddarinn sé þriðja sagan í þríleik. Sögusviðið er keisaratími Napóleons og aðalpersónan er að- alsmaður sem er milli tveggja tíma, heillaður af hugsjónum Napóleons en bundinn af sínum uppruna. Hlutí sögunnar gerist í orrustunni við Trafalgar og hetjan er leyniskytt- an sem felldi Nelson aðmírál. Dumas skrifaði gjarnan verk sem vísa hvert í annað. Skytturnar tengj- ast Tíu árum síðar og Manninum með stálgrímuna svo dæmi séu nefnd. Sumarlesning Dumas var stjarna á sínum tíma og kallaður kóngurinn af París. Hann lifði afar viðburðaríku lífi og var víðförull, var staddur í miðri hringiðu byltinga sinnar aldar, tók Hann var kominn af þrælaættum frá Haítí, en amma hans var ambátt. Afþeim af- kastamiklu höfundum sem nítjánda öldin gat afsér er hann sá stærsti. Tvöhundruð og fimmtíu verkskildi hann eftir sig, skáld- sögur, barnabækur og leikrit. Lengi var talið að uppskriftabók væri hans síðasta verk. þátt í Júrúbyltingunni 1830 sem ungur maður, var á hátindi frægðar sinnar þegar borgarbyltingarnar riðu yfir 1848 og var á Ítalíu í frelsis- stríði Garibaldis. Hann lést síðla árs 1870 eftir daga Parísarkommún- unnar. Riddarinn frá Sainte-Hermine kemur út 3. júní. Upphafssetningin er þessi: „Hingað erum við komnir í Tuilerier-höll, sagði Bonaparte fyrsti konsúll við ritara sinn Bourienne, þegar þeir gengu inn í höllina þar sem Lúðvík 16. hafði haft aðsetur milli Versala og fallax- arinnar. Nú er að tryggja að við verðum hér áfram." í tvö ár hefur Antonía Havesi haldiö úti tónleikum í Hafnarborg með glæsilegum hóp söngvara. Tónleikarnir eru einu sinni í mánuði í hádegi og ókeypis inn. Vorið kemuraðhugga Fyrir tveimur árum tók Antonfa Havesi sig til og stofnaði til hádegis- tónleika í sýningasölum Hafnarborg- ar. Einu sinní í mánuði æfði hún upp prógramm með söngvara og varð þessi mæti siður að föstum lið f menningarlífinu f Firðinum. Aðgang- ur að tónleikunum var ókeypis, boð- ið var upp á létt snarl á veitingastofu Hafnarborgar og gestir flykktust að. Sá listi söngvara sem Antonfa get- ur státað sig af eftir veturinn segir sína sögu. í september kom Eyjólfur Eyjólfsson tenór frá Bretlandi fram, ( október Auður Gunnarsdóttir sópr- an sem starfar í Þýskalandi, Guðrún Jóhanna mezzosópran kom fram í nóvember í tengslum við vel sótta tónleika sfna hér á landi þá vikuna. Tvennir tónleikar voru í desember. Hafnfirðingarnir Alda Ingibergs- dóttir sópran og Sigrún Eðvalds- dóttr fiðluleikari og koncertmeist- ari Sinfóniunnartróðu upp á sínum tónleikunum hver. Eftir áramót voru það Hlöðver Sigurðsson tenór frá . Austurrfki, Hulda Björk Garðarsdótt- ir sópran og Sesselja Kristjánsdóttir messosópran sem sungu. (síðasta mánuði var Ólafur Kjartan Sigurðar- son bassi gestur Antonfu og lýkur röðinni nú með Bergþóri Pálssyni. Tónleikaröðin byrjar aftur í haust, og í september mun hún Elín Ósk Óskarsdóttir hefja röðina. Antonfa Hevesi píanóleikari og organisti við Hafnarfjarðarkirkju er •listrænn stjórnandi tónleikaraðarinn- ar og velur hún þá listamenn sem fram koma á tónleikunum.Antonía flutti til Islands árið 1992. Hún hefur haldið fjölda tónleika f Ungverja- landi, Austurrfki, Svfþjóð, Finnlandi, Frakklandi og á Bretlandi,en starfar nú sem organisti og kórstjóri og Antonía og Bergþór Vor- Ijóð I hádeginu / Hafnarborg. kennir við tónlistardeild Listaháskól- ans í Reykjavík. „Vorið kemurað hugga"er yfirskrift tónleikanna og mun Bergþór syngja vorljóð úr ýmsum áttum.Tónleikarn- ir hefjast klukkan 12 f dag stundvís- lega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.