Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Útivist & ferðalög DV DV Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 4. MAl2005 21 Ódýr flugfargjöld til fjarlægra landa Ferðaskrifstofan Kilroy travels í Kaupmannahöfn er nú farin að bjóða ódýr fargjöld fyrir alla aldurshópa en ferðaskrifstofan hafði miðað þjónustu sína svo til eingöngu við stúdenta þar til nýverið. Hægt er að fara á heima- síðuna kilroytravels.dk og finna dálk sem nefrúst flugfargjöld fyrir alla eða „valid for all ages“. AUa jafiia miðast tilboðin við stutt sölu- og ferðatímabil og eru þess vegna á hagstæðum kjörum. Sem dæmi má nefna er flugfar fram og tilbaka til Lima í Perú á um 66.000 krónur, Barcelona á um 17.000 og Bangkok á um 50.000. Vert er að geta þess að flogið er til og frá Kaup- mannahöfn. Hróarskelduhátíðin Frítt inn fyrir 50 ára og eldri á sunnudeginum Hróarskelduhátíðin, ein stærsta úti- tónleikahátíð í Evrópu, verður hald- in dagana 30.júní til 3.júlí næst- komandi. Aðgangseyrir er um 13.750 og gildir miðinn fyrir alla dagana og alla aðstöðu á svæðinu. Færri vita þó að sérstök tilboð eru í gangi á sunnudeginum 3.júli sem er lokadagur hátíðarinnar. Hægt er að kaupa stakan miða fyrir sunnudag- inn en venjulegt verð er 6.000 krónur og 2.200 fyrir börn, auk þess sem allir gestir 50 ára og eldri fá frían aðgang á sunnu- deginum. Það er því tilvalið fyrir alvöru rokkara, 50 ára og eldri, að skella sér á hátíðina á sunnudeginum efþeir eru á ann- að borð staddir í Kaupmannahöfn þessa helgi. „Það eru eiginlega tvær borgir sem eru mínar uppáhaldsborgir en það eru Prag og New York. Stemmingin i Prag er svo heillandi, en það er róleg en notaleg stemming. Mér finnst öll borgin vera listaverk því byggingarn- ar eru svo fallegar og það er ekki búið eyöileggja gamla bæinn með ein- hverjum morgunbiaöshúsum. Slavnesk tungumál eru líka i miklu uppá- haldi hjá mér og finnst gaman að reyna að tala tékknesku. Ég er stórborgarmann- eskja í mér og mér finnst New York æðis- leg en hún er borg borganna. Mér finnst stór Ijósaskilti rosalega flott og mér finnst þau jafnast á við flott útsýni affjallstindi. Það er alltaf eitthvað að gerast í borginni og maður getur alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er hægt að fara á fína veitingastaði og svo láta sig hverfa í japanska karókístemmingu strax á eftir." 4. maí: Útivistarræktin Hópurinn hittist viðToppstöðina í Elliðaárdal og þaðan er ekið á eigin bílum út fyrir bæinn þangað sem gönguferðin hefst.Gengið verður á Reykjafell sem er 514 m y.s. Reykjafell er undir vestanverðri Hellisheiði ofan Hveradala. Frá Kolvið- arhóli er 250 m hækkun á fjallið. Vegalengd 5-6 km. Öllum er heimil þátttaka og ekkert þátttökugjald er (ferðir á vegum Útivistarræktarinnar. 5. maí: Gönguferð um Bláfjöll á vegum Útivistar Brottför 10.30 frá BS(. Gengið verður eftir endilöngum fjallshryggjum Bláfjalla frá syðsta hluta þeirra við skíðasvæði höfuðborgarinnar. Leiðin er fjölbreytt og víð- erni Bláfjalla mikið. Úr rétt rúmlega 500 m hæð verður farið á Hákoll sem er hæstl hluti Bláfjalla. Frá Hákolli verður farið að Ólafsskarðshnúkum og þaðan að Sauðadalahnúkum. Milli þeirra og Blákolls að Draugahlíðum þar sem gangan endar.Vegalengd 13-15 km.Verð 2.100/2.500. 