Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Fréttir DV Ráðist á dyravörð Fjölmennur hópur manna sem virtíst eiga eitt- hvað sökótt við einn gesta skemmtístaðarins KafB Vikt- or var stöðvaður af dyra- vörðum síðastliðið laugar- dagskvöld og bannað að fara inn. Mennimir í hópnum veittust þá að einum dyra- varða og greiddu honum nokkur högg. Lögreglan var kölluð til og fór dyravörður- inn á slysavarðstofuna til aðhlynningar. Um tíma var óttast að hann hefði nef- brotnað. Dyravörðurinn íhugar að kæra árásarmenn- ina sem eru óþekktir. Virti ekki hægri rétt Tveir bílar skullu saman í íbúðarhverfi á því svæði sem kallað er Eyri á Akur- eyri í gærmorgun. Allir sluppu ómeiddir en flytja þurfti báða bíla af vettvangi óökufæra. Tildrög slyssins voru, að sögn lögreglunnar á Akureyri, þau að annar ökumaðurinn virtí ekki hægri réttinn, gleymdi hon- um. Lögregla vill hvetja fólk til að muna að hægri rétt- urinn gildir enn þrátt fyrir aukið magn umferðarljósa. Þá ók bfll á umferðarskiltí á Miðhúsabraut við Þórunn- arstrætí. Vatnskassi bílsins sprakk en skiltið skemmd- ist minna. Sautján ára ræningi Vopnað rán var framið í söluturni við Bústaðaveg um hálftólfleytíð á mánu- dagskvöldið. Maður með lambhús- hettu ógn- aði starfs- stúlkum söluturnsins með hníf og hélt á brott með um 100 till50 þúsund krónur í pen- ingum, að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík. Starfsstúlk- urnar gáfú greinargóða lýs- ingu á manninum og hand- tók lögregla skömmu síðar 17 ára karlmann sem pass- aði við lýsinguna. Hinn grunaði var enn í yfir- heyrslum í gærdag og ekki fengust upplýsingar um hvort játun lægi fýrir. Ísafjarðar-Begga skilaði sér ekki til baka í fangelsið að Litla-Hrauni í fyrrakvöld eftir bæjarleyfi. Hún var í felum í Reykjavík þar til lögreglan fann hana um þrjú- leytið í gærdag. Áður en hún var tekin ræddi hún við DV en ætlun hennar var að gefa sig fram á Skólavörðustíg 9 í von um að þar fengi hún að vera framvegis. fsafjarðar-Begga i felum Ætlaði ekki að koma til baka og vill að fangelsisyfirvöld finni varanlega lausn á vistunarmál- um sinum. „Þeir hafa veríð að tala um hvort i ? ég vilji fara til Svi- þjóðar í afplánun þar en ég læt ekki fara með mig eins og kynferðis- afbrotamann. j j „Ég ætla að ekki að skila mér til baka fyrr en fundin hefur verið almennileg lausn á mínum vanda, en þeir hafa verið að trappa mig alltof hratt niður á lyíjum sem ég hef verið á í tugi ára,“ segir Bergþóra sem í gær fór huldu höfði eftir að hafa fengið bæjar- leyfi í einn dag. Bergþóra hefur verið á þvælingi milli fangelsa allan þann tíma sem hún hefur setið inni fyrir morð á Hallgrími Hallgrímssyni fyrir fimm árum. Bergþóra hefur því verið vistuð víða, en nú síðast í einangrunar- álmunni á Litla-Hrauni þar sem hún er mjög ósátt. „Þeir hafa verið að tala um hvort ég vilji fara til Sví- þjóðar í afplánun þar en ég læt ekki fara með mig eins og kynferðisaf- Hún var í byrjun í kvennafang- elsinu í Kópavogi, en kom illa saman við aðrar konur sem þar voru. Einkum fór illa á með henni og erlendum konum sem hlotið hafa dóma fyrir að vera burðardýr íslenskra fíkniefnainnflytjenda. brotamann. Ég skil ekki hvað ég hef gert svona mikið af mér sem rétt- lætir það að ég fái ekki að fara á Skólavörðustíg 9 eða í Kvennafang- elsið að