Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 33 DV Menning Hinn eini sanni Hinn eini sanni,söngleikurinn sem byggir á vinsælli danskri kvikmynd sem hér hefur verið sýnd í sjón- varpi,var sett- ur í gang af miklum metnaði fyrr í vetur.Sýnmg- um lauká laugardag í síðustu viku og alls komu 80 þúsund gestirað sjá sýninguna í Forum þar sem leikið var á sviði í miðjum salnum.Sýningin var frumsýnd þann 18.mars og fékk mikið hrós í dönsku pressunhi. Sýningin verður sett upp í Horsens í ágúst og gera framleiðendur sér vonir um að sýningin muni fari víða og seljast til nálægra landa, jafnvel Þýskalands og Hollands. Langt er síðan söngleikir af nor- rænum uppruna hafa stungið upp höfði á fslandi. Veröld Soffíu sem var gerð eftir sögu Josteins Gaar- dner sást aldrei hér og þrátt fyrir fyrirspurnir er Mamma mia eftir þá Abba-bræður ófáanleg hér til sýn- inga um sinn. Þá verður að fara aftur á sjötta áratuginn til að finna hérsöngleiki:Táningaást og ... Ævintýri á gönguför. Tharp og Dylan Dansahöfundurinn Twyla Tharp er að undirbúa verk sem byggirá tónlist Dylans. Það heitir Bob Dyl- an Project og mun verða frumflutt á Old Globe-leikhúsinu í San Diego í upphafi næsta árs.Talað er um að frumsýna 25. janúar og halda sýningum áfram til 5. mars. Prufur fara fram í New York og er leitað að mörgum söngvurum. Skorið verður sett saman úr lögum Dylans.Tharp hefur lengi verið áberandi í samningu og stjórnun nýrra dansverka. Hún samdi á sín- um tíma danska útgáfu af Hárinu í kvikmyndagerð Milos Forman sem hér hefur oft sést. Fíflar í Flóanum Camilla Berner er dönsk og vinnur með fífla. Á sunnudaginn opnar hún sýningu í GUK+ á Selfossi sem hún kallar The path in a park is what stops the grass. Camilla veltir fyrir sér tengslum menningar og náttúru, hvort skil- greiningar á fyrirbærinu náttúra séu háðar við- í horfum og menningu. Hún vinnur nú eins og oft áður út frá illgresi og hefur að þessu sinni gert verk í hin fjögur ólfku rými GUK+ með fífla f aðalhlutverki. Camilla verður viðstödd opnunina á Selfossi sem verður milli klukkan tvö og fjögur og eru allir velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Sýningin mun standa fram yfir verslunar- mannahelgi og er opið eftir sam- komulagi. Þetta er tuttugasta sýn- ingin í GUK+ á þeim sex árum sem liðin eru frá stofnun þess. Nýr íslenskur samtímagamanleikur frumsýndur við Hlemm Fimmtíu ár eru siðan Kópavogur fékk kaupstaðar- réttindi og þess er minnst með tónlist- arveislu i Salnum þessa og næstu viku. Það eru áberandi nöftiin sem Salurinn hefur kosið að skarta á þessari afmælishátíð. Engu er líkara en forráðmenn Salarins vilji sýna nágrönnum sínum hjá Listahátíð í Reykjavík í fulla hnef- ana. Píanóleikarinn Ann Schein og fiðluleikarinn Earl Carlyss eru í þeirra hópi. Auk hjónanna eru það grínistinn og söngkonan Mary Lou Fallis og pí- anistinn Peter Tiefenbach ffá Kanada, og þeir Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimundarson sem munu skemmta, en eins og segir í ftétt frá Salnum „eiga þau öll það sameiginlegt að vera einskonar þjóð- argersemar í heimalöndum sínum". Gamall kunningi Ann Schein kom til landsins fyrst bráðung og lék hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík 'og eftir það margoft með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þetta verður þriðja heimsókn hennar í Sal- inn. Nú er fiðluleikarinn snjalli, Earl Carlyss, eiginmaður hennar, með í för, en hann er í hópi virtustu fiðlu- leikara Bandaríkjanna. Earl Carlyss lék í hinum margrómaða Juilliard- strengjakvartett um árabil og kennir við Juilliard-skólann og hefur gert lengi. Meistaraklassar Það vekur athygli að akademía Sal- arins stendur fyrir tveimur master- klass-námskeiðum með þeim hjón- um, annars vegar fyrir píanista undir handleiðslu Ann Schein, fimmtudag- inn 5. maí frá kl. 9.30 til 16.00, og hins vegar fyrir strengjaleikara og kammer- hópa undir handleiðslu Earls Carlyss, föstudaginn 6. maí frá kl. 9.30. Nám- skeið sem þessi mega teljast hreinn hvalreki á íslandi þar sem þau hjónin eru bæði í hópi eftirsóttustu prófess- ora í Bandaríkjunum. Til þess að gefa sem flestum tæki- færi til að hlýða á þau hjónin miðla af þekkingu sinni verður áheyrn að námskeiðunum ókeypis og allir