Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Síða 18
78 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Kærisáli DV / DV á miðvikudögum 1 Draumar Draumar eru óneitanlega misstór hluti af góðum nætursvefni en ekki vilja þó allir meina að þá dreymi. Sérffæðingar telja að alla dreymi í um tvo tíma á nóttu að meðaltali. Ef miðað er við að einstakhngur nái 70 ára aldri má gera ráð fyrir að hann dreymi um 50.000 tíma, eða um sex ár, yfir ævina. Sumir vilja meina að þeir hvílist ekki ef þá dreymir en sérfræðingar telja að draumar séu mikilvægur hluti góðs nætur- svefns. Það er svo annað mál hvort draumarnir eru góðir eða slæmir en víst er að martraðir eru óskemmtilegar draumfarir. Eftir annríki og áreiti dagsins er fátt betra en að koma heim í ró- legt andrúmsloft og ná sérniðureft- irerfiðan dag. Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að dekra við sjálf- an sig og ekki er verra að bjóða góðum vinum eða vinkonum heim og eiga rólegt kvöld saman. Þú getur boðið góðu fólki heim og þar á við reglan fámennt en góðmennt. Áður en gestirnir koma skaltu kveikja á kertum og reykelsi og setja Ijúfa tónlist á fóninn. Þegar gestirnir koma skaltu bjóða þeim upp á góðan drykk, til dæmis grænt te. Þú getur svo glatt gestina enn frekar með óvæntum glaðningi og verið búin að búa til hreinsimaska til að gefa gestunum. Hér er einföld uppskrift: 2 bollar skorin trönuber 2 bollar steinlaus vínber 4 tsk. sítrónusafi 2 pakkar af gelatíni (hlaup) Settu allt í matvinnsluvél á með- alhraða í 20 sekúndur. Helltu svo maskanum í form og láttu bíða í ísskáp í um 45 mínútur eða þar til hann fer að stífna. Maskinn á að vera meðalstífur og þá er hann tilbúinn. Berið maskann jafnt yfir andlit og látið bíða í um 15 mínútur. Skreytt bumba Verdandi mæður ættu að vera duglegar að rækta and- lega heilsu ekki siður en likamlega á meðgöngunni. Ráð fyrir verðandi mæður Meðganga veröandi mæðra gengur misvel en á meðan sumar finna ekki fyrir neinum aukaverkunum verða aðrar mikið veikar og þreyttar stór- an hluta meðgöngunnar. Það er þó ýmislegt sem þungaðar konur geta gert til að létta lundina á meðgöngunni og auðvelda sér lifið á meðan á meðgöngu stendur. Það skiptir líka máli að borða hollan og góðan mat enda hefur matar- æði mikið að segja fyrir almenna velliðan. Mörgum þunguðum konum reynist líka vel að fara í meðgöngujóga eða nudd en slíkt eykur al- menna velíðan. Þungaðar kon- ur ættu svo að kaupa falleg óléttuföt enda er ekkert sem segir að þú þurfir að vera hallærisleg þó að þú sért ólétt. Sólrún Björk Benediktsdóttir varð að hætta vinnu vegna veikinda og slysa. Hún segir að um tíma hafi hana helst langað til að grúfa sig niður og gleyma sér í sorg og volæði. Fljótlega hafi hún þó áttað sig á að slíkt hefði ekkert jákvætt í för með sér og snéri hún sér þess í stað að helsta áhugamáli sínu, myndlist, en hún segir það jákvæða við veikindin hafa verið að loksins gat hún gefið sér tíma til að mála fegurðina í kringum sig. ■ ■ ■■■ ■■ ^ ■ Veikmdm gafu f wm Þó að éa aæti e mer margt Þó að ég gæti ekki unnið hefðbund- in störfvarð ég að hafa eitthvað fyrir stafni og var svo heppin að vera liðtækur teiknari og málari en ég fékk mjög snemma áhuga fyrir öllu því sem tengist sköpun. „Ég hef alltaf reynt að líta á björtu hliðarnar og finnst ég hafa ástæðu til að gleðjast þrátt fyrir veikindin," segir Sólrún Björk Benediktsdóttir málari sem nú heldur myndlistasýn- ingu, sem ber heitið Náttúran og ég, í Briminu Grindarvík og stendur hún ffam í lok maí. Fyrir um það bil 10 