Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Sport DV kvikindi og tók 14 fráköst í örugg- um sigri Spurs, 126-115. Nuggets beið þar með sinn þriðja ósigur í röð gegn San Antonio og staðan orðin 3-1. Denver-liðið er því kom- ið með annan fótinn í sumarfrí geri liðið ekki einhvetjar ráðstafanir. Litli maðurinn, Earl Boykins, var stigaliæstur Denvermanna með 32 stig, 5 stoðsending- ar, 2 stolna bolta og ótrúlegt en satt þá • V varði stubburinn eitt t / skot, / ' 'Ks/t eitt- ^ tp & hvað • semsést JÉ ekki oft hjá leik- • ! mamii í deildinni jr sem spannar heila r Jj 165 sentimetra. ■ Spurs getur f Það gekk mikið á þegar Liverpool og Chelsea mættust á Anfield í síðari leiknum í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Flestir spáðu Chelsea sigri fyrir leikinn en leikmenn Liverpool börðust af krafti og unnu leikinn, 1-0. Liverpool lagúi Chelseo Liverpool er komið í úrslit meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 1-0 sigur á Chelsea á Anfield í gær. Leikurinn var magnþrunginn frá upphafi til enda, en sigur Liverpool var sanngjarn enda léku þeir varnarleik sem Chelsea réð ekkert við. Þar fór fremstur í flokki Jamie Carragher sem pakkaði sóknarmönnum Chelsea saman. Fyrri hálfleikur á Anfield í gær var rafmagnaður. Heimamenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Spánverjinn Luis Garcia kom þeim yfir á fjórðu mínútu. Markið var mjög umdeilt enda virtist boltinn ekki vera ailur kominn inn fyrir mctrklínuna. Chelsea gat reyndar þakkað fyrir að Luhos Michel dómari skyldi hafa dæmt mark því Petr Cech, markvörður Chelsea, braut klárlega á Milan Baros rétt áður og ef Garcia hefði ekki skorað hefði Liverpool átt að fá Markið dýrmæta Leikmenn Chelsea horfa hér á eftir boltanum fara I átt að marki slnu eftir skot Luis Garcia. Dómarinn dæmdi mark þótt erfitt væri að sjá að boltinn hefði farið inn fyrir línuna. Reuters Erfitt Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea I gær en tókst ekki að skora frekar en félagar hans. Hann er hér í baráttu viö Didi Hamann, leikmann Liverpool. víti og Cech rautt spjald. Leikmenn Chelsea voru slegnir út af laginu næstu mínútur en þeir rönkuðu fljótlega við sér og tóku öll völd á vellinum. Þeim gekk engu að síður erfiðlega að brjóta niður sterkan og þykkan varnarmúr Liverpool. Vömin hélt og Liverpool var í fi'num málum þegar Michel blés til leikhlés. Pakkað í vörn Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn frekar aftarlega á eigin vallarhelmingi, leyfði Chelsea að sækja og freistaði þess síðan að sækja hratt á fáum mönnum. Það var sama hvað Chelsea bauð upp á, vörn Liverpool réð auðveldlega við dæmið. Þegar rúmar 20 mínútur vom eftir af leiknum skipti Jose Mourinho, stjóri Chelsea, þeim Tiago og Joe Cole af velli fyrir Arjen Robben og Mateja Kezman. Það kom ívíð meira líf í sóknarleik Chelsea fyrir vikið en færin vom engin. Þegar 15 mínútur vom eftir kom ffumleg skipting hjá Mourinho. Hann tók þá bakvörðinn Geremi af velli og setti í hans stað miðvörðinn Robert Huth inn á völhnn en það sem kom á óvart við skiptinguna var að Mourinho skyldi setja Huth í fremstu víghnu Chelsea. Sú skipting skilaði engu. Michel dómari bætti sex mínútum við í lokin og þegar 40 sekúndur vom eftir af þeim tíma fékk Eiður Smári besta færi Chelsea í leiknum, en skot hans fór rétt fram hjá marki Liverpool. Chelsea undir stjóm Mourinho er ekki ósigrandi og það er Liverpool sem mætir annað hvort AC Milan eða PSV Eindhoven í úrsUtaleik meistaradeildarmnar í Istanbul. henry@dv.is KA-menn búnir að ráða nýjan þjálfara Reynir tekur við afJóa Það kom dálítið