7. maí: Sögur og sagnir í Árnessýslu Ferðafélag (slands verður með dags- ferð um Árnessýslu með fjölbreytt- um fróðleik um fólk, furður og fyrir- brigði þar sem frásagnarlistin verður (algleymingi. Fararstjóri er Þór Vig- fússon. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6 kl.9 um morguninn. Verð 4.800/5.900, innifalið er rúta og fararstjórn. 8. maí: Fuglaskoðunarferð með Fuglaverndunarfélaginu Farin verður hin árlega fuglaskoð- unarferð Ferðafélags (slands í sam- starfi við Fuglaverndunarfélagið. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 9.00. Markmið ferðarinnar er að sjá sem flestar tegundir fugla og kenna fólki að þekkja þær.Gott er að vera vel búinn í ferðina og taka með nesti, kíki og fuglabók. Farar- stjóri verður Einar Ólafur Þorleifs- son náttúrufræðingur. 8. maí: Prestastígur með Ferðafélagi íslands Lagt er af stað kl. 10.30 frá BSÍ.Prestasttgurer gömul þjóðleið á Reykjanesskaga sem liggur á milli Húsatófta í Staðarhverfi við Grindavík og Kalmanstjarnar ( Höfnum. Frá Húsatóftum verður farið að Rauðhól sem er stakur gighóll við sunn- anverð Eldvörp. Á þeirri leið eru nokkrar opnar gjár og má helstar nefna Bað- stofu, Miðgjá og Hrafnagjá. Sunnan undir Sandfellshæð verður farið með hraunjaðri Eldvarpahrauns og yfir Haugsvörðugjá að Haugi. Að Kalmanstjörn verður farið um Kinn, norður fyrir Presthól og um Hafnasand. Reykjavegurinn fylgir Prestasttg frá Haugsvörðugjá að Eldvörpum. Prestastígur liggur yfir fleka- mót Amertku- og Evrópuflekans og liggur (þeim skilningi á milli tveggja heims- álfa.Vegalengd: 14-15 km.Verð: 2.400/2.900. 11. maí: Útivistarræktin Hópurinn hittist við Toppstöðina (Elliðaárdal og þaðan er ekið á eigin bdurn út fyrir bæinn þangað sem gönguferðin hefst.Gengið verður að Borgarhólum sem eru innviðir gamallar eldstöðvar efst á Mosfellsheiði.Vegalengd 8 km. Hækkun frá Nesjavallavegi 200 m.Öllum er heimil þátttaka og ekkert þáttökugjald er ( ferðir á vegum Útivistarræktarinnar. ^SMIl | Króatía kallar Borgin Dubrovnik IKróatfu er ein vinsælasta borg landsins en hún þykir mjög falleg. íf - - Margir þekkja Lonefy Planet- ferðahandbækurnar enda eru þær ómissandi í ferðalagið að mati margra. Árlega útnefnir starfsfólk Lonely Planet þá staði eða lönd sem spáð er hvað mestum vinsældum meðal ferðamanna það árið. Margt er haft að leiðarljósi við valið en efnahagsástand, aðstaða, afþreying- armöguleikar og menning er meðal þess sem er vegið og metið í valinu. Hjá Lonely Planet starfa um 400 manns sem eru búsettir víða um heim og koma að valinu á vinsælasta áfangastaðnum. Listinn er því ein- göngu leiðbeinandi og ekki gerður til þess að beina ferðamönnum á einn stað frekar en annan. Króatía heitasti áfangastað- urinn í ár er Króatía efst á Lonely Planet-listan- um, Kína er í öðru sæti, Argentína í því þriðja, Bandaríkin eru í fjórða sæti og Ítalía og Kosta Ríka deila fimmta sætinu. Listinn er jafnan mjög breyti- legur firá ári til árs en að þessu sinni er þó Króatía eina landið sem var á listanum í fyrra og var þá í fjórða sæti. Ástæðuna fyrir því að Króatía er efst á