Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ2005 Sport DV % Baros er óánægður Tékknesla framherjirui hjá Liverpool, Milan Baros, lét í ljós gremju sína með ástand máia á Anfield í gær og \iðurkenndi að hann ætiaði að endurmeta stöðu sína hjá féiaginu að tímabilinu loknu. „Það er ekki satt að mér og Benites hafi lent saman. En ég verð pirraður þegar ég er í fullu formi en þarf samt að verma vara- mannabekkinn," sagði Baros sem hefur eftir endurkomu Djibrils Cisse þurft að kljást við enn meiri sam- keppni. „Égverð að spila, aðeins þannig verð ég U betri Ieikmaður rfen ég er í dag. 5 En ég hef aldrei sagt að ég muni fara frá Liverpool. Ég hef fengið nokkur tilboð frá öðrum liðum en það er verk umboðs- manns míns að skoða þau. Þegar tímabilið er búið mun ég skoða mfri mái með hon- um." Steve Stone er orðlaus Steve Stone, fyrrverandi iands- iiðsmaður Englands, segist vera sleginn \-fir þeim tíðindum sem forráðamenn Porstmouth færðu honum í gær, nefnilega það að þeir hefðu ekki áhuga á að hafa hann í herbúðum liðsins á næsta ári. „Þeir einfaldlega vilja mig ekki og það er ömurlegt. Ég hef tengst þessu félagi tilfinningalegum böndum á mínum tíma hér og lagt mig allan fram. Og hver eru launin - að ég sé ekki velkominn. Ég er varla enn farirrn að trúa þessu," segir Stone. Wenger hælir David Moyes Arsene Wenger, knansp\Tnu- stjóri Arsenal, segir að kollegi hans hjá Everton, eigi skílið að vera valinn knattsp\Tnustjóri ársins á Englandi. Wenger segir það afrek að koma Everton í meistaradeiid- ina á næsta ári vera kraftaverki Ifk- ast. „Hann myndi að minnsta kosti fá mitt atkvæði. Vlð mættum þeim í fyrsta leik tfrnabilsins og unnum auðveldlega 4-1. Ég fann til með þeim eftir þann leik og bjóst \ið því að þeir m\-ndu falla. Það sem hefur gerst síðan er kraftaverki likast. Þeir hafa selt Warae Rooney og síðan Thomas Gravesen en samt halda þeir dampi. Moyes á skilið að fá viður- kenningu f\Tir sín störf," segir Wenger. Cisse viU ekki að tímabilið taki enda ,Ég vildi óska að þessi leiktíð m\ndi aldrei enda. Ég hef aldrei notið þess jafri miiað að spila fót- bolta." segir fransh sóknannaður- mn Djibrii Cisse sem er allur að komast í gang eftir að hafa brotið á sér íounn með hræðilegum hætti í október síðasliðinn Bati Cisse hefur verið ómilegur og segir hann frá- bært að hafa fengið tældfæri til að taka þátt í því ævintýri sem Liver- pool er að upplifa í meistaradeiid- inni. „Ég kom til Liverpool f\Tir þessa spennu sem \ið fS. erum að upplifa núna. Þetta er æðis- legt," segir Cisse. .... Chelsea fullkomnaði stórkostlegt tímabil með frábærum 3-1 útisigri á Manchester United og bættu liðsmenn þannig stigametið sem einmitt Man.Utd setti árið 1994 með því að hljóta 92 stig. Chelsea hefur alls hlotið 94 stig í ár þegar ein umferð er enn óleikin þannig að möguleiki er á að bæta metið enn frekar. Vippa Mark Eiðs Smára gegn Man.Utd var einstaklega laglegt og gerði hann nánast htið úr Roy Carroii, mark- manni Man.Utd. „Metið fékk okkur til að halda einbeitingunni. Okkur langaði svo innilega að bæta það og nú hefur það tekist. Þetta er mjög sérstök stund fyrir mig og nánast fullkomin," sagði glaðbeittur Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, eftir að hafa horft upp á lærisveina sína fara létt með Alex Ferguson og félaga í Man.Utd á Old Trafford í fyrrakvöld. „Þetta var hin fullkomna leið til að slá metið - við gerðum það á stór- kostlegum leikvangi gegn liði sem Alex Ferguson hefur gert að einu því besta sem sést hefur,” sagði Morin- ho eftir leikinn. Chelsea er nú 20 stigum á undan Man.Utd í deildinni en Mourinho sagði að sá munur endurspegli ekki getumuninn á lið- unum. „Man.Utd hafa á ffábærum leik- mönnum að skipa, rétt eins Það er ekki svona mikill munur á liðunum. Við höfum verið stöðug- ir allt árið en Man.Utd byrjuðu tímabilið mjög illa og hafa verið slakir núna á lokakaflanum. En um miðbik leiktíðarinnar náðu þeir að setja þó nokkra pressu á okkur," sagði Mourinho. Sífellt betri Eiður Smári Guðjohnsen var mjög ógnandi fyrir Chelsea í leikn- um í stöðu fremsta manns og valdi Sky-sjónvarpsstöðin hann meðal annars mann leiksins. Eiður fékk einkunnina átta og var sagður „sífellt meira sannfærandi." Eiður sagði í viðtali eftir leikinn að hann spilaði einhverja hluta ávallt vel gegnMan.Utd. „Ég veit ekki af hverju en mér hefur gengið vel í gegnum tíðina að skora gegn Man.Utd," sagði Eiður, en hann skoraði einnig í fyrri leik liðanna í deildinni síðasta sumar. „Það var frábært að ná metinu en við ætíum okkur að bæta það enn frekar í leiknum gegn Newcastíe í síðustu umferðinni. Okkur líður frábærlega, við erum meistarar og ætíum að I ________________RR sigri í síðasta leikn- um,“ bætti Eiður við. FyrirTerry Mourinho tileinkaði John Terry sigurinn á Man.Utd en fyrirliðinn gat ekki leikið með Chel- sea vegna tábrots. „Við viljum ekki gleyma John og þvf sem hann hefur lagt til í ár. Hann, sem og aðrir meiddir leik- menn, hefðu viljað vera með okkur hér þegar við skráðum okkur í sögubæk urnar í dag. Sem uppalinn Chelsea-maður er hann lík- lega manna stoltastur af metinu," sagði Mourinho sem þegar er farinn að huga að næstu leiktíð, þar sem hann ætíar sér að byggja á velgengnini í ár. „Ég get ekki beðið eftir fyrstu æfingunni eftír sum- arfrí þann 6. júlí.“ vignir@dv.is Langbestir Eiöur Smári og Joe Cole sjást hér fagna marki þess fyrr- nefnda á þriðjudag. Meistarakeppni kvenna í fótbolta Ótrúlegir yfirburðir Vals Valsstúlkur görsamlega gengu frá stöllum sínum úr Eyjum í árlegum leik íslandsmeistara og bikarmeist- ara í fyrradag og sigruðu með tíu mörkum gegn engu. Er þetta langstærsti sigur liðs í meistara- keppni frá upphafi en fyrst var keppt árið 1992. Ljóst er að Valsstúlkur koma gríðarlega öflugar til leiks undan vetri og verða að teljast líklegar til að verja íslandsmeistaratítilinn frá því í fyrra. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum og Margrét Lára Viðarsdóttir setti tvö áður en hún fór lítillega meidd af leikvelli. Þá skoruðu einnig Dóra María Lárusdóttír, Laufey Jó- hannsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.