Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Sport DV Jónas Guðni NxXXxSv! Inni í búnings- klefanum með... ■LHerði Sveinssyni Hver á ljótasta bflinn í liðinu? Hólmar Örn á 1992 árgerð Suzuki Swift sem er ekki keyrður nema 30 þúsund km. Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteins- son, Sreten Djurovic, Zoran Daníel Ljubicic og Þórarinn Kristjánsson. Allt voru þetta lykilmenn í Keflavíkurliðinu í fyrra sem eiga það nú sameiginlegt að vera horfnir á braut til annara liða. í þeirra stað eru komnir minni spámenn sem stjórnarmenn Keflavíkur vonast til að blómstri undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. „Kóngurinn er kominn heim.“ Á þennan veg hljómuðu fyrir- sagnimar þegar tilkynnt var í vet- ur að Guðjón Þórðarson kæmi aftur til íslands til að taka við Keflavík eftir áralanga setu sem þjálfari í Englandi og Noregi. Ekki er hægt að segja annað en Guð- jóni bíði erfitt verkefni fyrir hönd- um; sá Ieikmannahópur sem hann hefur nú í höndum er einn sá yngsti og reynsluminnsti í deildinni og að öllum líkindum sá veikasti sem hann hefur haft á sínum þjálfaraferli. Það verður að teljast mikill sig- ur fyrir Guðjón fari svo að hann nái að toppa árangurinn sem Keflavík náði í fyrra, en þá varð fimmta sætið í Landsbankadeild- inni auk sjálfs bikarmeistara- titilsins hlutskipti liðsins. Liðið hefur heilmikið breyst síðan þá og eru hinir nýju leiicmenn liðsins nánast allt minni spámenn sem enn eiga eftir að sanna sig í efstu deild. Mesta spurningarmerkið í sumar verður að setja við varnar- línu liðsins sem er óreynd og hæg. Þó má ekki gleyma að Keflvíking- ar hafa ekki farið leynt með þær áætlanir sínar að styrkja vömina áður en mótið hefst um miðjan mánuðinn. Vængspilið á að vera öflugt með hina ungu en bráð- efnilegu Hólmar öm og Ingva Rafn og ljóst er að tilkoma Baldurs Sigurðssonar mun efla miðjuna. Þótt að Keflavík þurfi einnig á liðsstyrk að halda í framh'nuna hafa þróttafréttamenn DV og Sýn- ar tröllatrú á Guðjóni sem þjálf- ara og spá Keflavík því 6. sæti í ár. Baldur Sigurðsson Hver er með loðnustu bringuna í liðinu? Jónas Guðni er virkilega loðinn, greyið. Asgrímur Guðjón A. 5-4-1 Ómar Jóhannsson Michael Johansson Gestur Gunnar Hilmar Ingvi Rafn Hörður Baldur Sig, Hólmar öm 1. Omar Jóhannsson, 24 ára 18 leikir Nýliði 3. Guojón Arnl Antoníusson, 22 ára 19 lelklr 13. Gunnar Hilmar Kristinsson, 22 áraNýliði 1S. Mlchael Johansson, 21 ars Nýliði 14, Þorsteinn Atli son, 19ára Nýliði 5. Jónas Sævarsson, 22 ára 27/1 8. Ingvi Rafn Guömundsson, 21 árs 13 21.SeottRamsey,29ára 98/9 Snorrason, 20 ára Nýliði 10. Svelnsson, 22 ára 34/7 sgrfmur Albertsson fráHK Gunnar frálR Bjarni Sæmundsson frá Njarðvík Leikmenn farnlr Haraldur Freyr Guðmundsson tll Noregs Magnús S. Þorsteinsson til Grindavfkur Þórarinn Kristjánsson til Skotlands Sreten Djurovlc . tilVölsungs Stefán Gfslason til Noregs Zoran Ljubidc til' 't i' Nú kemur í Ijós úr hverju Guðjún er gerður „Sá leikmannahópur sem hann hefur nú í höndunum er