Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR ll.MAl2005
Sálin DV
Snýst jörðin í kringum þig
- eða þú um hana?
1. Þú kemur heim eftir langan vinnu-
dag. Eiginmaður og börn bíða eftir
matnum.Þú:
1. Stekkur til og hefst strax handa
við að útbúa matinn.
3. Ert óviss um hvernig þú
forgangsraðar hlutunum.
2. Skiptir um föt og frfskar að eins upp á þig.
Hugmyndir fjölskyldunnar um sjón-
varpsefni kvöldsins stangast á við lang-
anir þínar. Þú:
1. Horfir á það sem þau langar að horfa á.
2. Ferð eftir því hversu mikið þig langar að
sjá sjónvarpsefnið sem þau vilja ekki.
3. Horfirá það sem þig langar.jafnvel í
öðru herbergi.
3. Barnið þitt er veikt á vinnudegi. Þú:
1. Ert alltaf heima þegar börnin veikjast.
2. Athugar hvernig dagskrá annarra fjöl-
skyldumeðlima er.
3. Reddar pössun og ferð í vinnuna.
4. Það er laugardagseftirmiðdagur og
þú hefur ákveðið að Ijúka við að lesa
bók. Skyndiiega kemur upp hugmynd
meðal annarra í fjölskyldunni. Þú:
1. Leggur bókina frá þér og tekur þátt í því
sem þau eru að gera.
2. Metur hvað kemur best út fyrir heildina.
3. Segir þeim að þú hafir gert aðrar ráðstaf-
anir svo þau skuli ekki gera ráð fyrir þér.
Bernard Gerritsma, deildarstjóri á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,
segir hreyfingu mikilvægan þátt í meðferð þeirra sem haldnir eru geðsjúkdómum.
Bernard er þess fullviss að hreyfing og líkamsrækt geti gert kraftaverk fyrir alla
og sérstaklega þá sem haldnir eru þunglyndi eða eru langt niðri.
Hálftíma hreyfing á hverjum degi hjálpar líkamanum að berjast við sjúkdóma
Reyndu á líkamann á hveijum degi
Hægt er að koma í veg fyrir marga alvar-
lega sjúkdóma með því að hreyfa sig
regluiega. Hreyfingin þarf ekki að vera
flókin, hálftíma göngutúr á hverjum degi
gerir gæfumuninn.
Borðaðu hollan mat
Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti
og reyndu að minnka skammtana sem þú
borðar í matartímum. Hollt mataræði
getur minnkað líkumar á hjartasjúkdóm-
um, slagi og krabbameini.
Fylgstu með heilsunni
Láttu mæla kólesteróUð í blóðinu og
blóðþrýstinginn reglulega. Með þvíveistu
hver staða þín er og hvað þú þarft að gera
til að bæta heUsu þína.
Veldu heUbrigða valkosti
Haltu þig frá tóbaki og
fíkniefnum sem og ofnotk-
un áfengis. Veldu gáfulega
og njóttu lífsins á hverjum
degi aUa ævi.
'w____
Stress lenqir
lífið
í mótsögn við það sem áður
hefur verið haldið fram segir dr.
Marios Kyriazis í London að
stress hjálpi okkur að Ufa lengur.
Prófessorinn mæUr meö að fóUc
haldi inni ákveðnum streitu-
völdum í stað þess aö reyna að
sneiða hjá stressi. „Rannsóknir
okkar hafa sýnt að þær frumur
sem tengjast álagi endurnýi sig
sjálfar. Eftir því sem árin Uða
veikist þessi eiginleiki og þvf er
best að þjálfa hann upp.“
Marios mælir með að fólk þjálfi
frumurnar með því að pakka
niður í ferðatösku í flýti, versU
fyrir matarboð í hádegishléinu
eða taki þátt í unglingastarfi.
