Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Page 3
DV Fyrst og fremst
MIÐVIKUDAGUR ll.MAl2005 3
Æíingar á miðjum Laugavegi
Magnús Páll væntan-
legur lögregluþjónn
Tók sig vel út á æfíngum
nemenda Lögregluskólans
I umferðarstjórnun í gær.
■
Þessa dagana eru nemendur í Lögregluskólanum í verklegri
þjálfun á götum borgarinnar. Þegar blaðamann bar að var
hópur þeirra við æfingar í
Skyndimyndin
umferðarstjómun á þungum
gatnamótum á Laugavegin-
um. Magnús Páll lögreglunemi var virðulegur við bendingar
sínar og áttu ökumenn ekki í vandræðrun með að skilja þær.
„Við emm búin að vera að síðustu tvær vikur og nú emm
við að stjóma umferð," segir Börkur lögreglunemi sem næstur
var í röðinni á eftir Magnúsi Páli inn á gatnamótin.
„Fyrsta önnin er að klárast núna, svo er sumarið sem er
starfsþjálfun og næsti vetur er svo lokaönnin og útskrift um
jólin," segir Magnús Páll eftir að hafa skipt um hlutverk við fé-
laga sinn Börk.
Spurning dagsins
Hefurðu hitt einhver frægan
á djamminu?
Eið Smára og Audda saman
en Sveppi var ekki með
„Já, EiðurSmári var á djamminu einu sinni
þegar ég var þar oghann var með Audda í
Strákunum en Sveppi var ekki með þeim.
Enég var ekkert að djamma með þeim,
ég bara rakst á þá."
ívar Unnsteinsson matreiðslunemi.
„Eg er búin að
vera í prófum
svo ég hefekki
verið neitt á
djamminu að
undanförnu en
auðvitað hefur
maður séð frægt fólk á djamm-
inu þó maður sé ekkert að
rekast á það. Ég læt duga að
vera með vinum mínum."
Árnný Guðjónsdóttir nemi.
„Ég man ekki
eftir að hafa
rekistáneinn
frægan á
djamminu en
ég djamma
mest á Nelly's
og Gauknum."
Sigrún Ýr Egilsdóttir nemi.
„Nei, ég ersvo
lítið á djamm-
inu og þegar
ég fer er ég lík-
lega svo öflug
á dansgólfinu
að ég tek ekk-
ert eftir því hvort einhverjir
frægirséu á djamminu líka."
Margrét Pálsdóttir kennari
og Daníel Ingvar.
„Nei, ég hef
ekki rekist á
neina fræga
ennþá þótt ég
djammi aðal-
lega niðri í
bæ."
Hjalti Gíslason, er án
atvinnu.
Fræga fólkið tekur þátt í skemmtanalífi landsins eins og aðrir og
mikið hefur farið fýrir því upp á síðkastið. Frægasti (slendingur
allra tíma, Bobby Fischer, var til dæmis á Ölstofunni um daginn og
drakk mjöð af bestu lyst og borgarstjórinn sjálfur,Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, dansaði makalaus fram undir morgun á skemmti-
staðnum á Laugavegi 22.
Meiriháttar að spila á móti
þessum stjörnum
Gamla myndin
Valur spilaði gegn stjörn-
um prýddu liði itölsku
meistaranna í Juventus
í Evrópukeppni meist-
araliða í fótbolta á
Laugardalsvelli 7. októ-
ber 1986. Lið Juventus
skartaði stjörnum eins
og Frakkanum Michel Plat-
ini og Dananum Michael
Laudrup og var eitt besta félagslið
heims á þessum tíma. Valur tapaði
leiknum, 4-0. Hafði Guðmundur
Hreiðarsson, markvörður Vals, í
mörg horn að líta í leiknum. Á mynd-
inni hér að ofan sést hann horfa á
eftir boltanum eftir að Mich-
ael Laudrup hafði skorað
eitt af tveimur mörkum
sínum í leiknum.
„Ég man vel eftir þess-
um leik sem var minn
fyrsti Evrópuleikur. Ég
varði víti í leiknum. Það er
minnisstætt. Það var meiri-
háttar að spila á móti þessum
stjörnum, sérstaklega í Laugardaln-
um þvíþað var mikill kuldi og bolt-
inn var ísaður. Leikmönnum Juvent-
us var kalt í leiknum og en þeir voru
einfaldlega miklu betri en við,"
sagði Guðmundur Hreiðarsson.
Bronsa
Að bronsa eitthvað hefurlengi vel
merkt að setja bronshúð á einhvern
nrWTfl hlut. Bronshúðaður
blómavasi hefur til
dæmis verið bronsaður.
Önnur merking orðsins er hins vegar
tengd knattspyrnu og virðist ekki vera
mikið notuð nema þá helst á Suður-
nesjum. Þar tala menn um að bronsa
og eiga þá við að halda bolta á lofti.
Sú list er oft tengd góðri boltatækni
og metast menn oft um hversu lengi
þeirgeta haldið boltanum á lofti.
ÞÆR ERU SYSTUR
Leikkonan & Ijósmyndarinn
Elma Lísa Gunnarsdóttir er leikkona og
hefur leikið i Hafnarfjarðarleikhúsinu f
vetur i leikritinu Brotið eftir Þórdísi Elvu
Þorvaldsdóttur. Elma Lísa er einmitt
systir hennar Nínu Bjarkar Gunnars-
dóttur, fyrrverandi fyrirsætu, sem nú
um stundir erstilisti og Ijósmyndari.
1S-3Q% AFSLÁT^"
Frábær sumartilboð á: Rúmum, springdýnum, latexdýnum,
svampdýnum, yfirdýnum, eggjabakkadýnum,
koddum og sérsniðnum svampi.
_
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504
Oplft vlrka daga: 10-18 & laug: 11-15
Egilsstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954