á óvart þegar KA tUkynnti ráðningu nýs þjálfara í gær að Reynir Stefánsson hefði verið ráðinn þjálfari liðsins. Reynir, sém hefur verið aðstoðarmaður Jóhann- es Bjarnasonar undanfarin þrjú ár, er þó enginn nýgræðingur í þjálfun en hann hefur starfað sem hand- knattíeiksþjálfari undanfarin 17 ár. En hvernig ætli Reyni lítist á nýja starfið? „Mér líst mjög vel á þetta verk- efni, KA er gríðarlega stöndugt félag sem hefur yfir að ráða mjög öflugum leikmannahópi, þetta verður þræl- skemmtUegt," sagði Reynir sem skrifaði undir tveggja ára samning. Aðspurður sagðist hann ekki búast við miklum breytingum á leik- mannahópi liðsins. „Það er komið á hreint að það verða aUir áfram og það er líka alveg ljóst að við munum styrkja hópinn með tveimur tU þremur nýjum leik- mönnum. Þau mál eru ekki komin á hreint en það er bráðnauðsynlegt fyrir okkur að fá örvhenta skyttu fýrir næsta vetur og lficast tU kemur leikmaður erlendis frá í þá stöðul. Reynir sagðist hlakka til næsta vetrar. „Framú'ðin er björt hjá félag- inu, sterkir leUonenn á leiðinni upp. Ég þekki leikmennina vel og þarf því ekld að byrja á því að kynnast þeim og það er ákveðinn kostur fyrir mig." Hannes sáttur Hannes Karlsson, formaður handknattíeiksdeildar KA, var sáttur með niðurstöðuna þegar DV náði tali af honum. „Ég er mjög ánægður með ráðn- ingu Reynis, við þekkjum vel tU hans enda hefur hann verið hjá félaginu undanfarin þrú ár, bæði sem að- stoðarmaður Jóhannesar (Bjarna- sonar) og svo sem þjálfari 2.flokks.“ Hannes staðfesti að félagið væri að leita að örvhentri skyttu fyrir næstu leUcú'ð en tók það fram að sá maður þyrfti að vera meira en ein- hver meðalmaður. „Menn verða að átta sig á því að handboltinn hér heima er mjög góð- ur og þetta er alvöru slagur. Það þýðir ekki að vera fá einhverjar puntdúkkur hingað tíl lands," sagði Hannes. Aðspurður sagðist hann vera mjög ánægður með þá staðreynd að aUir leikmenn liðsins verði áffam. „Þetta er algjört einsdæmi og eflaust 10 ár síðan þetta gerðist síðast." ■gjj Wizards jafnaði Washington Wizards unnu annan leikinn í röð gegn Chicago BuUs á heimaveUi, 117-99, og jafnaði þar með einvígið í fyrstu umferð úrsUtakeppninnar í NBA- körfiiboltanum f fyrrinótt. Juan —- Dixon átti stórleik og skoraði 35 stig fyrir heimamenn en Kirk Hinrich var stiga- hæstur í Uði BuUs með 18 stig og 5 koma að eins mörg- fyfSS/ um skotum og ég get tU að ná taktínum aftur. Það tókst og Wizards, hrósaði sínum rnanni í hástert fyrir frammistöðuna. „Fáir af þeim leikmönnum sem ég hef unnið með eru jafii harðir af sér og Juan. Hann íét vel tU sín taka í kvöld," sagði Jordan. Næsta viðureign fer fram í kvöld í United Center í Chicago. Samiðí handboltanum Forráðamenn Vals tUkynntu á dögunum að Uðið hefði landað ffamlengingu á samningi Hlyns Jóhannessonar tU næstu tveggja ára. Valsmenn telja Hlyn og P; ar Pétursson mynda eitt besta markvarðapar DHL-deUdarinnar og því ríkir mikU ánægja þar á bæ með að tvímenningamír munu haldast innan raða Valsara. Þá bárust þær fréttir úr Árbænum að handknattíeiksdeUd Fyilds hefði gert samning við Guðríði Guð- jónsdóttur um þjálfún ungUnga- flokks og 4. floldcs kvenna. Stjóm Fylkis telur mUdlvægt að upp- bygging Uðsins sé í ömggum höndum og geta Árbæingar fagn- að því að Guðríður verður innan vébanda félagsins næstu þrjú árin. Stubbur varði skot Tim Duncan átti stórleik þegar San Antonio Spurs og Denver Nug- gets mættust í úrsUtakeppni NBA- körfuboltans í Pepsi Center í Den- ver f fvrrinótt. Dtincan skoraði 39 undcmúrsUt- in með sigri í næsta * leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.