vel- komnir í Salinn meðan húsrúm leyfir. Þau klykkja svo út með sónnötu- kvöldi í Salnum þar sem þau leika verk eftir Aaron Copland, Ludwig van Beethoven og Camille Saints-Saens. Gamanmál og gleði Föstudaginn 6. maí næstkomandi i fyrirrúmi er kanadíska sópransöngkonan Mary Lou Fallis sérstakur gestur í Tíbrá - tónleikaröð Kópavogs í Salnum. Fall- is er ekki aðeins söngkona í fremstu röð heldur einnig óviðjafiianlegur skemmtikraftur sem hefur verið líkt við sjálfan Victor Borge. f Kanada er hún þjóðargersemi, sannkallaður gimsteinn í kanadísku menningarlífi. f för með henni er kanadíski píanóleikarinn og tón- skáldið Peter Tiefenbach og saman flytja þau kabarettinn Prímadonna, eins konar óperuskopleik sem Mary Lou samdi sjálf og hefur flutt víða um heim við mjög góðar undirtektir. Frænka tenórsins í verkinu fylgjumst við með Prímadonnunni allt frá því að hún kemur í fyrsta skipti fram í garðveislu aðeins tveggja og hálfs árs gömul, verðum vitni að óforbetranlegum framlögum hennar til ýmissa tónlist- Mary Lou Fallis Gerirgrín að erkitýpu primadonnunnar á einstakan hátt. arhátíða, og kynnumst henni við mis- munandi aðstæður, á sviðinu sem utan þess. Þessi óperueinleikur Mary Lou Fallis er sjaldheyrð blanda af húmor og hágæða tónlistarflutningi. Aðeins verður um tvær sýningar að ræða á Prímadonnunni í Salnum, hin fyrri föstudagskvöldið 6. maí og sú síðari laugardagskvöldið 7. maí, og hefjast sýningarnar bæði kvöldin kl. 20. Miðasala er hafin og eru menn hvattir til að ná sér í miða sem allra fyrst. Netsala á salurinn.is. Þau Mary Lou Fallis og Peter Tiefenbach leggja síðan land undir fót og fara með Prímadonnuna sína norður í Eyjafjarðarsveit, þar sem þau sýna í Laugarborg sunnudaginn 8. maí og loks á ísafirði þriðjudags- kvöldið 10. maí. Tónleikamir em í samvinnu við kanadíska sendiráðið. Okkar menn Þann 12. maí og 13. maí kl. 20 flytja þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson íslensk lög frá ýmsum Gamall vinur fslenskra tónlistarunn- enda kemur aftur og kennir. tímum, söngvar eftir Schubert og glæstar aríur. Á þessum hátíðartón- leikum í Tíbrá gefst tónleikagestum tækifæri tO að hlýða á nýja efnisskrá sem þeir Kristinn og Jónas munu flytja á tónleOcaferð um Norðurlöndin sem hefstíSalnumíKópavogi. Umþáhef- ur mOáð lof faUið sem þeir hrista af sér af alkunnri hógværð: „Það er unun að hlýða á svona stóra listamenn sem þekkja orðið hvor annan svo náið að þeir vita nákvæmlega hvað hinn hugs- ar. Túlkunin hjá þeim var hreint út sagt stórkosdeg frá upphafi tO enda,” sagði Jón Sen í Mogganum nýverið, en okkar maður Sigurður Þór Guðjóns- son sagði af sama tílefni: „Þeir félagar voru með húmorinn í lagi á sviðinu og féU það í góðan jarðveg og skapaði gott andrúmsloft. Eiginlega má segja aö stemningin hafi verið sýnikennsla í því sem gerist þegar „ástsælir” listamenn eiga salinn. Okkur viðstöddum þótti greinUega svo vænt um Kristin og Jónas og þeim þótti lflca svo vænt um okkur. Er hægt að biðja um meira?" nginn með Steindóri Nú er að linna áhugamannasýning- um skólanna hér á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni. Vorið er sá tími þegar áhugamannafélögin leggjast í dá. En ekki Hugleikur, á fimmtudagskvöldið frumsýna Hug- leiksmenn þriðja verkefni leikársins. Þetta er nýtt leikrit eftir einn félaga flokksins, Nínu Björk Jónsdóttur, og er þetta hennar fyrsta verk í fullri lengd. Verkið kallar Nína Enginn með Steindóri og er um að ræða kol- svartan gamanleik um íslenskum samtíma. Fjölskylda bankastjóra býður tilvonandi tengdafjölskyldu í matarboð. Gestirnir reynast hins vegar ekki vera af nógu fínir fyrir fjöl- skylduna. Bróðir kærasta dótturinnar er illræmdur glæpamaður sem ér að Ijúka afplánun á Hrauninu fyrir mikla afbrotaöldu. Reyndar hefur banka- stjórafjölskyldan ýmislegt að fela líka. Allt er þetta framreitt undir merkjum gamanleiksins og persón- urnar dregnar kómískum dráttum þótt bæði þær og atburðirnir eigi sér hliðstæður og speglanir í samtíma okkar. Leikstjóri verksins er Þorgeir Tryggvason. Enginn með Steindóri er sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm, en þar hefur Hugleikur áður sýnt verk sín. Hugleiksmenn sýna i Möguleikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.