árum greind- ist Sólrún með sjúkdóminn rauða úlfa eða lúpus en það er sjálfs- ofnæmissjúkdómur sem oft veldur meðal annars mikilli vefjagigt. Sjúk- dómurinn, auk tveggja bílslysa, urðu til þess að Sólrún gat ekki haldið áfram að stunda vinnu sína og var dæmd á örorku. Hún viðurkennir fúslega að um tíma hafi henni liðið afar illa og helst viljað grúfa sig niður í sorg og vol- æði. En sem betur fer stóð það tíma- bil ekki lengi og segir hún að börnin sín hafi átt mikinn þátt í að henni tókst að sætta sig við breytta tilveru. Fann listina í veikindunum „Ég var sem betur fer fljót að átta mig á því að sl£k hegðun hefur ekkert gott í för með sér, maður verður að halda áfram og standa sig,“ segir Sólrún og brosir út í annað. „Þó að ég gæti ekki unnið hefð- bundin störf varð ég að hafa eitt- hvað fyrir stafni og var svo heppin að vera liðtækur teiknari og málari en ég fékk mjög snemma áhuga fyrir öllu því sem tengist sköpun. Ein- hvern veginn hafði ég samt aldrei gefið mér tíma til að sinna þessum áhugamálum mínum. í gegnum veikindi mín nálgaðist ég þau á nýj- an leik og hafði þá loksins þann tíma sem mig dreymdi ailtaf um að hafa til að sinna þeim. Undanfarið hef ég svo verið mikið í að kenna vinkon- um mínum og kunningjum og það hefur gefið mér afar mikið." Blóm eru vandmeðfarin Hún segir margt hafa áunnist frá því hún dustaði fyrst rykið af penslunum og hefur hún sérstaklega getið sér góðan orðstír fyrir vönduð blómamál- verk en hún segir fegurð gróðurs- ins lengi hafa heillað sig. „Svo langt sem ég man hef ég verið hug- fangin af blómum. Ég man eftir mér sem lítilli stúlku í garðinum hjá ömmu minni að grann- skoða lögun þeirra, Uti og form,“ segir Sólrún og hlær. Hún segist hafa gaman af því að mála flest það sem fyrir augu ber í tilverunni en þó sé málun blóma hennar eft- irlæti sökum þess hve vandmeð- farin þau eru, hvort sem þau er að finna á striga eða í moldu. Lítið sem ekkert megiútafbera þegar kemur að því að hugsa um þau eða mála því það geti haft þær afleiðingar að þau missi fegurð sína. „Það krefst svo mikillar nám- kvæmni og aga en gleður augað virkilega mikið þegar vel tekst til og það er það sem mér þykir einna mikilvægast í þessu. Maður á að leita það jákvæða og fallega uppi í til- verunni, nóg er af fegurð ef grannt er skoð- að.“ karen@dv.is Ætla að ferðast á eigin orku Skátarnir lí skátafélaginu Vífill í Garðabæ erujifarnir að undirbúa lands- mót skáta súm verður haldið að Úlf- ljótsvatni dagana 19.-26. júlí næstkom- andi. Markmið eins hópsins er að ferð- ast á eigin orku á mótið og til þess verða farnar nokkrar æfingarferðir í sumar. „Við ætíum að reyna að fara í þríferðir á tveggja vikna fresti í sumar,“ segir Gísli örn Bragason skátaforingi sem sér um að skipuleggja æfingarferðirnar. Þrí- ferðin sem Gísli talar um er sá ferða- máti sem krakkamir ætia að ferðast á á mótið, það er hjóla, sigla og ganga. „Um tíu til tólf krakkar eru búnir að skrá sig og þeir eru á aldrinum 14-16 ára og flestir úr Garðabæ en einhverjir eru úr Kópavoginum," segir Gísli. í fyrstu ferðinni munu krakkarnir hittast síðdegis á uppstigningardag í Vífils- heimilinu og hjóla upp að Elliðavatni. Því næst munu þau sigla frá Elliðavatni að Hvelli og síðan ganga síðasta spöl- inn þangað sem ætiunin er að grilla. Kralckarnir fara svo sömu leið til baka og að sjálfsögðu á eigin orku. Kátir krakkar Skátarnir I Skáta- félaginu Vífli I Garðabæ eru kátir krakkar sem bralla ýmislegt saman. DV-mynd Glsli Örn Bragason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.