listanum má rekja til sér- stæðrar blöndu sem einkennir land- ið en menning, saga og ekki hvað síst matarmenningin þykja spenn- andi í augum Lonely Planet-fólks. Króatía er auk þess aðgengileg vegna landfræðilegrar staðsetningar enda stutt til Króatíu frá flestum öðrum löndum Evrópu. Verðlag í Króatíu þykir hagstætt í samanburði við Spán og Ítalíu. Þrátt fyrir að vinsældir Króatíu hafi aukist aftur eftir að stríðsátök- um á Balkanskaga lauk fyrir rúmum áratug er landið ekki enn orðið þétt- setið af ferðamönnum. Það á þó eflaust eftir að breytast þegar fram vinsældum Kína segja Lonely Planet-menn vera að í Kína sé fjölmargt í boði sem enn er að miklu leití ókannað af vestræn- um ferðamönnum. Kína sé stórveldi sem eigi ríka menn- ingarhefð, fjölbreytt landslag og endalausa möguleika. Enn fremur bendir Lonely Planet á að Kína sé að miklu leyti mjög framandi enn sem komið er en það muni mjög líklega breytast hratt þegar ólympíuleikarn- ir verða haldnir í Peking árið 2008 og eftir það muni ferðamönnum fara ört fjölgandi. Einn starfsmanna Lonefy Planet sagði að Kfna væri á miklu breytingaskeiði, þannig að ef þú hefur einu sinni farið þangað, þá verður þú að fara aftur, því Kína hef- ur breyst svo mikið frá síðustu heim sókn. Argentína Argentína er sögð koma sterk inn í ár, einkum vegna þess að verðlag er mjög hagstætt auk þess h'ða stundir. Engu að síður er öll að- staða fyrir ferðamenn almennt tahn mjög góð og valkostir ferðamanna mjög margir, hvort sem þeir vilja lúxus eða látlausa gistímöguleika. Kína Það kemur kannski einhverjum á óvart að Kína vermi annað sætí á hsta Lonely Planet. Ástæðuna fyrir sem landið hefur upp á fjölmagt að bjóða. Kvikmyndin „Motorcycle Diaries" var meðal annars tekin upp í Argentínu og Suður-Ameríku og hún er einnig talin eiga þátt í kom- andi vinsældum landsins. Náttúra og landslag Argentínu og annarra landa Suður-Ameríku eru víða gríð- arlega falleg auk þess að vera mjög fjölbreytt. Patagonina-svæðið í Argentínu er meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins en þar eru jöklar og jökuhón. í ár er Króatía efst á Lonely Planet-list- anum, Kína er í öðru sæti, Argentína í því þriðja, Bandaríkin eru í fjórða sæti og Ítalía og Kosta Ríka deila með sér fimmta sætinu. lagið stórkostlegt og þar eru góðir möguleikar fyrir klettaklifur, gönguferðir og útivist. Ítalía kemst á list- ann einfaldlega vegna þess að þar er listin að lifa í hávegum höfð. ítal- ir eru öfundsverðir af viðhorfi sínu til lífsins og hvernig eigi að njóta þess ef marka má starfsfólk Lonely Planet. Matarmenningin er heims- þekkt og það er ekki síður vegna 1. Stærö: 56.542 km!. 2. Fólksfjöldi: 4,49 milljónir. 3. Höfuöborg: Zagreb, 777.000 íbúar. 4. Þjóöarbrot: Króatar 89,6%, Serbar 4,5%, aörir 5,9% (Bosníu-múslimar, Ung- verjar, Slóvenar, Italir). 