Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Fréttir DV Lífsglaöur dugnaðarforkur sem gott er að eiga sem vin, athafna- og atorkukona. Fljótfær og fer hratt í beygjur- nar. Slæmur óvinur, svo mjög að sumir vilja jafnvel ekki ræða þaö frekar. „í tilviki sem þessu bera fæst orð minnsta ábyrgð." Ingvi Hrafn Jónsson, útvarps- og laxveiðimaður. „Jónína er afskaplega lífsglöð og jákvæð manneskja. Svo ekki sé minnst á hvað hún er skemmtileg: Auk þess að vera dugnaðaforkur sem klárar allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Betri manneskju er ekki hægt eiga sem vin. En verri óvinur fyrirfinnst varla. Er llka helst til fljótfær stund- um og mætti staldra við áður hún segir hlutina." Andrés Pétur Rúnarsson fasteignasali. „Jónína er eldhugi og brautryðjandi í eöli sínu, athafna - og at- orkukona og mikill plógur fyrir alla sem hún vinnur fyrir, hjartahlý og góð. Hennar helsti ókostur er að hún fer svolitið hratt I beygjurnar og missir þar leiðandi stundum stjórnina. “ Cunnar Þorsteinsson forstööumaður Kross- ins. Jónína Benediktsdóttir er fædd á því herrans ári 1957, þann 26. mars. Hún er móðir þriggja barna, þeirra Jóhönnu Klöru, Matthlasar og Tómasar Helga. Jónína skaust fram á sjónarsviðið á ní- unda áratug síöustu aldar og hvatti þá landann áfram I heilsusamlegu llferni. Hin siðari ár hefur hún hneigst til viöskipta. Idag er hún iðin við að stinga á kýli þeirrar iðnar, nú slðast í sunnudags- viðtali Kastljóssins fyrir stuttu, sem dregið hefur dilk á eftir sér. Hraðakstur á Reykjanesi Lögreglan í Keflavík tók ökumann á Reykja- nesbraut á 132 kílómetra hraða á klukkustund í fyrrinótt. ökumaðurinn á von á allt að 40 þúsund króna sekt. Þá stöðvaði lögreglan annan bíl á Grindavflcurvegi vegna hraðaksturs. ökumaður þeirrar bifreiöar ók á um 116 kílómetra hraða á klukkustund. Því fylgir helmingi lægri sekt, eða 20 þúsund krónur. Gasbyssa gegn örnum Náttúrufræðistofnun kærði uppsetningu gas- byssu í hólma úti í Breiða- firði. Lögreglai firði fór í hólmann og gerði byssuna upptæka. Að sögn Kristins Hauks Skarp- héðinssonar hjá Náttúru- fræðistofnun Islands var enginn tiltekinn maður kærður heldur einungis uppsetning byssunnar. Æð- arbóndi hefur þó gefið sig fram og segist hafa verið í rétti. Byssan hafi verið not- uð til að fæla gelderni og máva frá. Kristinn telur að fæla hafi átt arnapar sem reyndi að verpa í nálægum hólma og hafi ekki sést eftir að byssan var sett upp. Bresk flugmálayfirvöld kyrrsettu tvær Boeing-þotur Avion Group á flugvellinum í Maston á Englandi fyrir nokkrum dögum. Ástæöan var skortur á viðhaldi. Talið var að önnur vélanna ætti. að fljúga með forseta íslands og fylgdarlið til Kína en því vísar Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá Atlanta, á bug. AWV ttaitiiMi n imiim , , „ ,,, tiiiumn Tvær Atlantaþotur voru kyrrsettar af flugmálayfirvöldum á flug- vellinum í Maston á Englandi fyrir skemmstu. Voru þoturnar sviptar lofhæfnis- skírteini þar sem viðhaldi þótti ábótavant en þoturnar höfðu verið í geymslu á flugvellinum í Maston. Málið þótti alvarlegt þar sem önnur vélanna var talin vera sú sem flytja á forseta íslands og fjölmennt fylgdarlið til Kína um helgina. Forsetinn ekki í hættu „Það er ástæðu- laust að hafa áhyggjur af forseta íslands í