Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. MAl2005 Fréttir W Umhverfisráð sniðgengið Umhverfisráð Reykja- víkur segir furðulegt að ekki hafi verið haft samráð við ráðið þegar Háskólanum í Reykjavík var út- hlutað landi í Öskjuhlíð. Þetta kemur fram í til- lögu sjálfstæðis- menn. Segir í til- lögunni að lóðin sé að hluta á útivistar svæði og grænu svæði og þess utan alveg ofan í vin- sælum útivistarsvæðum. Furðulegt sé að umhverfis- ráðið skuli ekki hafa tekið málið tii umfjöllunar. „Ein- setur ráðið sér að láta slíka handvömm ekki henda aftur." Frakkará Grundafirði Franskir nemendur frá Paimpol eru nú í heimsókn á Grundarfirði. Er það liður í samstarfsverkefni á milli skóla bæjanna tveggja. Að því er segir á heimasíðu Grundarfjarðar gista Frakk- arnir heima hjá 9. bekking- um sem þeir hafa verið í tölvusamskiptum við í vet- ur.Sjálfir fara krakkarnir úr Grunnskóla Grundarfjarðar til Frakklands 30. maí og endurgjalda heimsóknina. Þeir verða á heimilum Frakkanna fyrri hluta ferð- arinnar en fara síðan til Parísar og verða þar í þrjá daga. Ingvar sem Erlendur íMýrinni Ævar Örn Jósepsson rithöfundur „Ingvar er gríðarlegur snilling- ur eins og Erlendur og að þvl leyti myndi hann henta ágæt- lega í þetta hlutverk. Ingvar er kannski helst til ungur, þaö eru margir góðir eldri leikarar I boði. En hann erkamelljón og getur brugðið sér I allra kvik- inda líki." Hann segir / Hún segir „Ég sætti mig fullkomlega við Ingvar! þetta hlutverk. Hann hefur þessa melankóllu eins og Erlendur. Annars eigum við mikið afflinkum eldri leikur- um sem hefðu getað tekist á við þetta verkefni. Þaö sem er þó sérstakt við Ingvar er að hann eráóræðum aldri og getur því vei leikið eldri mann." Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður. Orö fá ekki lýst sorg Guðmundar Birgis Pálssonar rútubílstjóra, en hann missti vinkonu sína um helgina og kennir kerfinu um dauða hennar. Hann kom að vin- konu sinni liggjandi á gólfinu í svefnherberginu. Fyrrverandi sambýlismaður og vinur Kristínar Maríu Hafsteins- dóttur segir að Kristínu hafi verið úthýst af kerfinu. Þess vegna sé hún látin. Síðastliðinn laugardag fannst Kristín María Hafsteinsdóttir látin á heimili sínu. Það var vinur hennar, Guðmundur Birgir Pálsson, sem kom að henni. Hann hafði lengi grunað að svona gæti farið og þenn- an dag skynjaði hann að ekki væri allt með felldu. Hann fór að heimili Kristínar, bankaði og þegar enginn svaraði braust hann inn í íbúðina. Hræðilegur grunur hans var stað- festur þegar hann fann vinkonu sína og fyrrverandi sambýliskonu liggjandi í svefnherberginu, á gólfinu við hliðina á rúmi sínu. Úthýst af kerfinu „Orð fá þessu ekki lýst,“ segir Guðmundur um þá tilfinningu að koma að fyrrverandi sambýliskonu sinni látinni. „BCristín var búin að ~vera máttfarinn síðustu vikur vegna óreglu sem hún var búin að vera í.“ Guðmundur segir að vegna þess hafi hann ítrekað haft samband við neyðarlínuna og heilbrigðisyfir- völd. „Kristín þurfti á hjálp að halda en það er eins og allar dyr hafi ver- ið lokaðar,“ segir Guðmundur. Hann segir að Kristínu hafi verið úthýst af kerfinu vegna þess að hún hafi verið alkóhólisti og lifað í óreglu. „Kristín væri enn á lífi ef einhver hefði komið henni til hjálp- ar," segir hann. Sögð óviðbjargandi Síðustu vikumar sem Kristín lifði var hún að minnsta kosti fjórum sinnum færð með sjúkrabíl á Land- spítalann. í öll skiptin var hún út- skrifuð skömmmu síðar og látinn afskiptalaus. Eða þar til hún var aft- ur færð á spítalann. „Mér var sagt að ef sjúklingar vildi ekki lækningu væri ekki hægt að bjarga þeirn," segir Guðmundur. „Ég reyndi eins og ég gat að hjálpa henni. Það var það eina sem ég vildi. Leiða hana til þeirra sem gætu aðstoðað hana úr þeim vanda sem hún var komin í. En það var enginn sem gat tekið í hönd hennar, tekið á móti henni og bjargað henni - Þess vegna er hún dáin." andri@dv.is Glæpafélagar á Akureyri Smygluðu hassi í fangelsi Menn sem sammældust um að annar skyldi smygla hassi til hins þar sem hann sat í fangelsi á Akureyri hafa verið dæmdir til greiðslu fjár- sekta. Sá sem var fyrir utan fangelsið smyglaði tæpum þremur grömmum af hassi í hörðum tölvudiski inn í fangelsið.Það fannst við leit fanga- varða. Hafði sá einu sinni áður hlot- ið refsingu fyrir fíkniefhabrot. í þetta skipti var hann dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt. Fanginn sem hassið var ætlað á að baki langan sakaferil. Alls hlaut hann þrettán dóma á árunum 1996 til ársins 2004 vegna brota á al- mennum hegningarlögum, umferð- arlögum og fíkniefiralöggjöfinni. Hann var dæmdur í 150 þúsund króna sekt sem hann getur setið af sér á tíu dögum í steininum. Greiði félagi hans ekki sína sekt þarf sá að Freyr Ofeigsson Dómstjórinn á Héraðsdómi Norðurlands eystra sagði fjarveru félaganna tveggja frá dómsalnum jafngilda játningu. sitja fjóra daga í fangelsi. Hvorugur mannanna játaði sök sína, enda mættu þeir ekki fyrir dóminn. Sagði Freyr Ófeigsson dómari í Héraðsdómi Norðurlands eystra þessa fjarveru þeirra jafiiast á við játningu. Lögreglan á Akureyri Tveir félagar á Akureyri smyglaðu hassi inn i fang elsið i bænum þar sem annar þeirra sat inni. Leitar eins íslendings Skiptastjóri GLM Norway, Hugo Storo, leitar nú aðeins eins íslendings, Guðmundar Þor- móðssonar, vegna gjald- þrots fyrirtækis- ins. Áður hafði Hugo leitað tveggja íslend- inga og voru þeir sagðir eftir- lýstir. Hugo seg- ir nú að hann hafi einungis viljað ná tali af hin- um íslendingnum, Hauki Alfreðs- syni, til að koma skilaboðum til Guðmundar. Samkvæmt heim- ildum blaðsins eiga skattayfirvöld ýmislegt vantalað við Guðmund og grtma hann um brot á skatta- lögum. Haukur var áður stjómar- formaður í fyrirtækinu en hafnar því algerlega að hann tengist meintum skattalagabrotum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.