5. Veöurfar: Miöjarðarhafsloftslag, heit sumur og kaldir vetur. Viö ströndina eru sumrin þurr og vetur mildir. Kínamúrinn Kínamúr- inn er einn helsti ferða- mannastaöur Klna. Gamlir og góðir áningarstaðir Bæði Bandaríkin og ftalía eru mikil ferðamanna- lönd og munu verða það í ár líkt og áður. Það eru þó ólíkar ástæður fyrir því að Lonely Planet setur þessi lönd á hsta yfir vinsælustu löndin á árinu. Lflct og áður er það fjölbreytnin sem er talin laða að ferðamenn til Bandaríkj- anna. Lonely Planet vill þó meina að lágt gengi doharans sé ein helsta ástæðan fyrir því að fólk ferðist tíl Bandaríkjanna í ár. Fylki eins og Arizona, Utah, og Nýja Mexikó eru tahn vænlegir kostir enda sé lands- hennar sem ferðamenn smitast af hrifningu á ítalskri menningu. Kosta Ríka deilir fimmta sæti með Ítalíu en á aht öðrum forsend- um. Landinu er hrósað fyrir fram- gang í verndun vihtra dýra og nátt- úrunnar. Lonely Planet segir Kosta Ríka ná að feta milliveginn mhli ferðaþjónustu og náttúruverndar og leggja mikið upp úr hvoru tveggja. Þeim sem vilja kynna sér betur val Lon- ely Planet og nálgast frekari upplýsingar er bent á að fara á heimasíðuna: lonelyplanet.com. Sól og sægrænn sjórinn Porec- ströndin er vinsæl meðal baögesta sem vilja kæla sig I sægrænum sjónum að loknu sólbaöi. 6. Nágrannarlki: Bosnía-Herzegóvína, Slóvenía, Ungverjaland og Serbla- Svartfiallaland. 7. SJálfstæöi: Króatía fékk sjálfstæöi 25. júnl 1991 frá fyrrum Júgóslavlu. I kjölfariö brutust út mikil átök milli þjóðernishópa en eftir aö stríðinu lauk hefur mikil upp- bygging átt sér stað. 8. Ferðaþjónusta var ein helsta atvinnu- grein Króata á 8. og 9. áratugnum eða þar til strlðið braust út. Frá árinu 2000 hefur ferðaþjónustan veriö I stöðugri sókn. 9. Helstu borgir og ferðamannastaöir: Zagreb, Durbrovnik, Rovinj, Split Korcula, Mljet, Rab og Solin. 10. Hátíðir: Dubrovnik-sumarhátiöin stendur frá júll og fram I ágúst, Split- og Zagreb-sumarhátlðirnar eru á sama t/ma eða frá miðjum júll og fram I miöjan ágúst. í Zagreb eru auk þess tvær hátlöir, alþjóðleg djasshátlð um miðjan október og FUROKAZ evrópsk leikhúshátlö, sem erhaldiníjúní. Sundlaugin opin allan sólarhringinn Sundlaugin á Vopnafírði hefur mikla sérstöðu miöað við aðrar sundlaugar á landinu. Sund- laugin er opin allan sólarhring- inn efsvo má segja en formlegur opnunartimi er frá 7 á morgn- ana til 23 á kvöldin. Laugin hef- ur hins vegar þá sérstöðu að engin gæsla er við hana og þvi eru baðgestir á eigin ábyrgð. Yfír hásumarið, frá miðjum júni út ágúst, er sundlaugarvörður á staðnum sem sér um að rukka i laugina en utan starfstíma hans er ekkert gjald í laugina. Baðklefarnir eru raf- magnslausir svo næturbaðgestir verða að koma með kerti og eld- spýtur til að lýsingar á kvöldin og nóttunni. Sundlaugin erstað- sett í Selárdal, íum 14 km fjar- lægð frá Vopnafirði. Laugin er rómuð fyrir notalegt umhverfi enda Ijúft að liggja í heit- um potti með niðinn í Selánni í eyrum sínum. Gestastofan í Skaftafelli opnuð á ný Gestastofan í Skaftafehsþjóðgarði hefur nú verið opnuð eftír vetrarlokun en hún er opin frá 2. maí th 30. september ár hvert. Þjóðgarðurinn sjálfur er þó opinn ahan árs- ins hring. Fram th 1. júní er gestastofan opin frá 10-15 aha daga en frá 1. júní th 31. ágúst er opið aha daga vikunnar frá 8-21. í Gestastofunni geta gestír fræðst um þjóð- garðinn, Vatnajökul og nágrenni, sambúð manns og jökuls, dýra- og plöntulíf, elds- umbrot og margt fleira forvitnilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.