þessu sambandi," sagði Ómar Benedikts- son, fram- kvæmdastjóri hjá Avion Group, eins og „Það er allt önnur vél sem á að fljúga með forsetann og hans fölk til Kína. Það er vél sem nú er á flugi á milli Evrópu og Kúbu efég man réíf." Atlanta heitir nú, þegar DV náði sambandi við hann í París í gær. „Það er allt önnur vél sem á að fljúga með forsetann og hans fólk til Kína. Það er vél sem nú er á flugi á milli Evrópu og Kúbu ef ég man rétt." Flugvélarnar sem kyrrsettar voru á Englandi eru báðar af Boeing 747-gerð og voru Atl- antamenn búnir að ráð- stafa þeim í annað þegar flugmálayfir- völd í Maston létu til skarar skríða: „Við höfðum ekki áhyggjur af þessu þar sem við vorum búnir að selja aðra þotuna til Bandaríkjanna og þangað verður hún ferjuð á morg- un. Með hina er óvíst en ég býst við að hún verði rifin niður í varahluti," sagði Ómar og ítrekaði enn og aftur að málið snerti fyrirhugaða Kínaför forsetans ekki neitt. Engaráhyggjur Þegar flugvélar eru geymdar um lengri tíma eins og í þessu tilviki er gert ráð fyrir að þær fari í sérstaka skoðanir þar sem farið er yfir allt, þær smurðar og yfirfarnir til að koma í veg fyrir olíuleka svo og að gúmmíþéttingar morkni. Skortur á þessu varð til þess að bresk flug- málayfirvöld kyrrsettu þoturnar. „Við höfðum ekki áhyggjur af þessu vegna þess að við vorum búnir að ráðstafa þotunum í annað. Þetta skipti okkur engu," sagði Ómar Benediktsson í París í gær. Maður á skilorði braust inn á heimili fyrrverandi konu sinnar Lamdi konu en fékk skilorð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í fyrradag Magnús Axelsson, Akur- eyring á fimmtugsaldri, í fimm mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið fyrrverandi sambýlis- konu sína í andlitið. Magnús var á skilorði vegna fyrri afbrota. Magnús fór að morgni mánu- dagsins 26. júlí 2004 í heimildarleysi inn um opnar svaladyr á heimih fyrrverandi sambýliskonu sinnar í Hafnarfirði. Magnús stóð á þessum tíma í harðvítugum deilum við kon- una vegna skilnaðar þeirra. Hann mun hafi fundist á sér brotið í þess- um skilnaði og átti sitthvað við konuna vantalað. Þegar inn til kon- unar var komið sló Magnús hana vinstra megin í andlitið með flötum lófa, þannig að hún hlaut áverka í andliti. Magnús játaði sök og kvaðst iðr- ast þess að hafa framið brotin. Hann hafnaði þó bótakröfu konunar en féllst á að greiða útlagðan kostnað hennar læknisvottorðs. Dómurinn gerði honum eigi að síður að greiða fyrrverandi sambýliskoni sinni 168.409 krónur auk alls sakar- kostnaðar, sem og málsvarnarlaun verjanda síns. Magnús rauf skilorð með brotum sínum á fyrr- verandi sambýliskonu sinni en fékk samt sem áður aftur skilorðsbund- inn dóm sem fe " úr gildi eftir þrj ár, brjóti hann ekki afíur af sér. andri@dv.is Héraðsdómur Reykjaness Árásarmaðurinn siapp með skilorð þrátt fyrir fyrri brot. Hjólað í vinnuna Nú er farið að síga á seinni hluta átaksins Hjólað í vinnuna. Sem stendur eiga 269 vinnu- staðir í 34 sveitarfélögum 479 lið í leiknum. Þátttakendur eru nærri fimm þúsund. Hafa þeir lagt að baki 121 þúsund kíló- metra sem svarar til rúmlega 90 hringa í kringum landið. Keppt er flesta daga og hjólaðir kfló- metrar miðast við fjölda starfs- manna í fyrirtækjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.