Honda
áfrýjar ekki
Forráðamenn bílaframleið-
andans Honda, sem eiga helm-
ingshlut í BAR-Honda liðinu í
Formúlu 1, hafa tilkynnt að þeir
muni ekki áfrýja dómi Alþjóða-
kappaksturssambandsins sem
liðið fékk á dögunum. Honda
gefur þessa yfirlýsingu út í kjöl-
far þess að talsmenn BAR-
Honda-liðsins í formúlunni
hótuðu að áfrýja tveggja
keppna banni sem liðið fékk
fyrir skömmu, þegar í ljós kom
að bfll Jensons Button reyndist
of léttur eftir keppnina. „Okkur
þótti bannið aUt of þungt og
það er grátlegt að þurfa að sitja
hjá eftir að við vorum að verða
komnir með bílinn í góðan gír,
en við munum una þessu
banni. Annað væri bara til að
skemma fyrir öUum,“ sagði
talsmaður Honda.
Hreyfing er, nauðsynleg
fyrir salartefrið
„Ég mæU hiklaust með því að fólk
fari og hreyfi sig því líkamsrækt er
ekki einungis góð fyrir líkamann
heldur getur hún gert kraftaverk
fyrir andlegu líðanina líka," segir
Bernard Gerritsma, deUdarstjóri á
geðdeUd Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Bernard segir hreyfingu
hafa mjög góð áhrif á líðan skjól-
stæðinga sinna en fólk sem ekki er
haldið geðsjúkdómum geti einnig
fengið mikið út úr hreyfingu.
Lyfjamenning á íslandi
„Hér á geðdeildinni höfum við
verið með prógramm í Vaxtarrækt- „
inni sem byggist á hreyfingu, slökun
og teygjum auk þess sem við reyn-
um að fara reglulega út að ganga
með sjúklinga okkar. Við reynum að
hjálpa fólki við að breyta um lífsstíl
og bjóðum upp á áframhaldandi
líkamsrækt eftir útskrift. Þeir sem
eru langt niðri og þjást jafnvel af
þunglyndi ættu einnig að vera dug-
legir að hreyfa sig þó það geti verið
erfitt að koma sér af stað," segir
Bernard en bætir við að það sé ekki
lögð mest áhersla á hreyfingu og lík-
amsrækt í meðferðum á geðdeild-
inni heldur sé hreyfing notuð með
öðru.
Hann segist ekki geta svárað því
af hverju hreyfingin geri sálartetrinu
svo gott, því verði læknar að svara,
en reynsla hans sýni að efriaskiptin
sem verða við hreyfingu hafi afar
góð áhrif á andlegu líðanina. Hann
segir einnig að að hans mati sé
nauðsynlegt að reyna að draga úr
fyfjameðferðum hér á landi. „Lyfin
eiga stóran þátt í menningunni hér á
íslandi en það er nauðsynlegt að
reyna aðrar aðgerðir til að ná bata.
Að mínu mati gerir hreyfing og lík-
amsrækt tvímælalaust gott og það á
við um alla,“ segir Bernard en vill
Bernard Gerritsma „Þeirsem eru langt
mðri og þjástjafnvel afþunglyndi ættu
einnig að vera duglegir að hreyfa sig þó að
það geti verið erfittað koma sérafstað"
segirBernard.
DV-mynd thorri@extra.is.
ekki segja til um hvar við íslendingar
erum staddir miðað við aðrar Evr-
ópuþjóðir.
Aukin fræðsla mikilvæg
„Ég get vel ímyndað mér að auka
hreyfingu hjá sjúklingum mínum en
þar sem meðferðirnar eru svo stutt-
ar gefst oft ekki tími til þess. Því er
mjög mikilvægt að auka fræðslu svo
fólki sé kennt að finna jafiivægi á
milli hreyfingar og slökunar því
slökun er alveg jafn mikilvæg, ásamt
réttu mataræði, til að öðlast betra
líf."
indiana@dv.is
„Lyfín eiga stóran •
þútt í menningunni
hér á fsiandi en þaÖ er
nauðsyniegt að reyna
aðrar aðgerðir tíi að
nábata