einn sá yngsti og reynsluminnsti í deildinni." AF HVERJU VALDI ÉG KEFLAVÍK? „Ég valdl Keflavfk fyrst og fremst af því að þar stjómar Guðjón Þórðarson. Aö fá að æ£a og spila undir hans stjóm heillaöi tnig. Þeir em vissulega ekki með besta liðið á papp - írunum en þaö spilaði einnig inn í að liðið er mjög ungt og það er mjög spennandi að koma inn í þennan hóp. Það hefur veriö gaman að fyigjast með liöinu undanfarin ár og því skemmir það ekki fyrir að fá tældfæri að spila meö þeim," sagði Baldur. Hann sagði þetta vera nýja reynslu fyrir slg en hann hef- ur eldd leildð áður í efetu deild. Spuröur hvemig honum lft- ist á sumarið sagði hann það vera einfalt: „fig vill sýna mitt rétta andlit f sumar. fig er enn ungur og vil ná enn lengra og vonast til aö getað sýnt hvað f mér býr," sagöi Baldur sem hlakkar mikiö til sumarsins. Loðnastur Ljótastl bfllinn Hver er mesti snyrtipiiminn í Iiðinu? Hárið hans Gunnars Hilmars fer aldrei til hliðar þegar hann stekkur upp í skallabolta. Hver er ljósabekkur liðsins? Það sést nú langar leiðir að það er Gestur. Hver er látúnsbarki liðsins? Gunnar Hilmar á það til að vera hávær. Hver er óstundvísastur í liðinu? Það þorir enginn að mæta of seint. Hver er með furðulegustu klippinguna? Ólafur ívar er með rosalega há kollvik. Hver er hjátrúarfyllstur í liðinu? Jónas Guðni spilar í Laudmp-bol sem er rifinn í tædur og nánast ekkert eftir af. ^ SIGURÐUR JÓNSSON þjálfari 1. deildarliðs Víkinga metur liðin í Landsbankadeildinni sumar Með besta pjálfarann í deildinni Á i kvöld íþróttadeild Sýnar fjallar um ÍBV, liðið sem er í sjötta sæti í spá Sýnar og DV fyrir Lands- bankadeildina í fótbolta, í kvöld. „Markmaðurinn er... ...ekki nógu stöðugur. Báðir markverðir liðsins hafa ekki virkað nógu vel í vetur." „Vörnin er... ...mikið breytt frá því í fyrra og von á nýju hafsenterapari. Guðjón byggir á varnarleiknum og vill eflaust finna sína vamarlínu sem fyrst. Það er slæmt fyrir Keflavík að vera ekki með fullmannaða vörn.“ „Miðjan er... ...með spræka stráka en þá vantar svolitía hæð. Þótt þeir séu sprækir þá em þeir ekki lfklegir til að sigra mörg skallaeinvígi. Það vantar samt ekki kraftínn og hæfileikana í þessa stráka." „Sókniner... ...mjög hættuleg með hraða menn eins og Hörð Sveinsson. Hún er sérstaklega skeinuhætt ef Keflavík liggur til baka og reynir að sækja hratt. “ „Þjáifarinn er... ...sá allra besti. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, hef starfað með honum og hann er einn allra besti þjálfari sem ég hef haft á mínum ferli. Ákaflega skipulagður og krefst mikils af sínum mönnum og sjálfum sér." „Lykillinn að velgengni er... ...að laga vamarleikinn. Kefla- vlk fékk of mikið af mörkum á sig síðasta sumar. Þeir mtmu alltaf skora en verða að loka vöminni." Meðal efnis í þættinum er viðtal við Magnús Torfason, eldheitan stuðnings- mann Keflavíkur, og Guð- mund Steinars- son, fyrir- liða liðsins. Olíssport er á Sýn í kvöld og hefst kl. 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.