Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 12
72 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Fréttir DV Ástþór Magnússon f héraðsdómi Ástþór veittist að Ijósmyndara með Hunt's-tómatsósubrúsa að vopni þegar hann mætti til að vera við aðalmeðferð. „Það hefur veriö nóg aö gera hjá mér," segir Agúst Sigurður Óskarsson, starfsmaöur Verkalýðsfélags Húsavíkur.„Á laugardagskvöldið fór ég á mikla og skemmtiiega tónleika Landsíminn Atladóttur sópransöngkonu í Þorgeirskirkju. Hér varaö vanda velheppnuö og fjölsótt 1. maí-dagskrá. Að öörum ólöstuöum fannstmér skemmtilegastur stúlknakór Húsavíkur sem er á leið á kóra- mótá Italfu. Þær hafa greini- legt æft vel í vetur. Þá finnst mér ánægjulegt hversu menn eru orðnirjákvæöir gagnvart Húsavík I stóriðjumálunum." Heimsfrægur boxari handtekinn vegna áreksturs Prinsinum sleppt gegn tryggingu Boxaranum Naseem Hamed, bet- ur þekktur sem Prinsinn, var sleppt úr varðhaldi í gær gegn tryggingu. Hann var hnepptur í varðhald í fyrrakvöld eftir að bíli í hans eigu olli alvarlegum árekstri nálægt heimili Naseems í Sheffield á Englandi. Atvikið átti sér stað um miðjan dag á mánudaginn. Að sögn sjónar- votta sást Mercedes SLR McLaren- bifreið boxarans á ofsahraða. Hann reyndi að taka fram úr röð bfla með þeim afleiðingum að hann keyrði utan í einn þeirra og endaði ffaman á Volkswagen Golf sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður Golfsins slasaðist illa á fótum og liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. íbúi nálægt slysstaðnum sá tvo menn af asískum uppruna hlaupa framhjá og sögðust þeir vera að fara að hringja á hjálp. Ekki kom fram í fréttum hvort annar hefði verið Naseem. Naseem var handtekinn síðar um daginn ásamt bróður sín- um og öðrum manni í tengslum við málið og fyrir að hefta framgang réttvísinnar. Enn hefur ekki komið fram hvort Naseem var í bflnum, sem er tveggja sæta, eða hvort hann skaut skjólshúsi yfir sökudólgana. Prins Naseem Hætti að keppa I hnefaleikum fyrir nokkrum árum, rekurnú boxsall heimabæ sínum og safnar dýrum bllum. Dópfundur í ísafjarðardjúpi Lögreglan á ísafirði handtók tvo menn og lagði hald á rúmlega sjö grömm af kannabisefnum á tí- unda tímanum í gær. Mennimir vom á leið til ísafjarðar um Djúpið í sitthvorum bflnum þegar þeir vom stöðvaðir og fundust efnin í öðrum bflnum. Að sögn lögreglu lá rökstuddur grunur fyrir því að mennimir hefðu eitthvað óhreint í pokahominu, enda báðir komið við sögu lögreglu í ffkniefhamál- um og tók lögreglan því á móú þeim ásamt fflcnie&ialeitarhund- inum Dofra. Mönnunum var sleppt um miðjan dag í gær efúr yfirheyrslur og hefúr mál þess sem ók með efiún verið sent lögreglu- stjóra til sektarmeðferðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.