Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Side 39
DV Síöast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR II. MAl2005 39 Face/Off Þegar ég heyrði um hæstaréttar- dóm yfir ofbeldismanni sem barði konuna sína í andlitið og veitti henni aðra áverka datt mér í hug lík- ingin um að missa andlitið. Þessum ofbeldismanni var talið það til refsiminnkunnar að konan hefði kallað yfir sig þessi viðbrögð með óvarlegu orðfæri. Hún hafði sagt eitthvað vitlaust að mati dómaranna og ofbeldismannsins. Það var jafn ærin ástæða og hver önnur að hún skyldi fá högg frá ofbeldismannin- um fyrir vikið. Það var einnig talið ofbeldismanninum til refsilækk- unnar að um mál hans hefði verið flallað í blöðunum. Það var við þessi tíðindi sem ég varð NoFace. Missti andlitið. Þessi fáránlegi dómur kall- ar á margar vangaveltur. Umfjöllun er refsilækkandi Ef það er almenn regla og ætti að ná yfir alla glæpi sem ffamdir eru á íslandi, að fjölmiðlaumföllun um þá brotlegu ætti að teljast þeim til refsiminnkunar, þá er það auðsýnt að öll umfjöllun í fjölmiðlum ætti að vera refsÚækkandi. Öll umfjöllun um símamálið svokallaða ætti að teljast þeim brotlegu til refsilækkun- ar. Dómar vegna morða sem framin eru hérlendis ættu einnig að vera vægari hafi verið fjallað um þau í fjölmiðlum. Hvað varðar mál hand- rukkaranna sem flestir landsmenn vona að fái makleg málagjöld, þá er auðsýnt að fyrst fjallað var um mál þeirra í fjölmiðlum þá hefur sú um- fjöllun refsilækkandi áhrif. Ef við gefum okkar að Geirfinnsmáhð hafi verið á rökum reist og hinir áærðu verið sannarlega sekir, væri sú mikla fjölmiðlaumfjöllun sem þá átti sér stað þeim til refsilækkunar? Eru refsilækkandi áhrif í samhengi við umfang hinnar refsilækkandi um- fjöllunar? Óskiljanlegir dómar Dómur Hæstaréttar og þessi við- hnýtingur um refsilækkandi áhrif fjölmiðlaum^öllunar er algerlega óskiljanlegur. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að dómar sem falla í samfélaginu okkar eru ekki í tengsl- um við skoðanir og gildi í samfélag- inu. Sem er einmitt hlutverk dóm- stóla. Dómar eiga ekki að endur- spegla álit dómaranna, heldur sam- félagsins sem þeir þjóna. Nauðgarar sleppa með 1 til 2 ára dóma og sitja aðeins helming þess tíma inni. Alfir muna eftir hrottalegustu nauðgun í manna minnum þegar stúlku var haldið fanginni í afskekktum sumar- bústað af trylltum ofbeldismanni. Sá dólgur lét sér ekki nægja að nauðga Teitur Atlason Missti andiitiö þegar dómskerfið virti ofbeldis- manni það refsilækkunar j að fórnariambið hafði reitthann tilreiði. 'vm Kiallari komandi árásarmaður væri hand- tekinn og einhverjum fréttamanni þætti það nokkur tíðindi að fjalla um árásina á Jón Steinar hæstaréttar- dómara. Frétt um árásina birtist í fjölmiðlum um kvöldið. Daginn eftir kæmi síðan í ljós við eftirgrennslan blaðamanna að árásarmaðurinn ætti langan og ógeðfelldan brotafer- il að baki. Fjölmiðlar fjalla um árás- ina á Jón Steinar hæstaréttardómara og velta vöngum yfir málinu. Séð og Heyrt birtir forsíðufétt af Jóni Stein- ari að jafna sig á spítalanum. Fyrir- sögnin er: „Léttur í lundu eftir hrottalega árás" og efst hægra horni er gul stjarna sem í er ritað: „Sveppi heimsótti Jón Steinar!" Nú kemur spurningin sem ég vil endilega að sem flestir hæstaréttardómarar lesi. Væri það þessum ofbeld- ismanni til refsilækkunnar að um mál hans hefði verið fjallað í fjölmiðlum? Ef það er málið, eins og ég tel að sé einsýnt vegna nýfalfins dóms sem ég íjallaði um hér að ofan og við gefum okkur þær forsendur að hæstaréttardómar hafi fordæmisgildi, þá er öll umfjöllun um afbrot af hverju tagi sem þau kunna að vera, refsilækkandi. Sennleg skýring Þessi fabúlasjón mín með Jón Steinar og glóðaraugað hefur sem betur fer aldrei átt sér stað. Jón hefur mér vitandi aldrei orðið fyrir árás. Hins vegar er nýfallinn dómur Hæstaréttar kjaftshögg á blaða- mennsku á íslandi. Fjölmiðlaum- hverfið er verra eftir þennan óskilj- anlega dóm. Ábyrgðinni á dómnum er varpað frá Hæstarétti og til fjöl- miðlanna! Fjölmiðlar og umíjöllun þeirra hafa áhrif á dóm Hæstaréttar! Hvernig gat þetta ágæta fólk komist að svo vitlausri niðurstöðu? Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur. Þeir hafa lesið lögin eitthvað vit- laust eins og vinur minn las vitlaust á plakatið. Það stóð ekki NoFace, heldur NoName. „Ef við gefum okkar að Geirfinnsmálið hafi verið á rökum reist og hinir ákærðu verið sannarlega sek- ir, væri sú mikla fjöl- miðlaumfjöllun sem þá átti sér stað þeim til refsilækkunar?" fómarlambi sínu heldur pyntaði hann stúlkuna og niðurlægði á sjúk- legasta hátt. Við lestur dómsskjala vegna málsins vöknar fólki um aug- un. Mig minnir að dólgurinn hafi hlotið 5 ára dóm sem er smáæði miðað við 16 ára refsiramma. Svo sleppur hann náttúrulega út þegar hann hefúr lokið helmingi afplán- unarinnar. Spurning vaknar. Hversu hrottaleg þarf nauðgun að vera til þess að refsiramminn sé fullnýttur? Sveppi heimsækir Jón Stein- ar Ef það er rétt að fjölmiðlaumfjöll- un hafi refsilækkandi áhrif þá bendi ég á eftirfarandi möguleika. Ég vona að dómarar í Hæstarétti lesi þetta því þeir gætu þurft að hafa refsi- lækkandi áhrif fjölmiðlaumfjöll- unar í huga ef eftirfarandi ætti sér stað. Gefum okkur að hæsta- réttardómari verði fyrir árás. Viðkomandi gæti verið í sak- leysi sínu að ganga í gegnum bæinn þegar ölvuð kona veitti honum skráveifu. Það gæti líka verið einhver sem væri ósáttur við nýfallinn dóm og hreinlega sæti fyrir hæstaréttardómar- anum með ofbeldi í huga. Gefum okkur að Jón Steinar væri kýldur og fengi tíma- bundið NoFace. Glóðar- auga, lepp, skrámur og ótta í hjarta. Því ótti er einn af fylgifiskum þess að verða fyrir árás. Gef- um okkur nú að við- Sandkorn Símon Birgisson • Fréttir af stráka- málum Nylon- stúlknanna hafa vakið óskipta athygli. Nú segja heimildarmenn DV að síðasta Nylon- stúlkan sé gengin út. Það er Klara Elíasdóttir úr Hafhar- firði sem hefur verið sú eina af stelpunum sem ekki hefur verið með kærasta. Hinar Nylon-skvísurnar eru fráteknar og flestar með sér eldri mönnum. Mikil leynd hvílir hins vegar yfir nýjum kærasta Klöru sem mun þó vera úr Versló. Þykja mestu tíðindin sú að hann er á svipuðum aldri og Klara. Miðað við aðra Nylon-„menn“ liljóta þetta að vera mikil tíðindi frá stúlkunum sem kalla Einar Bárðar- son pabba... • Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylking- arinnar, fetar nú í fótspor Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara rrieð nýjasta útspili sínu í baráttunni fyrir varafor- mannsembættinu. Hann er farinn að skrifa eigin stuðningsyfirlýsing- ar og lætur aðildar- félög ungliða senda lofsönginn út til fjöl- niiðla. Þykir þetta stílbragð minna óneitanlega á þegar stuðningsmenn Jóns Steinars Gunnlaugssonar til Hæstaréttardómara sendu yfirlýsingu um gæði Jóns Stein- ars til Geirs H. Haar- de. í ljós kom að bréfið var sent úr tölvu Jóns Steinars sem eins ogÁgúst Ólafur neitaði þó að hafa komið að samningu þess... ffeifSe® B 3 * \ík * n : . VÁc'i morgunr ■ t Gola Það er enn ekki komið sólbaðsveður á landinu okkar nema fyrir þá sem er haldnir kvalalosta. Helst er það um veður dagsins að segja að þaðverður aðgerðalítið. Lítið vit í segl- brettum r í dag. jðr Ö Nokkur vindur ■ y 60 Gola Logn ; 7 Gola Logn aO" Nokkur vindur Nokkur V vindur o Nokkur vindur Gola Gola Stokkhólmur Helsinki London 13 París 16 Alicante 26 16 Berlín 12 Mílanó 16 12 Amsterdam 10 New York 24 8 Madrid 25 San Francisco 20 16 Barcelona 20 Orlando/Flórída 31 ÍJS Sólarupprás Sólarlag í Árdegisflóð 08.08 f Reykjavík Reykjavík Siðdegisflóð 20.25 0426 2225 • Hálft handboltafið ÍR-inga mun vera hlaupið á brott og er Hólmgeir Einarsson, formaður handknatt- leiksdeildarinnar, skilinn eftir í súp- unni. Annar sem skifinn verður eftir í súpunni er Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra en einkarit- ari hans,Tinna Gil- bertsdóttir, ætlar með kærasta sín- um, Hannesi Jóni Jónssyni miðju- manni ÍR, til Danmerkur en Hannes mun leika með danska liðinu Ajax á næsta ári. Tinna sem er dóttir Gil- berts úrsmiðs á Laugaveginum, kláraði nýlega stjórnmálafræðina í Háskólanum með stæl og hyggur á ffekara nám ytra á meðan Hannes sinnir atvinnumennskunni... tr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.