nýju. Þar hef ég minn lækni sem skilur að það er ekki hægt að taka af mér öll lyf einn tveir og þrír,“ segir Bergþóra sem bætti strax líðan sína með lyfjum þegar hún fór f bæjarleyfið. „Eg sat heima hjá mömmu daginn sem ég kom til Reykjavíkur og gat ekki hugsað. Ég var gjörsamlega „out of function" og naut þess ekki að vera í leyfi svona á mig komin," segir hún. Bergþóra segir að með því að að mæta ekki til baka eftír dagsleyfið sé hún að þrýsta á að eitthvað verði gert í sínum málum. „Ég er orðin þreytt á þessu úrræðaleysi með mig og það er ekki nóg að fá að umgang- ast fólk útí í garði í útívist eða í vinnu í fangelsinu. Megnið af tímanum er ég ein og það sem verra er þá „funkera" ég ekki eðlilega vegna lyfjaleysis og mér líður alltaf illa,“ segir hún. Ekki er vitað hvert lögreglan hef- ur farið með Bergþóru en að öllum líkindum er hún nú vistuð í fangelsi lögreglunnar við Hverfisgötu. bergljot@dv.is Með tómatsósuna að vopni Svarthöfði dáist af forsetafram- bjóðandanum og athafnamannin- um Ástþóri Magnússyni. Þar fer maður sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðarmenn- irnir. Það er löngu orðið ljóst að ís- lendingar skilja ekki slfkt stórmenni sem hann er og gera allt til að leggja stein í götu hans. Glöggt dæmi um þetta er forsetaframboð Ástþórs, en þar hefur hann tvívegis orðið að lúta í lægra haldi fyrir núverandi forseta, jafnvel þótt Svarthöfði og Svarthöfða séu bæði sammála um að Ástþór standi skör hærra en Ólafur Ragnar á flestum sviðum. íjj p . 1 Svarthöfði Það er heldur ekkert grín að vera jafn frægur og Ástþór. Hann er hundeltur af ljósmyndurum og getur hvergi um frjálst höfuð strok- ið. Svarthöfða finnst það eðlilegt að taugar og hið alþekkta þolgæði Ást- þórs bresti á stundum líkt og þegar hann eyðilagði myndavél ungrar blaðakonu sem dirfðist að taka myndir af honum á skemmtistað. Til að bætu gráu ofan á svart sitja ljómyndarar blaðanna fyrir honum þegar hann mætir í réttarsal. Það er Hvernig hefur þú það? „Éghefþað bara virkilega gott, “ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Húsmæðraskólans í Reykjavík og annar umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Allt í drasli.„Er reyndar önnum kafin við að fara yfir prófl vörufræði í skólanum. Þátturinn okkar hefur gengið stórvel og ég er virkiiega ánægð með viðtökurnar. Við Heiðar erum bæði miklir snyrtipinnar og okkur ofbauð að sjálfsögðu draslið á sumum heimilum, héldum að svona lagaö væri ekki tii á Islandi." því ekki nema von að hann grípi til þess ráðs sem flestir myndu grípa til í slíkum tilvikum. Svarthöfði hefur alitaf dáðst að frumkvæði og uppátækjum Ástþórs og finnst frábært hvenig hann hefur breytt tómatsósuflösku í vopn. Hann réðst að ljósmyndara í gær með Hunts- flöskuna að vopni og „tómatsósaði" hann. Með þessu er Ástþór að brjóta nýtt blað í sjálfsvarnaríþrótt- um, blað sem aðrir munu vilja brjóta þegar fram líða stundir. Skilaboð Svarthöfða til fjölmiðla eru skýr: Látið Ástþór í friði því hann þarf ró og næði til að blómstra í íslensku samfélagi. Eftir þrjú ár verða forsetakosningar á nýjan leik og þá dúkkar Ástþór von- andi upp í þriðja sinn. Svarthöfði vonar að hann verði vopnaður bæði jólasveinabúningi og tómatsósu- flösku í þeim slag. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.